Segir frumvarpið boða nýjar og harðari áherslur Stefán Árni Pálsson skrifar 10. september 2014 15:48 Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. visir/styrmir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR stéttarfélags í almannaþjónustu, er meðal þeirra sem eru ekki hrifnir af því sem birtist fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í gær en þar koma fram helstu áherslur stjórnarinnar fyrir næsta ár. „Hér er augljóslega á ferðinni frumvarp sem boðar nýjar og harðari áherslur. Litla manninum og þeim sem minna mega sín er hér hreinlega ýtt til hliðar m.a. með niðurskurði til Vinnumálastofnunar og ekki síst með hækkunum á virðisaukaskatti á mat- og nauðsynjavöru,“ segir Árni Stefán Jónsson í tilkynningu frá SFR. Árni segir breytingar á virðisaukakerfinu í þá veru að hækka lægra þrepið úr 7% í 12% vera alvarleg tíðindi. „Þetta þýðir umtalsverða hækkun á matvöru og nauðsynjavörum. Lækkun efra þrepsins um rúmt % nær ekki að jafna það og heldur ekki lækkun á vörugjaldi. Mér sýnist forgangsröðin minna óþægilega mikið á árin á undan hruninu. Nauðsynjar hækka umtalsvert og það sem í raun gerist er að þeir efnaminnstu borga meira en lækkun á ísskápum og hljómflutningsgræjum kemur þeim ekki til góða. Þessar áherslur eru sannarlega ekki vænlegar sem innlegg inn í næstu kjarasamningsviðræður, en eins og fólk man þá eru flest félög með stutta samninga sem verða lausir snemma næsta vor.“ „Þá veldur niðurskurður á fjármunum til stofnana okkur einnig áhyggjum,“ segir Árni. Hann segir augljóst að miðað við þetta fjárlagafrumvarp megi búast við þó nokkrum uppsögnum hjá Umboðsmanni skuldara, Sérstökum saksóknara og Vinnumálastofnum. „Við vissum að einhver niðurskurður yrði í ljósi verkefnastöðu en þetta er stærra en við áttum von á. Þá undrar það mig að Skattrannsóknarstjóri skuli einnig vera í þessum hópi, en þar virðist eiga að skera mikið niður. Þetta finnst mér undarlegt í ljósi umræðu um skattsvik og undanskot og þær áherslur undanfarinna missera að reyna að ná sem best utan um þau mál.“ Að lokum segir Árni það með ólíkindum að enn og aftur skuli lagt fram fjárlagafrumvarp þar sem hvergi er gerð tilraun til þess að greiða niður skuldir ríkisins til ríkisstarfsmanna. „Þetta verður að teljast forkastanlegt að ríkið víki sér undan ábyrgð sinni á skuldbindingum sínum til lífeyrissjóða ríkisstarfsmanna með þessum hætti.“ Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Árni Stefán Jónsson, formaður SFR stéttarfélags í almannaþjónustu, er meðal þeirra sem eru ekki hrifnir af því sem birtist fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í gær en þar koma fram helstu áherslur stjórnarinnar fyrir næsta ár. „Hér er augljóslega á ferðinni frumvarp sem boðar nýjar og harðari áherslur. Litla manninum og þeim sem minna mega sín er hér hreinlega ýtt til hliðar m.a. með niðurskurði til Vinnumálastofnunar og ekki síst með hækkunum á virðisaukaskatti á mat- og nauðsynjavöru,“ segir Árni Stefán Jónsson í tilkynningu frá SFR. Árni segir breytingar á virðisaukakerfinu í þá veru að hækka lægra þrepið úr 7% í 12% vera alvarleg tíðindi. „Þetta þýðir umtalsverða hækkun á matvöru og nauðsynjavörum. Lækkun efra þrepsins um rúmt % nær ekki að jafna það og heldur ekki lækkun á vörugjaldi. Mér sýnist forgangsröðin minna óþægilega mikið á árin á undan hruninu. Nauðsynjar hækka umtalsvert og það sem í raun gerist er að þeir efnaminnstu borga meira en lækkun á ísskápum og hljómflutningsgræjum kemur þeim ekki til góða. Þessar áherslur eru sannarlega ekki vænlegar sem innlegg inn í næstu kjarasamningsviðræður, en eins og fólk man þá eru flest félög með stutta samninga sem verða lausir snemma næsta vor.“ „Þá veldur niðurskurður á fjármunum til stofnana okkur einnig áhyggjum,“ segir Árni. Hann segir augljóst að miðað við þetta fjárlagafrumvarp megi búast við þó nokkrum uppsögnum hjá Umboðsmanni skuldara, Sérstökum saksóknara og Vinnumálastofnum. „Við vissum að einhver niðurskurður yrði í ljósi verkefnastöðu en þetta er stærra en við áttum von á. Þá undrar það mig að Skattrannsóknarstjóri skuli einnig vera í þessum hópi, en þar virðist eiga að skera mikið niður. Þetta finnst mér undarlegt í ljósi umræðu um skattsvik og undanskot og þær áherslur undanfarinna missera að reyna að ná sem best utan um þau mál.“ Að lokum segir Árni það með ólíkindum að enn og aftur skuli lagt fram fjárlagafrumvarp þar sem hvergi er gerð tilraun til þess að greiða niður skuldir ríkisins til ríkisstarfsmanna. „Þetta verður að teljast forkastanlegt að ríkið víki sér undan ábyrgð sinni á skuldbindingum sínum til lífeyrissjóða ríkisstarfsmanna með þessum hætti.“
Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira