Hámarksgreiðsla sjúklinga verði 120 þúsund á ári Hjörtur Hjartarson skrifar 14. september 2014 19:30 Formaður nefndar um greiðsluþátttökukerfi sjúklinga vonast til að leggja fram róttækar tillögur um breytingar á kerfinu á næstu mánuðum. Ef fyrirhugað frumvarp verður að lögum mun enginn sjúklingur þurfa að greiða meira en 120 þúsund krónur á ári fyrir læknismeðferð, burtséð frá umfangi hennar. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins fer fyrir nefndinni. Hann segir að lengi hafi legið fyrir að ráðast þurfi í breytingar á núverandi greiðsluþátttökukerfi sem sé allt of flókið. Búa verði til eitt kerfi fyrir alla, burtséð frá stétt og stöðu. „Þetta er í rauninni um 30-40 mismunandi greiðsluþátttökukerfi, sum með hámarki, önnur ekki. Kerfið er mjög illskiljanlegt og ekki nema örfáir menn sem skilja það til hlýtar,“ segir Pétur. En Pétur segir að það sé ekki eini hvatinn til þess að gera úrbætur. „Nei, vegna þess að það er ekkert hámark í núverandi kerfi þá er sumt fólk, sérstaklega langveikir, gigtarsjúklingar, sykursjúkir, krabbameinssjúklingar o.s.frv. að þeir geta verið að borga óhemju fé, mörg hundruð þúsund krónur á hverju ári og það er í raun ekki viðundandi.“ Nefndin sem Pétur fer fyrir var skipuð í fyrra og standa vonir til að hún skili af sér tillögum á næstunni. Beðið er eftir gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu sem verið sé að taka saman.„Lausnin að mínu mati felst í því að taka upp eitt kerfi sem tekur allan kostnað sama hvort það eru sjúkraflutningar, lyf, sérfræðingar, myndatökur eða rannsóknir að allur þessi kostnaður sé tekinn í eina heild og sett á það hámark.“„Hvað er hámarkið í þínum huga?“„Ef ég hefði þessi gögn sem koma í næstu viku þá gæti ég sagt þér það en ég hugsa að það sé svona um 120 þúsund krónur á ári, 10 þúsund krónur á mánuði.“ En ef fyrirhugaðar breytingar verða ekki fjármagnaðar með auknum framlögum úr ríkissjóði þýða þær að ef einhver þarf að borgar minna þarf annar að borga meira. „Þá munum væntanlega þurfa að greiða fyrsta kostnað að fullu og því finnst mér að það verði að nást um það samstaða í nefndinni og í þjóðfélaginu að við viljum taka á okkur þann kostnað fyrir mikið veika og langveika,“ segir Pétur Blöndal. Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Formaður nefndar um greiðsluþátttökukerfi sjúklinga vonast til að leggja fram róttækar tillögur um breytingar á kerfinu á næstu mánuðum. Ef fyrirhugað frumvarp verður að lögum mun enginn sjúklingur þurfa að greiða meira en 120 þúsund krónur á ári fyrir læknismeðferð, burtséð frá umfangi hennar. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins fer fyrir nefndinni. Hann segir að lengi hafi legið fyrir að ráðast þurfi í breytingar á núverandi greiðsluþátttökukerfi sem sé allt of flókið. Búa verði til eitt kerfi fyrir alla, burtséð frá stétt og stöðu. „Þetta er í rauninni um 30-40 mismunandi greiðsluþátttökukerfi, sum með hámarki, önnur ekki. Kerfið er mjög illskiljanlegt og ekki nema örfáir menn sem skilja það til hlýtar,“ segir Pétur. En Pétur segir að það sé ekki eini hvatinn til þess að gera úrbætur. „Nei, vegna þess að það er ekkert hámark í núverandi kerfi þá er sumt fólk, sérstaklega langveikir, gigtarsjúklingar, sykursjúkir, krabbameinssjúklingar o.s.frv. að þeir geta verið að borga óhemju fé, mörg hundruð þúsund krónur á hverju ári og það er í raun ekki viðundandi.“ Nefndin sem Pétur fer fyrir var skipuð í fyrra og standa vonir til að hún skili af sér tillögum á næstunni. Beðið er eftir gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu sem verið sé að taka saman.„Lausnin að mínu mati felst í því að taka upp eitt kerfi sem tekur allan kostnað sama hvort það eru sjúkraflutningar, lyf, sérfræðingar, myndatökur eða rannsóknir að allur þessi kostnaður sé tekinn í eina heild og sett á það hámark.“„Hvað er hámarkið í þínum huga?“„Ef ég hefði þessi gögn sem koma í næstu viku þá gæti ég sagt þér það en ég hugsa að það sé svona um 120 þúsund krónur á ári, 10 þúsund krónur á mánuði.“ En ef fyrirhugaðar breytingar verða ekki fjármagnaðar með auknum framlögum úr ríkissjóði þýða þær að ef einhver þarf að borgar minna þarf annar að borga meira. „Þá munum væntanlega þurfa að greiða fyrsta kostnað að fullu og því finnst mér að það verði að nást um það samstaða í nefndinni og í þjóðfélaginu að við viljum taka á okkur þann kostnað fyrir mikið veika og langveika,“ segir Pétur Blöndal.
Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira