Litlar líkur á að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu Hjörtur Hjartarson skrifar 2. september 2014 19:30 Utanríkisráðherra segir ólíklegt að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á yfirstandandi kjörtímabili um áframhald viðræðna við Evrópusambandið. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort tillaga um formleg slit á viðræðunum verði lögð fram á komandi þingi. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra lagði fram þingsályktunartillögu á síðasta þingi um að Ísland myndi slíta viðræðunum við ESB. Hávær mótmæli voru við tillögunni og kom á endanum ekki til þess að greitt yrði um hana atkvæði. Gunnar Bragi útilokaði ekki á sínum tíma að tillagan yrði lögð fram að nýju þegar þing kæmi saman í haust. „Það hefur ekkert verið rætt hvort sú tillaga verði lögð fram eða hvort það sé þörf á því. Við höfum nú séð í fréttum og í yfirlýsingum frá Evrópusambandinu til dæmis þar sem Juncker lét hafa eftir sér að það yrði engin frekari stækkun á næstu fimm árum. Við eigum ekkert í viðræðum Evrópusambandið og því held ég að menn verði að velta því fyrir sér hvort það sé einhver þörf á að fara með slíka tillögu inn, hvort þetta sé bara ekki hreinlega búið af hálfu Evrópusambandsins,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar reiknar ekki með að þjóðaratkvæðargreiðsla um áframhald viðræðna verði lögð fram á kjörtímabilinu enda þjóni slíkt litlum tilgangi á meðan fjölgun þjóða í ESB sé ekki á dagskrá hjá sambandinu. „Evrópusambandsaðild eða umsókn er alls ekki í neinum forgangi hér í ráðuneytinu. Það er enginn að vinna í því hér einu sinni. Þannig að ég lít nú svo á að skilaboðin frá Juncker, þau nýjustu, séu þau að Ísland er ekkert að fara að ganga í Evrópusambandið.“ ESB-málið Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Utanríkisráðherra segir ólíklegt að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á yfirstandandi kjörtímabili um áframhald viðræðna við Evrópusambandið. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort tillaga um formleg slit á viðræðunum verði lögð fram á komandi þingi. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra lagði fram þingsályktunartillögu á síðasta þingi um að Ísland myndi slíta viðræðunum við ESB. Hávær mótmæli voru við tillögunni og kom á endanum ekki til þess að greitt yrði um hana atkvæði. Gunnar Bragi útilokaði ekki á sínum tíma að tillagan yrði lögð fram að nýju þegar þing kæmi saman í haust. „Það hefur ekkert verið rætt hvort sú tillaga verði lögð fram eða hvort það sé þörf á því. Við höfum nú séð í fréttum og í yfirlýsingum frá Evrópusambandinu til dæmis þar sem Juncker lét hafa eftir sér að það yrði engin frekari stækkun á næstu fimm árum. Við eigum ekkert í viðræðum Evrópusambandið og því held ég að menn verði að velta því fyrir sér hvort það sé einhver þörf á að fara með slíka tillögu inn, hvort þetta sé bara ekki hreinlega búið af hálfu Evrópusambandsins,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar reiknar ekki með að þjóðaratkvæðargreiðsla um áframhald viðræðna verði lögð fram á kjörtímabilinu enda þjóni slíkt litlum tilgangi á meðan fjölgun þjóða í ESB sé ekki á dagskrá hjá sambandinu. „Evrópusambandsaðild eða umsókn er alls ekki í neinum forgangi hér í ráðuneytinu. Það er enginn að vinna í því hér einu sinni. Þannig að ég lít nú svo á að skilaboðin frá Juncker, þau nýjustu, séu þau að Ísland er ekkert að fara að ganga í Evrópusambandið.“
ESB-málið Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira