Formúlu 1 keppnir 2015

Tímabilið mun hefjast í Ástralíu. Keppnin þar fer fram 15. mars. Síðasta keppni tímabilsins verður í Abú Dabí þann 29. nóvember. Tímabilið verður því ögn lengra en undanfarin ár. Í ár er síðasta keppnin 23. nóvember.
Fyrri hluti tímabilsins verður mjög sambærilegur fyrri hluta núverandi tímabils. Mexíkóska keppnin hefur ekki verið haldin síðan 1992 og mun verða viku á eftir keppninni í Bandaríkjunum.
Keppnisdagatal Formúlu 1 2015:
15.mars - Ástralía
29.mars - Malasía
5.apríl - Barein
19.apríl - Kína
10.maí - Spánn
24.maí - Mónakó
7.júní - Kanada
21.júní - Austurríki
5.júlí - Bretland
19.júlí - Þýskaland
26.júlí - Ungverjaland
23.ágúst - Belgía
6.september - Ítalía
20.september - Singapúr
27.september - Japan
11.október - Rússland
25.október - Bandaríkin
1.nóvember - Mexíkó
15.nóvember - Brasilía
29.nóvember - Abú Dabí
Allar dagsetningarnar miða við sunnudag, daginn sem keppnin sjálf fer fram. Í raun hefst keppnishelgin á föstudegium þar á undan með æfingum.
Þriggja vikna sumarfrí verður á milli keppninnar í Ungverjalandi og keppninnar í Belgíu, líkt og í ár.
Tengdar fréttir

Endurhæfing Schumacher færð á heimili hans
Talskona Michael Schumacher staðfesti í dag að Schumacher hefði verið fluttur af spítalanum í Lausanne á heimili sitt þar sem endurhæfingin mun halda áfram.

Lewis Hamilton vann á Monza
Lewis Hamilton vann ítalska kappaksturinn eftir að hafa ræst á ráspól en tapað forystunni í ræsingu. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, Nico Rosberg varð annar eftir óheppileg mistök. Felipe Massa á Williams átti rólegan dag en náði í þriðja sætið.

Luca di Montezemolo hættir hjá Ferrari
Luca di Mintezemolo hefur sjálfur staðfest að hann ætli að láta af störfum sem forseti Ferrari í næsta mánuði, eftir tveggja áratuga starf.

FIA bannar frammistöðuskilaboð
FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið hefur ákveðið að banna öll frammistöðutengd skilaboð í talstöðvum liðanna til ökumanna. Bannið mun taka gildi fyrir keppnina í Singapore, næstu helgi.

Alonso verður áfram hjá Ferrari
Þrátt fyrir mikinn áhuga frá McLaren þá hefur Fernando Alonso ákveðið að keyra áfram fyrir Ferrari.

Renault og Ferrari vilja aflétta breytingabanni
Líkt og Ferrari gaf út fyrir skömmu, vill Renault nú einnig aflétta svokölluðu vélafrosti. Breytingabann er á keppnisvélum Formúlu 1 liða yfir tímabilið, nema að allir vélaframleiðendur samþykki að aflétta því.

Ferrari efast um að hægt verði að ná Mercedes 2015
Ferrari liðið hyggst mæta með fullkomlega endurhannaðan bíl til leiks 2015 en efast um að það dugi til að ná Mercedes. Gæði Mercedes vélarinnar séu of mikil til að hægt sé að snúa taflinu við í einu stökki.

Bílskúrinn: Málamyndun hjá Mercedes á Monza?
Eftir spennandi keppni þar sem mikið var um fallegan fram úr akstur og lítið um óhöpp er margt sem er þess virði að skoða nánar.