Peterson segist ekki vera barnaníðingur 16. september 2014 13:30 Adrian Peterson. vísir/getty Það er fast sótt að einni stærstu stjörnu NFL-deildarinnar, Adrian Peterson, þessa dagana eftir að hann lamdi son sinn með trjágrein. Peterson spilaði ekki með Minnesota Vikings um helgina vegna málsins en hann hefur verið kærður fyrir barnaníð enda sást á syninum unga. Hann mun þó spila um næstu helgi ef að líkum lætur. Hlauparinn öflugi hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ekki vera fullkominn en þrátt fyrir það sé hann enginn barnaníðingur. „Ég bjóst aldrei við því að vera í þeirri stöðu að heimurinn efaðist um hæfileika mína sem foreldri eða teldi mig vera barnaníðing. Ég ætlaði mér aldrei að meiða son minn," segir Peterson meðal annars í yfirlýsingunni og heldur áfram. „Ég þarf að lifa með þeirri staðreynd að ég agaði son minn eins og ég var agaður er ég var barn. Hann meiddi sig mun meira en til stóð. Ég veit að margir eru mótfallnir mínum aðferðum til þess að aga barn og ég veit líka, eftir að hafa hitt sálfræðing, að það eru til fleiri aðferðir til þess að aga börn. „Ég hef lært mikið af þessu og þarf að endurskoða mínar aðgerðir. Ég mun læra af mistökunum og reyna að verða betra foreldri. Ég er ekki fullkominn sonur, eiginmaður né foreldri en ég er alls enginn barnaníðingur." Yfirlýsing Peterson hefur verið talsvert gagnrýnd enda biðst hann ekki afsökunar á hegðun sinni og þar kemur einnig fram að hún sé skrifuð að beiðni lögfræðings hans. Í gærkvöld komu svo fram nýjar ásakanir sem eiga að vera um ársgamlar. Þá meiddist sonurinn á höfði og Peterson er sagður eiga sökina. Það mál mun skýrast betur á næstu dögum. NFL Tengdar fréttir Einn besti leikmaður NFL handtekinn fyrir að slá son sinn með trjágrein Adrian Peterson sem af mörgum er talinn besti hlaupari í NFL deildinni í amerískum fótbolta var handtekinn í gær fyrir að slá fjögurra ára son sinn með trjágrein. 13. september 2014 17:30 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Það er fast sótt að einni stærstu stjörnu NFL-deildarinnar, Adrian Peterson, þessa dagana eftir að hann lamdi son sinn með trjágrein. Peterson spilaði ekki með Minnesota Vikings um helgina vegna málsins en hann hefur verið kærður fyrir barnaníð enda sást á syninum unga. Hann mun þó spila um næstu helgi ef að líkum lætur. Hlauparinn öflugi hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ekki vera fullkominn en þrátt fyrir það sé hann enginn barnaníðingur. „Ég bjóst aldrei við því að vera í þeirri stöðu að heimurinn efaðist um hæfileika mína sem foreldri eða teldi mig vera barnaníðing. Ég ætlaði mér aldrei að meiða son minn," segir Peterson meðal annars í yfirlýsingunni og heldur áfram. „Ég þarf að lifa með þeirri staðreynd að ég agaði son minn eins og ég var agaður er ég var barn. Hann meiddi sig mun meira en til stóð. Ég veit að margir eru mótfallnir mínum aðferðum til þess að aga barn og ég veit líka, eftir að hafa hitt sálfræðing, að það eru til fleiri aðferðir til þess að aga börn. „Ég hef lært mikið af þessu og þarf að endurskoða mínar aðgerðir. Ég mun læra af mistökunum og reyna að verða betra foreldri. Ég er ekki fullkominn sonur, eiginmaður né foreldri en ég er alls enginn barnaníðingur." Yfirlýsing Peterson hefur verið talsvert gagnrýnd enda biðst hann ekki afsökunar á hegðun sinni og þar kemur einnig fram að hún sé skrifuð að beiðni lögfræðings hans. Í gærkvöld komu svo fram nýjar ásakanir sem eiga að vera um ársgamlar. Þá meiddist sonurinn á höfði og Peterson er sagður eiga sökina. Það mál mun skýrast betur á næstu dögum.
NFL Tengdar fréttir Einn besti leikmaður NFL handtekinn fyrir að slá son sinn með trjágrein Adrian Peterson sem af mörgum er talinn besti hlaupari í NFL deildinni í amerískum fótbolta var handtekinn í gær fyrir að slá fjögurra ára son sinn með trjágrein. 13. september 2014 17:30 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Einn besti leikmaður NFL handtekinn fyrir að slá son sinn með trjágrein Adrian Peterson sem af mörgum er talinn besti hlaupari í NFL deildinni í amerískum fótbolta var handtekinn í gær fyrir að slá fjögurra ára son sinn með trjágrein. 13. september 2014 17:30