Tróð saur upp í samfanga sinn: „Ég skal ganga frá þér“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. september 2014 16:36 Litla-hraun. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara á hendur Baldri Kolbeinssyni, sem ákærður er fyrir einstaklega ógeðfellda árás á samfanga sinn í fangelsinu við Litla-Hraun í maí á síðasta ári, fór fram í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Honum er gefið að sök að hafa ráðist á samfanga sinn og troðið upp í hann mannasaur. Árásin náðist á myndband. „Það var rosalega mikið af skít. Aðrir fangaverðir voru einnig útataðir í skít eftir að hafa þurft að kljást við Baldur,“ segir fangavörður sem kom að árásinni. Sá sem fyrir árásinni varð sat inni á Litla-hrauni fyrir kynferðisbrot gegn barni, en var í kjölfarið fluttur í annað fangelsi. Síðan hefur hann verið látinn laus. „Baldur stendur bara upp, með saur í poka, og makaði honum framan í mig og tróð honum upp í mig líka. Þetta fór út um allt, upp í mig, í hárið á mér, andlitið og fötin. Þetta var út um allt,“ segir hann. Hann var fluttur á slysadeild með áverka á brjósti og hægri öxl, bólginn í andliti og opið sár við munnvik. Hann segir sér hafa borist hótanir frá Baldri eftir árásina. „Baldur kom til mín og spurði hvort ég ætlaði að draga kæruna til baka. Ég sagðist ekki vera búinn að ákveða það. Þá sagði hann: „Ef þú dregur ekki kæruna til baka þá skal ég sjá til þess að þú fáir ekkert út úr málinu og ég skal ganga frá þér. Hvort sem það er ég eða einhver annar“. Ég lét fangaverðina vita því þetta var hótun,“ segir hann og bætir við: „Ég er dæmdur kynferðisbrotamaður og við verðum fyrir miklu aðkasti. Ég hef ekki átt í neinum samskiptum við Baldur en hann sagði við mig: „Hvenær ætlaru að hengja þig? Hvenær ætlaru að hengja þig?“ Fangavörður sagði í vitnaleiðslum í dag að kynferðisbrotamenn í fangelsinu yrðu oft fyrir miklu aðkasti og því þyrfti að fylgjast sérstaklega með þeim. Þegar árásin hafi átt sér stað hafi ekkert óeðlilegt verið í gangi, báðir hefðu þeir setið á sitthvorum bekknum án nokkurra orðaskipta. Baldur Kolbeinsson, 24 ára, hefur hlotið fjölda refsidóma frá sautján ára aldri. Ríkissaksóknari höfðar nú mál gegn honum vegna árásar á samfanga sinn, Matthías Mána Erlingsson, í september á síðasta ári og vegna innbrots í heimahús í Kópavogi í febrúar síðastliðnum. Fangelsismál Tengdar fréttir Misþyrmdi samfanga Baldur Kolbeinsson, fangi á Litla-Hrauni, sem ákærður hefur verið fyrir árás á samfanga sinn er gefið að sök að hafa meðal annars safnað töluverðu magni af mannasaur í poka og troðið saurnum upp í munn annars fanga. 13. janúar 2014 21:05 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara á hendur Baldri Kolbeinssyni, sem ákærður er fyrir einstaklega ógeðfellda árás á samfanga sinn í fangelsinu við Litla-Hraun í maí á síðasta ári, fór fram í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Honum er gefið að sök að hafa ráðist á samfanga sinn og troðið upp í hann mannasaur. Árásin náðist á myndband. „Það var rosalega mikið af skít. Aðrir fangaverðir voru einnig útataðir í skít eftir að hafa þurft að kljást við Baldur,“ segir fangavörður sem kom að árásinni. Sá sem fyrir árásinni varð sat inni á Litla-hrauni fyrir kynferðisbrot gegn barni, en var í kjölfarið fluttur í annað fangelsi. Síðan hefur hann verið látinn laus. „Baldur stendur bara upp, með saur í poka, og makaði honum framan í mig og tróð honum upp í mig líka. Þetta fór út um allt, upp í mig, í hárið á mér, andlitið og fötin. Þetta var út um allt,“ segir hann. Hann var fluttur á slysadeild með áverka á brjósti og hægri öxl, bólginn í andliti og opið sár við munnvik. Hann segir sér hafa borist hótanir frá Baldri eftir árásina. „Baldur kom til mín og spurði hvort ég ætlaði að draga kæruna til baka. Ég sagðist ekki vera búinn að ákveða það. Þá sagði hann: „Ef þú dregur ekki kæruna til baka þá skal ég sjá til þess að þú fáir ekkert út úr málinu og ég skal ganga frá þér. Hvort sem það er ég eða einhver annar“. Ég lét fangaverðina vita því þetta var hótun,“ segir hann og bætir við: „Ég er dæmdur kynferðisbrotamaður og við verðum fyrir miklu aðkasti. Ég hef ekki átt í neinum samskiptum við Baldur en hann sagði við mig: „Hvenær ætlaru að hengja þig? Hvenær ætlaru að hengja þig?“ Fangavörður sagði í vitnaleiðslum í dag að kynferðisbrotamenn í fangelsinu yrðu oft fyrir miklu aðkasti og því þyrfti að fylgjast sérstaklega með þeim. Þegar árásin hafi átt sér stað hafi ekkert óeðlilegt verið í gangi, báðir hefðu þeir setið á sitthvorum bekknum án nokkurra orðaskipta. Baldur Kolbeinsson, 24 ára, hefur hlotið fjölda refsidóma frá sautján ára aldri. Ríkissaksóknari höfðar nú mál gegn honum vegna árásar á samfanga sinn, Matthías Mána Erlingsson, í september á síðasta ári og vegna innbrots í heimahús í Kópavogi í febrúar síðastliðnum.
Fangelsismál Tengdar fréttir Misþyrmdi samfanga Baldur Kolbeinsson, fangi á Litla-Hrauni, sem ákærður hefur verið fyrir árás á samfanga sinn er gefið að sök að hafa meðal annars safnað töluverðu magni af mannasaur í poka og troðið saurnum upp í munn annars fanga. 13. janúar 2014 21:05 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Misþyrmdi samfanga Baldur Kolbeinsson, fangi á Litla-Hrauni, sem ákærður hefur verið fyrir árás á samfanga sinn er gefið að sök að hafa meðal annars safnað töluverðu magni af mannasaur í poka og troðið saurnum upp í munn annars fanga. 13. janúar 2014 21:05