Þorbjörn um Óla Stef: Ekki heppilegasti tíminn Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2014 13:51 Þorbjörn Jensson gerðist tímabundið aðstoðarþjálfari Vals fyrir tveimur árum. vísir/valli Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals í Olís-deild karla í handbolta, hefur fengið tímabundið leyfi frá störfum eins og greint var frá fyrr í dag.Óskar Bjarni Óskarsson, sem stýrði Val til Íslandsmeistaratitils árið 2007, og Jón Kristjánsson, margfaldur Íslandsmeistari sem leikmaður liðsins, stýra liðinu fram að áramótum þegar Ólafur á að snúa aftur.Þorbjörn Jensson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, tekur brátt við formannsstöðunni hjá handknattleiksdeild Vals, en hann vildi í samtali við Vísi ekki gangast við því að þetta væru skrítnar kringumstæður. „Ég lít ekki á þetta þannig. Eins og segir í fréttatilkynningunni þá þarf Óli að snúa sér að því að byggja upp sitt fyrirtæki,“ segir Þorbjörn. „Við sem erum í kringum boltann hjá Val sáum að við gátum leyst þetta á farsælan hátt með Óskari Bjarna og Jóni fyrst hann var á lausu. Þetta hefði vissulega verið erfiðara ef við hefðum ekki haft mann eins og Jón í takinu.“ „Flest lið eru búin að ráða þjálfara og þannig allir búnir að festa sig. Þetta var bara frábært tækifæri til að gefa Óla þetta frí. Við erum nú allir miklir fagmenn sem vinnum að þessu í kringum Val og töldum okkur geta leyst þetta vel.“ Þorbjörn er þrautreyndur þjálfari, en hann gerði Val margsinnis að Íslandsmeisturum og þá stýrði hann íslenska landsliðinu í fimmta sæti á HM í Kumamoto árið 1997. Aðspurður út frá þjálfunarfræðunum hvort þetta sé góður kostur segir Þorbjörn: „Ég get alveg viðurkennt að þetta er ekki heppilegasti tíminn, en það má alltaf að segja að það sé óheppilegt þegar það þarf að gera eitthvað svona. Þetta eru bara aðstæðurnar sem við stóðum frammi fyrir.“ Þorbjörn segir að Ólafur stefni að því að koma aftur um áramótin, en er einhver varaáætlun ef Ólafur biður um lengra frí? „Við áváðum bara að taka á þessum hlutum núna. Nú líða þessir mánuðir fram að áramótum og Óli verður auðvitað alltaf til staðar. Hann er ekki að fara neitt. Ég er alveg slakur yfir þessu. Við tökum bara nýja ákvörðun þegar að henni kemur,“ segir Þorbjörn Jensson. Olís-deild karla Tengdar fréttir Valsmenn án Óla Stef til áramóta Fyrsti leikur Valsmanna í Olís-deildinni er gegn ÍR á fimmtudaginn í næstu viku. 12. september 2014 13:18 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals í Olís-deild karla í handbolta, hefur fengið tímabundið leyfi frá störfum eins og greint var frá fyrr í dag.Óskar Bjarni Óskarsson, sem stýrði Val til Íslandsmeistaratitils árið 2007, og Jón Kristjánsson, margfaldur Íslandsmeistari sem leikmaður liðsins, stýra liðinu fram að áramótum þegar Ólafur á að snúa aftur.Þorbjörn Jensson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, tekur brátt við formannsstöðunni hjá handknattleiksdeild Vals, en hann vildi í samtali við Vísi ekki gangast við því að þetta væru skrítnar kringumstæður. „Ég lít ekki á þetta þannig. Eins og segir í fréttatilkynningunni þá þarf Óli að snúa sér að því að byggja upp sitt fyrirtæki,“ segir Þorbjörn. „Við sem erum í kringum boltann hjá Val sáum að við gátum leyst þetta á farsælan hátt með Óskari Bjarna og Jóni fyrst hann var á lausu. Þetta hefði vissulega verið erfiðara ef við hefðum ekki haft mann eins og Jón í takinu.“ „Flest lið eru búin að ráða þjálfara og þannig allir búnir að festa sig. Þetta var bara frábært tækifæri til að gefa Óla þetta frí. Við erum nú allir miklir fagmenn sem vinnum að þessu í kringum Val og töldum okkur geta leyst þetta vel.“ Þorbjörn er þrautreyndur þjálfari, en hann gerði Val margsinnis að Íslandsmeisturum og þá stýrði hann íslenska landsliðinu í fimmta sæti á HM í Kumamoto árið 1997. Aðspurður út frá þjálfunarfræðunum hvort þetta sé góður kostur segir Þorbjörn: „Ég get alveg viðurkennt að þetta er ekki heppilegasti tíminn, en það má alltaf að segja að það sé óheppilegt þegar það þarf að gera eitthvað svona. Þetta eru bara aðstæðurnar sem við stóðum frammi fyrir.“ Þorbjörn segir að Ólafur stefni að því að koma aftur um áramótin, en er einhver varaáætlun ef Ólafur biður um lengra frí? „Við áváðum bara að taka á þessum hlutum núna. Nú líða þessir mánuðir fram að áramótum og Óli verður auðvitað alltaf til staðar. Hann er ekki að fara neitt. Ég er alveg slakur yfir þessu. Við tökum bara nýja ákvörðun þegar að henni kemur,“ segir Þorbjörn Jensson.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Valsmenn án Óla Stef til áramóta Fyrsti leikur Valsmanna í Olís-deildinni er gegn ÍR á fimmtudaginn í næstu viku. 12. september 2014 13:18 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Valsmenn án Óla Stef til áramóta Fyrsti leikur Valsmanna í Olís-deildinni er gegn ÍR á fimmtudaginn í næstu viku. 12. september 2014 13:18