Sigurvegari Reykjavíkurmaraþonsins sakaður um svindl Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. september 2014 15:45 Úr Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Vísir/Stefán Pétur Sturla Bjarnason, sem hafnaði í öðru sæti í Íslandsmótinu í maraþonhlaupi, sem fer fram samhliða Reykjavíkurmaraþoninu, kærði úrslitin í karlaflokki til yfirdómnefndar. Hann telur sig hafa undir höndum gögn sem sýna að sigurvegari hlaupsins, Arnar Pétursson, hafi svindlað í hlaupinu. Þetta kemur fram í nýjustu útgáfu Kjarnans. Pétur bendir á að Arnar hafi notast við svokallaða „héra“ á meðan hlaupinu stóð. Var um að ræða tvo hjólareiðakappa sem hvöttu hann áfram í hlaupinu ásamt því að stýra hraðanum og brjóta vind fyrir hlaupara sem á eftir honum koma. Yfirdómnefndin tók kæruna fyrir þar sem viðurkennt var að hjólreiðamenn hefðu fylgt Arnari eftir þrjá fjórðu af hlaupinu. Hins vegar var málinu vísað frá þar sem ósannað þótti að Arnar hefði notið aðstoðar hjólreiðamannanna. Þó yrði fylgst betur með hlaupurum á næsta ári. Í 10. grein reglnanna segir:Hlaupabrautin er eingöngu ætluð keppendum. Ekki er heimilt að fylgja hlaupurum gangandi, hlaupandi, á hjóli eða öðrum farartækjum (undanþága fyrir fylgdarmenn fatlaðra). Það er á ábyrgð þátttakenda að vísa frá þeim sem vilja fylgja. Brot á ofangreindum reglum ógilda þátttökurétt í hlaupinu að því er segir í 18. grein. Arnar mætti ekki þegar yfirdómnefnd Reykjavíkurmaraþons tók málið fyrir en faðir hans, Pétur Hrafn Sigurðsson, mætti í hans stað. Talaði hann fyrir hönd sonar síns og fullyrti að kæran ætti ekki við rök að styðjast. Um hafi verið að ræða sig sjálfan og annan son sinn, bróður Arnars, sem fylgdust með honum til skemmtunar. Benti hann á að þeir hefðu ekki aðstoðað hann þótt að greinilegt væri að aðrir keppendur nýttu sér aðstoð á hjólum. Standa því úrslitin óhögguð en samkvæmt heimildum Kjarnans hefur Pétur Sturla ákveðið að áfrýjað úrskurðinum til dómstóls ÍSÍ þar sem Pétur gagnrýnir vinnubrögð dómnefndarinnar en ítarlega er fjallað um málið í Kjarnanum í dag. Íþróttir Tengdar fréttir Arnar og Tinna Íslandsmeistarar Bandaríkjamaðurinn Matthew Pelletier og hin breska Sarah Brown höfðu sigur í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í dag. 23. ágúst 2014 16:34 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Pétur Sturla Bjarnason, sem hafnaði í öðru sæti í Íslandsmótinu í maraþonhlaupi, sem fer fram samhliða Reykjavíkurmaraþoninu, kærði úrslitin í karlaflokki til yfirdómnefndar. Hann telur sig hafa undir höndum gögn sem sýna að sigurvegari hlaupsins, Arnar Pétursson, hafi svindlað í hlaupinu. Þetta kemur fram í nýjustu útgáfu Kjarnans. Pétur bendir á að Arnar hafi notast við svokallaða „héra“ á meðan hlaupinu stóð. Var um að ræða tvo hjólareiðakappa sem hvöttu hann áfram í hlaupinu ásamt því að stýra hraðanum og brjóta vind fyrir hlaupara sem á eftir honum koma. Yfirdómnefndin tók kæruna fyrir þar sem viðurkennt var að hjólreiðamenn hefðu fylgt Arnari eftir þrjá fjórðu af hlaupinu. Hins vegar var málinu vísað frá þar sem ósannað þótti að Arnar hefði notið aðstoðar hjólreiðamannanna. Þó yrði fylgst betur með hlaupurum á næsta ári. Í 10. grein reglnanna segir:Hlaupabrautin er eingöngu ætluð keppendum. Ekki er heimilt að fylgja hlaupurum gangandi, hlaupandi, á hjóli eða öðrum farartækjum (undanþága fyrir fylgdarmenn fatlaðra). Það er á ábyrgð þátttakenda að vísa frá þeim sem vilja fylgja. Brot á ofangreindum reglum ógilda þátttökurétt í hlaupinu að því er segir í 18. grein. Arnar mætti ekki þegar yfirdómnefnd Reykjavíkurmaraþons tók málið fyrir en faðir hans, Pétur Hrafn Sigurðsson, mætti í hans stað. Talaði hann fyrir hönd sonar síns og fullyrti að kæran ætti ekki við rök að styðjast. Um hafi verið að ræða sig sjálfan og annan son sinn, bróður Arnars, sem fylgdust með honum til skemmtunar. Benti hann á að þeir hefðu ekki aðstoðað hann þótt að greinilegt væri að aðrir keppendur nýttu sér aðstoð á hjólum. Standa því úrslitin óhögguð en samkvæmt heimildum Kjarnans hefur Pétur Sturla ákveðið að áfrýjað úrskurðinum til dómstóls ÍSÍ þar sem Pétur gagnrýnir vinnubrögð dómnefndarinnar en ítarlega er fjallað um málið í Kjarnanum í dag.
Íþróttir Tengdar fréttir Arnar og Tinna Íslandsmeistarar Bandaríkjamaðurinn Matthew Pelletier og hin breska Sarah Brown höfðu sigur í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í dag. 23. ágúst 2014 16:34 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Arnar og Tinna Íslandsmeistarar Bandaríkjamaðurinn Matthew Pelletier og hin breska Sarah Brown höfðu sigur í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í dag. 23. ágúst 2014 16:34