Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Valur 23-23 | Dramatík í Austurberginu Guðmundur Marinó Ingvarsson í Austurbergi skrifar 18. september 2014 15:46 Vísir/Valli Valur og ÍR skildu jöfn 23-23 í hörku spennandi leik í fyrstu umferð Olísdeildar karla í handbolta í Austurberginu í Breiðholti í kvöld. Valur var 16-11 yfir í hálfleik. Það voru miklar sviptingar í leiknum og má rekja þær að miklu leyti til frábærrar markvörslu liðanna í sitt hvorum hálfleiknum. Í fyrri hálfleik var Stephen Nielsen á kostum í marki Vals en fyrri hálfleikurinn var mjög hraður og mikið um hraðaupphlaup og tapaða bolta sökum hraðans og að þetta er fyrsti leikur í Íslandsmóti. Það var mikið um glæsileg tilþrif og fyrir hálfleikurinn var afbragðs skemmtun. Í seinni hálfleik var það Arnór Freyr Stefánsson markvörður ÍR sem stal senunni. Frábær markvarsla hans hélt ÍR inni í leiknum en lengi vel átti ÍR í miklum vandræðum með að finna svör við varnarleik Vals. Leikurinn var mun hægari í seinni hálfleik, varnirnar betri og lítið um hröð upphlaup. Þrátt yfir að Valur næði að halda forystunni lengst af gafst ÍR aldrei upp og skoraði fjögur síðustu mörkin í leiknum en Arnór varði dauðafæri í síðustu sókn Vals áður en Björgvin Þór Hólmgeirsson jafnaði metin fyrir ÍR. Þetta er unnið stig hjá heimamönnum eins og leikurinn þróaðist en Valsmenn geta sjálfum sér kennt um að hafa ekki unnið leikinn því liðið fékk svo sannarlega færin til þess. Björgvin: Höfum vanalega hætt„Það er jákvætt að við höfum ekki hætt. Við höfum vanalega hætt fjórum mörkum undir og lítið eftir. Þetta var hrikalega sterkur punktur hjá okkur,“ sagði Björgvin Þór Hólmgeirsson stórskytta ÍR sem fór mikinn í kvöld. „Við klúðrum þremur vítum í fyrri hálfleik sem er ekki vanalegt hjá okkur. Við erum með tvær bestu vítaskytturnar á landinu. „Við gáfumst aldrei upp og ég þakka Arnóri markvörsluna í lokin þegar boltinn hrökk til Finns (Inga Stefánssonar). „Þessi punktur var eiginlega tapaður og þetta stig á eftir að hjálpa okkur heilmikið í vetur. Auðvitað vill maður tvö stigin en úr því sem komið var þá er maður ánægður með stigið,“ sagði Björgvin sem á von á jöfnum og spennandi vetri í Olísdeildinni. „Þetta verður jafnt í vetur. Valur er með breiðasta hópinn og er þess vegna spáð góðu gengu en það geta allir strítt öllum.“ Kári: Stutt í það verði stór bæting hjá okkur„Miðað við allt og allt og það sem er búið að gerast síðustu vikuna og slíkt þá vorum við bara mjög brattir og komumst í fimm mörk,“ sagði línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson sem gekk til liðs við Val í sumar. „Það dettur smá værukærð í leikinn hjá okkur og við skorum bara átta mörk í seinni hálfleik sem er mjög slappt. Á móti þá hélt vörnin vel og markmaðurinn var frábær hjá okkur. „Mér fannst við fara illa með færin í seinni hálfleik. Við klikkum örugglega á svona tíu dauðafærum og tveimur vítaköstum. Það er dýrt. En heilt yfir erum við að skapa okkur ágætis tækifæri en það er þessi herslumunur. „Þetta var fyrsti leikur og það er stutt í að það verði stór bæting hjá okkur,“ sagði Kári sem náði sér ekki á strik framan af leik en náði þó að skora tvö mörk seint í leiknum. „Við erum búnir að setja aðeins meira bensín í vörnina og það sést augljóslega. Við þurfum að fara að vinna betur í sóknarleiknum og það tekur alltaf tíma að finna taktinn þegar maður kemur í nýtt lið. „Þetta er alltaf tveggja manna tal með mig og útispilarana og ég er bjartsýnn á að það eigi eftir að ganga vel. „Það er alltaf sviptingar með nýjum þjálfurum og fyrirvarinn var stuttur. Við verðum bara að vera bjartir og getum ekki staldrað mjög lengi við þennan leik og verið fúlir yfir þessu. Ég hugsa frekar að punktur séu punktur frekar en að við höfum tapað honum,“ sagði Kári Kristján. Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Valur og ÍR skildu jöfn 23-23 í hörku spennandi leik í fyrstu umferð Olísdeildar karla í handbolta í Austurberginu í Breiðholti í kvöld. Valur var 16-11 yfir í hálfleik. Það voru miklar sviptingar í leiknum og má rekja þær að miklu leyti til frábærrar markvörslu liðanna í sitt hvorum hálfleiknum. Í fyrri hálfleik var Stephen Nielsen á kostum í marki Vals en fyrri hálfleikurinn var mjög hraður og mikið um hraðaupphlaup og tapaða bolta sökum hraðans og að þetta er fyrsti leikur í Íslandsmóti. Það var mikið um glæsileg tilþrif og fyrir hálfleikurinn var afbragðs skemmtun. Í seinni hálfleik var það Arnór Freyr Stefánsson markvörður ÍR sem stal senunni. Frábær markvarsla hans hélt ÍR inni í leiknum en lengi vel átti ÍR í miklum vandræðum með að finna svör við varnarleik Vals. Leikurinn var mun hægari í seinni hálfleik, varnirnar betri og lítið um hröð upphlaup. Þrátt yfir að Valur næði að halda forystunni lengst af gafst ÍR aldrei upp og skoraði fjögur síðustu mörkin í leiknum en Arnór varði dauðafæri í síðustu sókn Vals áður en Björgvin Þór Hólmgeirsson jafnaði metin fyrir ÍR. Þetta er unnið stig hjá heimamönnum eins og leikurinn þróaðist en Valsmenn geta sjálfum sér kennt um að hafa ekki unnið leikinn því liðið fékk svo sannarlega færin til þess. Björgvin: Höfum vanalega hætt„Það er jákvætt að við höfum ekki hætt. Við höfum vanalega hætt fjórum mörkum undir og lítið eftir. Þetta var hrikalega sterkur punktur hjá okkur,“ sagði Björgvin Þór Hólmgeirsson stórskytta ÍR sem fór mikinn í kvöld. „Við klúðrum þremur vítum í fyrri hálfleik sem er ekki vanalegt hjá okkur. Við erum með tvær bestu vítaskytturnar á landinu. „Við gáfumst aldrei upp og ég þakka Arnóri markvörsluna í lokin þegar boltinn hrökk til Finns (Inga Stefánssonar). „Þessi punktur var eiginlega tapaður og þetta stig á eftir að hjálpa okkur heilmikið í vetur. Auðvitað vill maður tvö stigin en úr því sem komið var þá er maður ánægður með stigið,“ sagði Björgvin sem á von á jöfnum og spennandi vetri í Olísdeildinni. „Þetta verður jafnt í vetur. Valur er með breiðasta hópinn og er þess vegna spáð góðu gengu en það geta allir strítt öllum.“ Kári: Stutt í það verði stór bæting hjá okkur„Miðað við allt og allt og það sem er búið að gerast síðustu vikuna og slíkt þá vorum við bara mjög brattir og komumst í fimm mörk,“ sagði línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson sem gekk til liðs við Val í sumar. „Það dettur smá værukærð í leikinn hjá okkur og við skorum bara átta mörk í seinni hálfleik sem er mjög slappt. Á móti þá hélt vörnin vel og markmaðurinn var frábær hjá okkur. „Mér fannst við fara illa með færin í seinni hálfleik. Við klikkum örugglega á svona tíu dauðafærum og tveimur vítaköstum. Það er dýrt. En heilt yfir erum við að skapa okkur ágætis tækifæri en það er þessi herslumunur. „Þetta var fyrsti leikur og það er stutt í að það verði stór bæting hjá okkur,“ sagði Kári sem náði sér ekki á strik framan af leik en náði þó að skora tvö mörk seint í leiknum. „Við erum búnir að setja aðeins meira bensín í vörnina og það sést augljóslega. Við þurfum að fara að vinna betur í sóknarleiknum og það tekur alltaf tíma að finna taktinn þegar maður kemur í nýtt lið. „Þetta er alltaf tveggja manna tal með mig og útispilarana og ég er bjartsýnn á að það eigi eftir að ganga vel. „Það er alltaf sviptingar með nýjum þjálfurum og fyrirvarinn var stuttur. Við verðum bara að vera bjartir og getum ekki staldrað mjög lengi við þennan leik og verið fúlir yfir þessu. Ég hugsa frekar að punktur séu punktur frekar en að við höfum tapað honum,“ sagði Kári Kristján.
Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira