Kvenfyrirlitning og klámkjaftur á ekki heima í Morfís Linda Blöndal skrifar 14. september 2014 13:25 Sólveig Rán er ritari Morfís. Til vinstri er sigurlið Verzló í keppninni árið 2013. Mynd/Stjórn Morfís/Sólveig Rán Stefánsdóttir „Við viljum koma í veg fyrir kvenfyrirlitningu, klámkjaft og annað slíkt sem á engan veginn heima í ræðukeppni framhaldsskóla,“ segir í tilkynningu frá nýrri stjórn Morfís sem hefur gert breytingar á starfsháttum og venjum ræðukeppninnar. Breytingarnar sem Morfís, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, munu taka eru tilkomnar vegna mála sem hafa komið upp í keppninni þar sem „orðspor MORFÍS bar skaða af,“ eins og segir í tilkynningu. Sett hefur verið í lög keppninnar að hægt er að vísa frá bæði keppendum og þjálfurum sem sýna óæskilega hegðun í keppni eða við undirbúning þeirra, komi kæra til stjórnar. „Eftir seinasta keppnisár fundum við okkur knúin til að setja þetta sérstaklega í lög,“ segir Sólveig Rán Stefánsdóttir, ritari í stjórn Morfís. „Þannig getum við tekið strax á þessum málum og fólk sjái að þetta er ekki í boði. Við erum þá aðallega að vísa til atviks í keppni MÍ og MA nú í vor, en það hafa verið fleiri tilvik sem hafa ekki verið tilkynnt.“Greint var frá því á sínum tíma að liðsmenn Menntaskólans á Ísafirði voru ásakaðir um grófa kvenfyrirlitni í garð keppenda Menntaskólans á Akureyri. Sólveig segir að þessum breytingum sé vel tekið. Markmiðið með þeim sé að reisa orðspor keppninnar við og liður í því er einnig að taka á óstundvísi. „Það hefur verið þannig að keppnir hafa verið að hefjast hálftíma eftir settan tíma og það þykir orðið eðlilegt,“ segir Sólveig. „Það þykir líka eðlilegt að dómarar mæti kortéri of seint og keppendur jafnvel ekki mættir þegar keppni á að hefjast. Þetta er náttúrulega ekki boðlegt keppendum og skólanum sem eru að hýsa keppnirnar.“ Þá má nefna að fyrsta sinn í um áratug er kvenkyns formaður og kynjahlutföllin jöfn miðað við keppendur. Þá eru í fyrsta skiptið tveir fulltrúar úr landsbyggðarskólum í stjórn Morfís. Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
„Við viljum koma í veg fyrir kvenfyrirlitningu, klámkjaft og annað slíkt sem á engan veginn heima í ræðukeppni framhaldsskóla,“ segir í tilkynningu frá nýrri stjórn Morfís sem hefur gert breytingar á starfsháttum og venjum ræðukeppninnar. Breytingarnar sem Morfís, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, munu taka eru tilkomnar vegna mála sem hafa komið upp í keppninni þar sem „orðspor MORFÍS bar skaða af,“ eins og segir í tilkynningu. Sett hefur verið í lög keppninnar að hægt er að vísa frá bæði keppendum og þjálfurum sem sýna óæskilega hegðun í keppni eða við undirbúning þeirra, komi kæra til stjórnar. „Eftir seinasta keppnisár fundum við okkur knúin til að setja þetta sérstaklega í lög,“ segir Sólveig Rán Stefánsdóttir, ritari í stjórn Morfís. „Þannig getum við tekið strax á þessum málum og fólk sjái að þetta er ekki í boði. Við erum þá aðallega að vísa til atviks í keppni MÍ og MA nú í vor, en það hafa verið fleiri tilvik sem hafa ekki verið tilkynnt.“Greint var frá því á sínum tíma að liðsmenn Menntaskólans á Ísafirði voru ásakaðir um grófa kvenfyrirlitni í garð keppenda Menntaskólans á Akureyri. Sólveig segir að þessum breytingum sé vel tekið. Markmiðið með þeim sé að reisa orðspor keppninnar við og liður í því er einnig að taka á óstundvísi. „Það hefur verið þannig að keppnir hafa verið að hefjast hálftíma eftir settan tíma og það þykir orðið eðlilegt,“ segir Sólveig. „Það þykir líka eðlilegt að dómarar mæti kortéri of seint og keppendur jafnvel ekki mættir þegar keppni á að hefjast. Þetta er náttúrulega ekki boðlegt keppendum og skólanum sem eru að hýsa keppnirnar.“ Þá má nefna að fyrsta sinn í um áratug er kvenkyns formaður og kynjahlutföllin jöfn miðað við keppendur. Þá eru í fyrsta skiptið tveir fulltrúar úr landsbyggðarskólum í stjórn Morfís.
Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira