Bjarki Þór berst um titil í Wales Pétur Marinó Jónsson skrifar 4. september 2014 15:30 Bjarki Þór Pálsson. Jón Viðar Arnþórsson Bardagamaðurinn Bjarki Þór Pálsson berst sinn sjötta áhugamannabardaga í MMA þann 20. september þegar hann tekst á við Anthony O’Connor. Bardagi Bjarka verður titilbardagi í Shinobi MMA Fighting Championships bardagasamtökunum, en tveir aðrir Íslendingar keppa á sama kvöldi. Bjarki Þór er meðlimur í Keppnisliði Mjölnis en þeir Bjarni Kristjánsson og Birgir Örn Tómasson, einnig úr Mjölni, berjast einnig á bardagakvöldinu sem fram fer í Wales. Bjarki hefur sigrað fjóra bardaga og tapað einum. Bjarki Þór keppti síðast á Euro Fight Night í Írlandi þar sem hann sigraði Chris Boujard eftir dómaraákvörðun. Hann náði þar með að hefna fyrir sitt eina tap á ferlinum en bardaginn í september verður hans fyrsti í eitt ár „Ég varð fyrir ofþjálfun þannig að ég þurfti að taka mér frí frá æfingum og keppnum. Það var einfaldlega of mikið álag og ég þurfti að einfalda lífið, endurskipuleggja mig og róa mig niður ef svo má segja,“ segir Bjarki sem glímir ekki lengur við einkenni ofþjálfunar í jafn miklum mæli og segir einkennin hafa snarminnkað. Bjarki tjáði sig um ofþjálfunina í viðtali við MMA Fréttir. Bjarki Þór berst um titil, en sjálfur segist hann ekki hugsa mikið um hvort barist sé um titil eða ekki. „Mér er alveg sama hvort þetta sé titill eða ekki, það skiptir í raun engu máli. Þetta er alltaf eins, þú labbar inn í búr og færð alltaf sömu tilfinninguna hvort sem þú ert að berjast um titil eða ekki.“ Bjarki vann til 10th Legion Amateur titilsins í maí í fyrra. Andstæðingur Bjarka er 7-0 í MMA og verðugur andstæðingur. „Hann er fremur stór miðað við léttvigt en ég tel að ég sé sneggri en hann og mun 100% taka þetta ef bardaginn fer í gólfið,“ segir Bjarki en hann er fjólublátt belti í jiu-jitsu og hefur sigrað þrjá bardaga eftir uppgjafartök. Með þremenningunum í för fara þeir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, og Árni Ísaksson, þjálfari Keppnisliðsins. MMA Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Enski boltinn Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjá meira
Bardagamaðurinn Bjarki Þór Pálsson berst sinn sjötta áhugamannabardaga í MMA þann 20. september þegar hann tekst á við Anthony O’Connor. Bardagi Bjarka verður titilbardagi í Shinobi MMA Fighting Championships bardagasamtökunum, en tveir aðrir Íslendingar keppa á sama kvöldi. Bjarki Þór er meðlimur í Keppnisliði Mjölnis en þeir Bjarni Kristjánsson og Birgir Örn Tómasson, einnig úr Mjölni, berjast einnig á bardagakvöldinu sem fram fer í Wales. Bjarki hefur sigrað fjóra bardaga og tapað einum. Bjarki Þór keppti síðast á Euro Fight Night í Írlandi þar sem hann sigraði Chris Boujard eftir dómaraákvörðun. Hann náði þar með að hefna fyrir sitt eina tap á ferlinum en bardaginn í september verður hans fyrsti í eitt ár „Ég varð fyrir ofþjálfun þannig að ég þurfti að taka mér frí frá æfingum og keppnum. Það var einfaldlega of mikið álag og ég þurfti að einfalda lífið, endurskipuleggja mig og róa mig niður ef svo má segja,“ segir Bjarki sem glímir ekki lengur við einkenni ofþjálfunar í jafn miklum mæli og segir einkennin hafa snarminnkað. Bjarki tjáði sig um ofþjálfunina í viðtali við MMA Fréttir. Bjarki Þór berst um titil, en sjálfur segist hann ekki hugsa mikið um hvort barist sé um titil eða ekki. „Mér er alveg sama hvort þetta sé titill eða ekki, það skiptir í raun engu máli. Þetta er alltaf eins, þú labbar inn í búr og færð alltaf sömu tilfinninguna hvort sem þú ert að berjast um titil eða ekki.“ Bjarki vann til 10th Legion Amateur titilsins í maí í fyrra. Andstæðingur Bjarka er 7-0 í MMA og verðugur andstæðingur. „Hann er fremur stór miðað við léttvigt en ég tel að ég sé sneggri en hann og mun 100% taka þetta ef bardaginn fer í gólfið,“ segir Bjarki en hann er fjólublátt belti í jiu-jitsu og hefur sigrað þrjá bardaga eftir uppgjafartök. Með þremenningunum í för fara þeir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, og Árni Ísaksson, þjálfari Keppnisliðsins.
MMA Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Enski boltinn Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjá meira