Josh Gordon, einn af bestu útherjum NFL-deildarinnar sem leikur með Cleveland Browns, mun vinna sem bílasali á meðan tímabilinu stendur. Gordon tekur út þessa dagana eins árs keppnisbann vegna ítrekaðar maríjúananeyslu.
Gordon sem skaust fram í sviðsljósið á síðasta tímabili sem einn af bestu útherjum deildarinnar. Varð hann fyrsti útherjinn í sögu deildarinnar til þess að hlaupa yfir 200 jarda í tveimur leikjum í röð.
Gordon gældi við hugmyndina að leika í kanadísku ruðningsdeildinni í vetur en NFL-deildin var fljót að benda honum á að honum væri ekki heimilt að leika í öðrum deildum á meðan banninu stæði.
Samkvæmt heimildum ESPN hefur Gordon ákveðið að vinna sem bílasali næsta árið á meðan banninu stendur en NFL-deildin hefst innan skamms þegar Seattle Seahawks tekur á móti Green Bay Packers klukkan 00.30.
Besti útherji deildarinnar vinnur sem bílasali í vetur
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið





Allt annað en sáttur með Frey
Fótbolti




Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn

Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United
Enski boltinn