Dreymir ekki um Vegas Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. september 2014 07:00 Gunnar Nelson undirbýr sig fyrir bardagann gegn Rick Story í Stokkhólmi. Vísir/Getty „Þessi strákur er hrikalega fær og klár alls staðar. Hann getur meira og minna gert allt,“ segir Gunnar Nelson um næsta andstæðing sinn, Rick Story. Þeir munu berjast í Stokkhólmi þann 4. október næstkomandi en bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Það er ný kynslóð að koma upp í UFC og ég er ekki viss um að Story sé hluti af þeirri kynslóð. Hann er hluti af gömlu kynslóðinni,“ segir okkar maður brattur en ætlar Gunnar að sópa honum út af landakorti UFC í Globe-höllinni? „Þetta er duglegur strákur. Sterkur, góður og hættulegur. Ég get alls ekki litið á hann sem auðveldan andstæðing en ég tel hann vera gamaldags þó svo hann sé mjög harður,“ segir Gunnar en hvar setur hann Story á styrkleikalista yfir þá gaura sem hann hefur keppt við áður? „Ég spái voðalega lítið í það. Það kemur bara í ljós þegar ég kem í hringinn. Þá sé ég hversu erfiður hann reynist mér. Hann gæti hafa reynst öllum gríðarlega erfiður en síðan reynist hann mér ekkert erfiður, nú eða öfugt.“ Story er gríðarlega reyndur kappi. Hann hefur til að mynda náð að leggja núverandi meistara í veltivigtinni – Johny Hendricks. „Það er eina alvöru tapið hjá Hendricks að mínu mati. Hann tapaði líka fyrir George St. Pierre en að mínu mati var sigurinn tekinn af honum þar. Rick Story er því sá eini sem hefur unnið Hendricks þó svo það hafi verið nokkuð jafn bardagi.“Dreymir ekki um Vegas Það bíða margir eftir því að Gunnar reyni sig á stóra sviðinu í Las Vegas en sjálfur gengur Gunnar ekki með neinn Vegas-draum í maganum. „Það skiptir engu máli hvar maður berst. Það er ekkert betra að berjast í Bandaríkjunum en í Evrópu. Það er örugglega mjög gaman samt að koma til Vegas og berjast þar. Það er aukaatriði fyrir mér og ég sé líka kosti í því að þurfa að ferðast stutt,“ segir Gunnar og bætir við: „Þetta er auðvitað amerískt fyrirbæri en UFC er að teygja sig út um allan heim þannig að það þarf ekki að fara þangað til að ná árangri. Það gæti samt alveg verið gaman að prófa það einhvern tíma. Auðvitað eru betri tekjumöguleikar þar en það er ekki ofarlega á forgangslistanum mínum að fara þangað. Ég veit samt að það mun gerast í náinni framtíð og ég verð þá opinn fyrir því.“Gunnar er á hraðri leið upp metorðastigann í UFC-heiminum.Vísir/GettyRick er algjör nagli Eftir sigur Gunnars á Zak Cummings í Dublin setti hann pressu á forseta UFC, Dana White, að fá næst mann á topp tíu listanum. White varð ekki við þeirri ósk en er Gunnar fúll yfir því? „Nei, alls ekki. Rick er af flestum álitinn toppbardagamaður og þó svo hann sé ekki á topp tíu í dag þá er þetta gaur sem hefur verið þarna og er algjör nagli. Þegar menn eru komnir í þennan styrkleikaflokk þá er maður alltaf að berjast við hörkugaura. Ég held ég eigi eftir að berjast við þá flesta hvort eð er. Í hvaða röð ég geri það skiptir ekki endilega öllu máli.“ Okkar maður segir að íþróttin sé í stöðugri þróun og þeir sem séu að koma upp núna séu betri en þeir sem fyrir eru. „Það koma alltaf upp nýjar kynslóðir. Íþróttin er á gríðarlegu flugi og er tiltölulega nýtt sport þó svo þetta sé kannski elsta íþrótt heims. Maðurinn hefur alltaf verið að tuskast,“ segir Gunnar og glottir við tönn. „Það er ekki beint fullt af nýjungum í þessu. Þetta er nú voðalega einfalt allt saman en tilfinningin sem maður hefur fyrir því að vera í hringnum á móti öðrum er að verða mun meiri en áður. Upp eru að koma menn sem eru svo miklu betri en þeir sem áður voru þar,“ segir Gunnar, en að hvaða leyti eru þeir öðru vísi? „Þessi kynslóð getur gert allt og hefur þann eiginleika að geta komið á óvart. Menn eru farnir að læra að halda pressu betur og einnig hvernig þeir stýra orku andstæðingsins. Það þarf kannski að gera ótrúlega einfaldan hlut til þess að vinna bardaga en að gera hann rétt og á réttum tíma er allt annað mál. Þú verður að þekkja framhald hreyfinga. Hvernig þú tæmir orku andstæðingsins smám saman og svo verða menn að vita hvenær þeir geta farið alla leið og klárað bardagann. Menn verða að hafa tilfinningu fyrir þessu. Þessi nýja kynslóð er miklu þróaðri en gamla kynslóðin.“Finnur ekki fyrir pressu Stjarna Gunnars er farin að skína skært í UFC-heiminum og í Stokkhólmi verður hann í fyrsta skipti stærsta stjarnan. Aðalnúmerið í aðalbardaganum. Finnur hann fyrir meiri pressu nú en áður? „Ég finn engan mun. Fyrir mér er þetta bara að fara inn í búrið eins og alltaf að mæta einhverjum gæja sem ég hef ekki mætt áður,“ segir Gunnar yfirvegaður en viðurkennir að auðvitað sé það mikil upphefð að vera orðinn aðalnúmerið á stóru UFC-kvöldi. „Það er frábært og gefur mér mikið. Auðvitað er ég mjög ánægður og þakklátur fyrir að vera kominn á þann stað sem ég er nú kominn á. Ég vil vera að vinna mig upp og það er í gangi. Því betur sem gengur, því meira uppsker maður.“ Gunnar er kominn heim og verður hér næstu daga eftir góðan tíma í æfingabúðum í Dublin. „Ég er búinn að vera á Írlandi í mánuð og undirbúningur hefur verið frekar hefðbundinn hjá mér. Ég er búinn að vera með strákunum Conor [McGregor], Cathal [Pendred] og fleirum. Þetta hafa verið helvíti góðar æfingabúðir,“ segir Gunnar kátur en honum líður alltaf vel með vinum sínum úti. „Við æfum saman nokkra daga í viku og síðan er maður svolítið frjáls. Ég er í æfingasalnum allan daginn að æfa mig. Það er frábært að fá líka að vera frjáls og gera sitt. Það skiptir sköpum fyrir mig.“ Eins og Gunnar segir hefur hann venju samkvæmt æft mikið með Conor McGregor undir handleiðslu Johns Kavanagh. Þeir hafa aftur á móti verið fjarverandi síðustu vikuna þar sem McGregor er að berjast í Las Vegas um helgina. MMA Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira
„Þessi strákur er hrikalega fær og klár alls staðar. Hann getur meira og minna gert allt,“ segir Gunnar Nelson um næsta andstæðing sinn, Rick Story. Þeir munu berjast í Stokkhólmi þann 4. október næstkomandi en bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Það er ný kynslóð að koma upp í UFC og ég er ekki viss um að Story sé hluti af þeirri kynslóð. Hann er hluti af gömlu kynslóðinni,“ segir okkar maður brattur en ætlar Gunnar að sópa honum út af landakorti UFC í Globe-höllinni? „Þetta er duglegur strákur. Sterkur, góður og hættulegur. Ég get alls ekki litið á hann sem auðveldan andstæðing en ég tel hann vera gamaldags þó svo hann sé mjög harður,“ segir Gunnar en hvar setur hann Story á styrkleikalista yfir þá gaura sem hann hefur keppt við áður? „Ég spái voðalega lítið í það. Það kemur bara í ljós þegar ég kem í hringinn. Þá sé ég hversu erfiður hann reynist mér. Hann gæti hafa reynst öllum gríðarlega erfiður en síðan reynist hann mér ekkert erfiður, nú eða öfugt.“ Story er gríðarlega reyndur kappi. Hann hefur til að mynda náð að leggja núverandi meistara í veltivigtinni – Johny Hendricks. „Það er eina alvöru tapið hjá Hendricks að mínu mati. Hann tapaði líka fyrir George St. Pierre en að mínu mati var sigurinn tekinn af honum þar. Rick Story er því sá eini sem hefur unnið Hendricks þó svo það hafi verið nokkuð jafn bardagi.“Dreymir ekki um Vegas Það bíða margir eftir því að Gunnar reyni sig á stóra sviðinu í Las Vegas en sjálfur gengur Gunnar ekki með neinn Vegas-draum í maganum. „Það skiptir engu máli hvar maður berst. Það er ekkert betra að berjast í Bandaríkjunum en í Evrópu. Það er örugglega mjög gaman samt að koma til Vegas og berjast þar. Það er aukaatriði fyrir mér og ég sé líka kosti í því að þurfa að ferðast stutt,“ segir Gunnar og bætir við: „Þetta er auðvitað amerískt fyrirbæri en UFC er að teygja sig út um allan heim þannig að það þarf ekki að fara þangað til að ná árangri. Það gæti samt alveg verið gaman að prófa það einhvern tíma. Auðvitað eru betri tekjumöguleikar þar en það er ekki ofarlega á forgangslistanum mínum að fara þangað. Ég veit samt að það mun gerast í náinni framtíð og ég verð þá opinn fyrir því.“Gunnar er á hraðri leið upp metorðastigann í UFC-heiminum.Vísir/GettyRick er algjör nagli Eftir sigur Gunnars á Zak Cummings í Dublin setti hann pressu á forseta UFC, Dana White, að fá næst mann á topp tíu listanum. White varð ekki við þeirri ósk en er Gunnar fúll yfir því? „Nei, alls ekki. Rick er af flestum álitinn toppbardagamaður og þó svo hann sé ekki á topp tíu í dag þá er þetta gaur sem hefur verið þarna og er algjör nagli. Þegar menn eru komnir í þennan styrkleikaflokk þá er maður alltaf að berjast við hörkugaura. Ég held ég eigi eftir að berjast við þá flesta hvort eð er. Í hvaða röð ég geri það skiptir ekki endilega öllu máli.“ Okkar maður segir að íþróttin sé í stöðugri þróun og þeir sem séu að koma upp núna séu betri en þeir sem fyrir eru. „Það koma alltaf upp nýjar kynslóðir. Íþróttin er á gríðarlegu flugi og er tiltölulega nýtt sport þó svo þetta sé kannski elsta íþrótt heims. Maðurinn hefur alltaf verið að tuskast,“ segir Gunnar og glottir við tönn. „Það er ekki beint fullt af nýjungum í þessu. Þetta er nú voðalega einfalt allt saman en tilfinningin sem maður hefur fyrir því að vera í hringnum á móti öðrum er að verða mun meiri en áður. Upp eru að koma menn sem eru svo miklu betri en þeir sem áður voru þar,“ segir Gunnar, en að hvaða leyti eru þeir öðru vísi? „Þessi kynslóð getur gert allt og hefur þann eiginleika að geta komið á óvart. Menn eru farnir að læra að halda pressu betur og einnig hvernig þeir stýra orku andstæðingsins. Það þarf kannski að gera ótrúlega einfaldan hlut til þess að vinna bardaga en að gera hann rétt og á réttum tíma er allt annað mál. Þú verður að þekkja framhald hreyfinga. Hvernig þú tæmir orku andstæðingsins smám saman og svo verða menn að vita hvenær þeir geta farið alla leið og klárað bardagann. Menn verða að hafa tilfinningu fyrir þessu. Þessi nýja kynslóð er miklu þróaðri en gamla kynslóðin.“Finnur ekki fyrir pressu Stjarna Gunnars er farin að skína skært í UFC-heiminum og í Stokkhólmi verður hann í fyrsta skipti stærsta stjarnan. Aðalnúmerið í aðalbardaganum. Finnur hann fyrir meiri pressu nú en áður? „Ég finn engan mun. Fyrir mér er þetta bara að fara inn í búrið eins og alltaf að mæta einhverjum gæja sem ég hef ekki mætt áður,“ segir Gunnar yfirvegaður en viðurkennir að auðvitað sé það mikil upphefð að vera orðinn aðalnúmerið á stóru UFC-kvöldi. „Það er frábært og gefur mér mikið. Auðvitað er ég mjög ánægður og þakklátur fyrir að vera kominn á þann stað sem ég er nú kominn á. Ég vil vera að vinna mig upp og það er í gangi. Því betur sem gengur, því meira uppsker maður.“ Gunnar er kominn heim og verður hér næstu daga eftir góðan tíma í æfingabúðum í Dublin. „Ég er búinn að vera á Írlandi í mánuð og undirbúningur hefur verið frekar hefðbundinn hjá mér. Ég er búinn að vera með strákunum Conor [McGregor], Cathal [Pendred] og fleirum. Þetta hafa verið helvíti góðar æfingabúðir,“ segir Gunnar kátur en honum líður alltaf vel með vinum sínum úti. „Við æfum saman nokkra daga í viku og síðan er maður svolítið frjáls. Ég er í æfingasalnum allan daginn að æfa mig. Það er frábært að fá líka að vera frjáls og gera sitt. Það skiptir sköpum fyrir mig.“ Eins og Gunnar segir hefur hann venju samkvæmt æft mikið með Conor McGregor undir handleiðslu Johns Kavanagh. Þeir hafa aftur á móti verið fjarverandi síðustu vikuna þar sem McGregor er að berjast í Las Vegas um helgina.
MMA Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira