Sport

Einar Vilhjálmsson nýr formaður Frjálsíþróttasambandsins

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Einar Vilhjálmsson.
Einar Vilhjálmsson. mynd/einarvill.blog.is
Einar Vilhjálmsson, Ólympíufari og Íslandsmethafi í spjótkasti, var kjörinn formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, á þingi þess sem nú stendur yfir í Brekkuskóla á Akureyri.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá sambandinu að Einar hafi hlotið 35 atkvæði á móti 26 atkvæðum Benónýs Jónssonar, fráfarandi varaformanns FRÍ.

Aðrir í stjórn eru Jónas Egilsson, fyrrverandi formaður sem heldur áfram starfi sínu sem framkvæmdastjóri FRÍ, Stefán Skafti Steinólfsson, Lóa Björk Hallsdóttir og Jón Steingrímsson.

Varamenn í stjórn eru Fríða Rún Þórðardóttir, AðalbjörgHafsteinsdóttir, IngvarHlynsson, LovísaHreinsdóttir, BjörgÁgústsdóttir.

Einar keppti á þrennum Ólympíuleikum og stendur 22 ára gamalt Íslandsmet hans í spjótkasti upp á 86,80 metra enn þann dag í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×