Skrímslahamurinn lyftir Skittles í ræktinni | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. september 2014 23:15 Marshawn Lynch, hlaupari meistaraliðs Seattle Seahawks í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, elskar gotteríið Skittles svo mikið að nú fær borgað fyrir að borða það. Lynch, sem kallaður er Skrímslahamurinn (e. Beast Mode), hefur borðað Skittles á meðan hann spilar frá því hann var polli. Í grunnskóla kom móðir hans með Skittles á hliðarlínuna til hans og kallaði nammið orkupillur. Lynch hefur ekki hætt að borða Skittles á meðan hann spilar, en í dag fær hann sér væna gommu af þessu vinsæla sælgæti í hvert skipti sem hann skorar snertimark í NFL-deildinni. Þetta hefur hann gert lengi án þess að fá krónu fyrir, en nú er öldin önnur. Skittles gerði auglýsingasamning við Lynch fyrr í sumar og birtist fyrsta auglýsingin í bandarísku sjónvarpi í gær. Þar sést Lynch gera sig kláran fyrir nýtt tímabil með því að nýta Skittles í ræktinni. Þessa bráðskemmtilegu auglýsingu má sjá í spilaranum hér að ofan. Ekki nóg með að Lynch fái nú sitt fyrir að auglýsa nammið, þá mun framleiðandinn Wrigley láta 10.000 dali af hendi rakna til góðgerðasamtaka Lynch sem heita Fam1st. Það stuðlar að menntun barna sem búa við erfiðara aðstæður í borgum og bæjum á vesturströnd Bandaríkjanna. Lynch skoraði tólf snertimörk í fyrra þannig jafni hann það á komandi tímabili fá samtökin 1,4 milljónir króna í sinn hlut.ESPN fjallar um Skittles-áhugann Krafturinn í Lynch mældur: NFL Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sjá meira
Marshawn Lynch, hlaupari meistaraliðs Seattle Seahawks í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, elskar gotteríið Skittles svo mikið að nú fær borgað fyrir að borða það. Lynch, sem kallaður er Skrímslahamurinn (e. Beast Mode), hefur borðað Skittles á meðan hann spilar frá því hann var polli. Í grunnskóla kom móðir hans með Skittles á hliðarlínuna til hans og kallaði nammið orkupillur. Lynch hefur ekki hætt að borða Skittles á meðan hann spilar, en í dag fær hann sér væna gommu af þessu vinsæla sælgæti í hvert skipti sem hann skorar snertimark í NFL-deildinni. Þetta hefur hann gert lengi án þess að fá krónu fyrir, en nú er öldin önnur. Skittles gerði auglýsingasamning við Lynch fyrr í sumar og birtist fyrsta auglýsingin í bandarísku sjónvarpi í gær. Þar sést Lynch gera sig kláran fyrir nýtt tímabil með því að nýta Skittles í ræktinni. Þessa bráðskemmtilegu auglýsingu má sjá í spilaranum hér að ofan. Ekki nóg með að Lynch fái nú sitt fyrir að auglýsa nammið, þá mun framleiðandinn Wrigley láta 10.000 dali af hendi rakna til góðgerðasamtaka Lynch sem heita Fam1st. Það stuðlar að menntun barna sem búa við erfiðara aðstæður í borgum og bæjum á vesturströnd Bandaríkjanna. Lynch skoraði tólf snertimörk í fyrra þannig jafni hann það á komandi tímabili fá samtökin 1,4 milljónir króna í sinn hlut.ESPN fjallar um Skittles-áhugann Krafturinn í Lynch mældur:
NFL Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sjá meira