Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2024 14:01 Alvin Kamara getur brosað yfir nýjum samningi sínum við New Orleans Saints og jafnframt óvæntum fríðindum sem honum fylgdu. Getty/Kevin C. Cox Hlauparinn Alvin Kamara framlengdi nýverið samning sinn við NFL félagið New Orleans Saints en kappinn hefur verið að spila vel með liðinu í vetur. Nýi samningurinn er til tveggja ára og skilar honum 24 milljónum dollara eða rúmum 3,3 milljörðum króna. Kamara er orðinn 29 ára gamall og hefur spilað með Saints frá árinu 2017. Hann hefur þegar unnið sér inn 54 milljónir á þessum tíma. Það vakti athygli að með nýja samningnum fylgdu sérstök fríðindi. Bjórverksmiðja í Louisiana fylki, þaðan sem New Orleans Saints félagið er, bauð honum nefnilega frían bjór út lífið. Ölgerðin heitir Abita Brewing og kemur frá Covington. Eigendurnir voru svo ánægðir með að Kamara hafi haldið tryggð sína við Saints að hann fékk þennan eilífðarsamning frá fyrirtækinu. Meðalmaður í Bandaríkjunum drekkur hundrað lítra af bjór á ári eða kringum 212 glös. Hvert glas kostar í kringum fimm dollara þannig að samkvæmt þessu er kappinn að fá yfir þúsund dollara bónus á hverju ári í formi bjórs. Kamara drekkur þó væntanlega ekki mikið á meðan ferlinum stendur en hann bætir örugglega úr því þegar skórnir eru komnir upp á hillu. Kamara hefur skorað 77 snertimörk á ferlinum þar af komu sex þeirra í þrettán leikjum á þessu tímabili. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) NFL Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira
Nýi samningurinn er til tveggja ára og skilar honum 24 milljónum dollara eða rúmum 3,3 milljörðum króna. Kamara er orðinn 29 ára gamall og hefur spilað með Saints frá árinu 2017. Hann hefur þegar unnið sér inn 54 milljónir á þessum tíma. Það vakti athygli að með nýja samningnum fylgdu sérstök fríðindi. Bjórverksmiðja í Louisiana fylki, þaðan sem New Orleans Saints félagið er, bauð honum nefnilega frían bjór út lífið. Ölgerðin heitir Abita Brewing og kemur frá Covington. Eigendurnir voru svo ánægðir með að Kamara hafi haldið tryggð sína við Saints að hann fékk þennan eilífðarsamning frá fyrirtækinu. Meðalmaður í Bandaríkjunum drekkur hundrað lítra af bjór á ári eða kringum 212 glös. Hvert glas kostar í kringum fimm dollara þannig að samkvæmt þessu er kappinn að fá yfir þúsund dollara bónus á hverju ári í formi bjórs. Kamara drekkur þó væntanlega ekki mikið á meðan ferlinum stendur en hann bætir örugglega úr því þegar skórnir eru komnir upp á hillu. Kamara hefur skorað 77 snertimörk á ferlinum þar af komu sex þeirra í þrettán leikjum á þessu tímabili. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
NFL Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira