„Ráðstöfunartekjur munu hækka um hálft prósent“ Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2014 08:53 Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, ræddu fjárlagafrumvarpið í Bítinu í Bylgjunni í morgun. Oddný segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með breytinguna á virðisaukaskatts kerfinu. „Stóra myndin er þó í takt við það sem þessi ríkisstjórn hefur markað. Við sáum það í fjárlagafrumvarpinu 2014. Svigrúmið þar var nýtt fyrir þá sem hafa það best og það sama gerist í þessu.“ Hún segist hafa talað fyrir endurskoðun virðisaukaskattskerfisins, að fækka þyrfti undanþágum. Að of lítið skref hafi verið tekið í þá áttina og í raun væri varla hægt að tala um endurskoðun. „Síðan er matur hækkaður undir því yfirskyni að verið sé að einfalda kerfið.“ Hún bendir á að í frumvarpinu segir að virðisaukakerfi sé ekki góð leið til að ná fram jöfnuði og því sé þessi breyting gerð. Þó sé ekkert sagt til um aðrar leiðir til að auka jöfnuð. „Það er mjög mikilvægt að horfa á heildarmyndina. Það verður að horfa á þá sem að minnst hafa. Þeir auðvitað spyrja sig hvort þeir eigi að kaupa sjónvarp eða þvottavél og nota það sem þeir græða á því til að kaupa í matinn. Þetta gengur ekki upp,“ segir Oddný. „Ég skil ekki alveg þessa umræðu og þessar fullyrðingar um að þessi ríkisstjórn hafi fyrst og fremst hjálpað þeim sem hafi meira á milli handanna,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir að ef áherslur fjárlagafrumvarpsins og í því síðasta hafi verið að hjálpa þeim sem hafi það best, því hafi tíu milljarðar verið settir í heilbrigðismálin og sjö milljarðar í almannatryggingar, fyrir elli- og örorkulífeyrisþega. Guðlaugur sagði AGS og OECD hafa sagt að virðisaukaskattur væri ekki góð leið til að ná fram jöfnuði. Hann segir að nú sé verið að taka út hin alræmdu vörugjöld, sem fylgt hafi miklar flækjur í gegnum tíðina. „Í heildina, liggur það fyrir að ráðstöfunartekjur heimilana munu aukast við þessar breytingar, um fjögur þúsund milljónir króna. Ráðstöfunartekjur munu hækka um hálft prósent miðað við allar þessar breytingar. Þetta er ekki bara afnám vörugjaldsins, eða lækkun á hæsta virðisaukastigi. Þetta er líka hækkun á lægra þrepinu og sömuleiðis er bætt í barnabæturnar.“ Umræðunni var þó ekki lokið hér, en hægt er að hlusta á þau Oddný og Guðlaug hér að ofan. Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, ræddu fjárlagafrumvarpið í Bítinu í Bylgjunni í morgun. Oddný segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með breytinguna á virðisaukaskatts kerfinu. „Stóra myndin er þó í takt við það sem þessi ríkisstjórn hefur markað. Við sáum það í fjárlagafrumvarpinu 2014. Svigrúmið þar var nýtt fyrir þá sem hafa það best og það sama gerist í þessu.“ Hún segist hafa talað fyrir endurskoðun virðisaukaskattskerfisins, að fækka þyrfti undanþágum. Að of lítið skref hafi verið tekið í þá áttina og í raun væri varla hægt að tala um endurskoðun. „Síðan er matur hækkaður undir því yfirskyni að verið sé að einfalda kerfið.“ Hún bendir á að í frumvarpinu segir að virðisaukakerfi sé ekki góð leið til að ná fram jöfnuði og því sé þessi breyting gerð. Þó sé ekkert sagt til um aðrar leiðir til að auka jöfnuð. „Það er mjög mikilvægt að horfa á heildarmyndina. Það verður að horfa á þá sem að minnst hafa. Þeir auðvitað spyrja sig hvort þeir eigi að kaupa sjónvarp eða þvottavél og nota það sem þeir græða á því til að kaupa í matinn. Þetta gengur ekki upp,“ segir Oddný. „Ég skil ekki alveg þessa umræðu og þessar fullyrðingar um að þessi ríkisstjórn hafi fyrst og fremst hjálpað þeim sem hafi meira á milli handanna,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir að ef áherslur fjárlagafrumvarpsins og í því síðasta hafi verið að hjálpa þeim sem hafi það best, því hafi tíu milljarðar verið settir í heilbrigðismálin og sjö milljarðar í almannatryggingar, fyrir elli- og örorkulífeyrisþega. Guðlaugur sagði AGS og OECD hafa sagt að virðisaukaskattur væri ekki góð leið til að ná fram jöfnuði. Hann segir að nú sé verið að taka út hin alræmdu vörugjöld, sem fylgt hafi miklar flækjur í gegnum tíðina. „Í heildina, liggur það fyrir að ráðstöfunartekjur heimilana munu aukast við þessar breytingar, um fjögur þúsund milljónir króna. Ráðstöfunartekjur munu hækka um hálft prósent miðað við allar þessar breytingar. Þetta er ekki bara afnám vörugjaldsins, eða lækkun á hæsta virðisaukastigi. Þetta er líka hækkun á lægra þrepinu og sömuleiðis er bætt í barnabæturnar.“ Umræðunni var þó ekki lokið hér, en hægt er að hlusta á þau Oddný og Guðlaug hér að ofan.
Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira