Nauðsyn að skattleggja skaðvalda gegn heilsu þjóðarinnar Linda Blöndal skrifar 14. september 2014 19:06 SÍBS hefur í langan tíma tekið saman upplýsingar um heilsufar þjóðarinnar og bendir á að Íslendingar séu nú feitastir allra Norðurlandabúa. Með hækkun matarskatts á holla vöru, lækkun gjalda á sykraðar vörur og með niðurfellingu sykurskattsins er farin kolrön leið í að bæta heilsu- og holdarfar þjóðarinnar, segir framkvæmdastjóri Sambandsins. Í fjárlagafrumvarpinu eru slíkar skattabreytingar boðaðar.Skatturinn settur á í fyrraSykurskatturinn var settur á í mars í fyrra. Gjöld á hreinum sykri hækkuðu þá um 150 krónur á kílóið og á aðrar vörur í hlutfalli við sykurinnihald, t.d. í kexi, morgunkorni og bragðbættum mjólkurvörum. Gagnrýnendur fjárlagafrumvarpsins nefna að of lítil reynsla sé komi á hvort skatturinn beini fólki inn á hollari brautir. Bjarni Benediktsson fjármálaráherra segir að rökin fyrir afnæmi skattsins sé að hann hafi ekki haft þau lýðheilsufræðileg áhrif sem vænst var. Norðurlöndin setja öll sykurskatt á matvæli, einungis í mismunandi útfærslum. „Og nú á að kippa þessu alfarið úr sambandi og það þrátt fyrir að það sé margsannað að sykur er einn helsti óvinur okkar hvað mataræði varðar,“ sagði Guðmundur í fréttum Stöðvar tvö í kvöld.Þarf sömu meðhöndlun og áfengi og tóbakGuðmundur segir að forvarnir og skattlagning sé blönduð leið og sú besta. „Alveg eins og með áfengis- og tóbaksgjöld þá þarf vissulega fræðslu og forvarnarstarfsemi. Á hverju ári koma á fimmta þúsund nýir neytendur út á markaðinn og þessu fólki þarf að kenna að borða rétt líka, ekkert síður en að það sé óhollt að drekka mikið áfengi eða reykja. Þetta fellur í sama flokk hvað varðar skaðvalda gagnvart lýðheilsu.“ Innlendar rannsóknir og jafnvel hóflegur skattur geti stöðvað þyngaraukningu landsmanna. Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
SÍBS hefur í langan tíma tekið saman upplýsingar um heilsufar þjóðarinnar og bendir á að Íslendingar séu nú feitastir allra Norðurlandabúa. Með hækkun matarskatts á holla vöru, lækkun gjalda á sykraðar vörur og með niðurfellingu sykurskattsins er farin kolrön leið í að bæta heilsu- og holdarfar þjóðarinnar, segir framkvæmdastjóri Sambandsins. Í fjárlagafrumvarpinu eru slíkar skattabreytingar boðaðar.Skatturinn settur á í fyrraSykurskatturinn var settur á í mars í fyrra. Gjöld á hreinum sykri hækkuðu þá um 150 krónur á kílóið og á aðrar vörur í hlutfalli við sykurinnihald, t.d. í kexi, morgunkorni og bragðbættum mjólkurvörum. Gagnrýnendur fjárlagafrumvarpsins nefna að of lítil reynsla sé komi á hvort skatturinn beini fólki inn á hollari brautir. Bjarni Benediktsson fjármálaráherra segir að rökin fyrir afnæmi skattsins sé að hann hafi ekki haft þau lýðheilsufræðileg áhrif sem vænst var. Norðurlöndin setja öll sykurskatt á matvæli, einungis í mismunandi útfærslum. „Og nú á að kippa þessu alfarið úr sambandi og það þrátt fyrir að það sé margsannað að sykur er einn helsti óvinur okkar hvað mataræði varðar,“ sagði Guðmundur í fréttum Stöðvar tvö í kvöld.Þarf sömu meðhöndlun og áfengi og tóbakGuðmundur segir að forvarnir og skattlagning sé blönduð leið og sú besta. „Alveg eins og með áfengis- og tóbaksgjöld þá þarf vissulega fræðslu og forvarnarstarfsemi. Á hverju ári koma á fimmta þúsund nýir neytendur út á markaðinn og þessu fólki þarf að kenna að borða rétt líka, ekkert síður en að það sé óhollt að drekka mikið áfengi eða reykja. Þetta fellur í sama flokk hvað varðar skaðvalda gagnvart lýðheilsu.“ Innlendar rannsóknir og jafnvel hóflegur skattur geti stöðvað þyngaraukningu landsmanna.
Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira