UFC 178: Cat Zingano snýr aftur eftir erfiðasta tímabil lífs síns Óskar Örn Árnason skrifar 25. september 2014 15:00 Cat Zingano sigraði Miesha Tate eftir tæknilegt rothögg í fyrra. Vísir/Getty UFC 178 fer fram á laugardagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimm frábærir bardagar eru á dagskrá en þar á meðal er viðureign Cat Zingano og Amanda Nunes. Zingano snýr aftur í búrið á laugardaginn eftir erfiðustu 17 mánuði lífs hennar. Í sínum fyrsta bardaga í UFC sigraði hún Miesha Tate á tæknilegu rothöggi í bardaga sem var valinn bardagi kvöldsins. Þrátt fyrir stuttan feril var Zingano lofað bardaga við meistarann, Rondu Rousey. Hún átti að þjálfa andspænis henni í The Ultimate Fighter þegar allt fór úrskeiðis. Fljótlega eftir bardagann kom í ljós að hún þyrfti að fara í skurðaðgerð á báðum hnjám og hafa þau meiðsli haldið henni frá keppni í 17 mánuði. Cat Zingano fékk ekki að þjálfa The Ultimate Fighter gegn Rondu Rousey vegna meiðslanna og tók Miesha Tate hennar stað. Þarna missti Zingano af miklu tækifæri enda fá þjálfarar The Ultimate Fighter mikla athygli. Það reyndist lítið áfall miðað við það sem koma skyldi. Þann 13. janúar framdi eiginmaður hennar, Mauricio Zingano, sjálfsmorð. Mauricio var ekki bara eiginmaður hennar heldur einnig yfirþjálfari hennar og sá sem kynnti henni fyrir brasilísku jiu-jitsu í upphafi. Hann hafði ætíð fylgt henni í bardaga og verður bardaginn á laugardaginn fyrsti bardagi hennar án Mauricio.Þrátt fyrir alla erfiðleikana er Cat Zingano mætt til leiks aftur. Zingano mætir Amanda Nunes sem hefur sigrað sína fyrstu tvo bardaga í UFC með rothöggi í fyrstu lotu. Með sigri fær Zingano titilbardagann sem henni var lofað fyrir meiðslin gegn núverandi bantamvigtarmeistara kvenna, Rondu Rousey. Takist henni að sigra nú á laugardaginn verður það að teljast ótrúlegt afrek eftir verstu 17 mánuði í lífi hennar. Nánar má lesa um Zingano á vef MMA Frétta hér. UFC 178 bardagakvöldið hefst kl 2 aðfaranótt sunnudags á Stöð 2 Sport. Titilbardagi í fluguvigt - Demetrious Johnson gegn Chris Cariaso Léttvigt: Donald Cerrone gegn Eddie Alvarez Fjaðurvigt: Conor McGregor gegn Dustin Poirier Millivigt: Tim Kennedy gegn Yoel Romero Bantamvigt kvenna: Cat Zingano gegn Amanda Nunes MMA Tengdar fréttir Conor fer hamförum í Vegas: Siver er dvergvaxinn sterahaus Vinur Gunnars Nelson berst í Las Vegas á laugardaginn og er gjörsamlega að fara á kostum í viðtölum. 22. september 2014 22:30 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira
UFC 178 fer fram á laugardagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimm frábærir bardagar eru á dagskrá en þar á meðal er viðureign Cat Zingano og Amanda Nunes. Zingano snýr aftur í búrið á laugardaginn eftir erfiðustu 17 mánuði lífs hennar. Í sínum fyrsta bardaga í UFC sigraði hún Miesha Tate á tæknilegu rothöggi í bardaga sem var valinn bardagi kvöldsins. Þrátt fyrir stuttan feril var Zingano lofað bardaga við meistarann, Rondu Rousey. Hún átti að þjálfa andspænis henni í The Ultimate Fighter þegar allt fór úrskeiðis. Fljótlega eftir bardagann kom í ljós að hún þyrfti að fara í skurðaðgerð á báðum hnjám og hafa þau meiðsli haldið henni frá keppni í 17 mánuði. Cat Zingano fékk ekki að þjálfa The Ultimate Fighter gegn Rondu Rousey vegna meiðslanna og tók Miesha Tate hennar stað. Þarna missti Zingano af miklu tækifæri enda fá þjálfarar The Ultimate Fighter mikla athygli. Það reyndist lítið áfall miðað við það sem koma skyldi. Þann 13. janúar framdi eiginmaður hennar, Mauricio Zingano, sjálfsmorð. Mauricio var ekki bara eiginmaður hennar heldur einnig yfirþjálfari hennar og sá sem kynnti henni fyrir brasilísku jiu-jitsu í upphafi. Hann hafði ætíð fylgt henni í bardaga og verður bardaginn á laugardaginn fyrsti bardagi hennar án Mauricio.Þrátt fyrir alla erfiðleikana er Cat Zingano mætt til leiks aftur. Zingano mætir Amanda Nunes sem hefur sigrað sína fyrstu tvo bardaga í UFC með rothöggi í fyrstu lotu. Með sigri fær Zingano titilbardagann sem henni var lofað fyrir meiðslin gegn núverandi bantamvigtarmeistara kvenna, Rondu Rousey. Takist henni að sigra nú á laugardaginn verður það að teljast ótrúlegt afrek eftir verstu 17 mánuði í lífi hennar. Nánar má lesa um Zingano á vef MMA Frétta hér. UFC 178 bardagakvöldið hefst kl 2 aðfaranótt sunnudags á Stöð 2 Sport. Titilbardagi í fluguvigt - Demetrious Johnson gegn Chris Cariaso Léttvigt: Donald Cerrone gegn Eddie Alvarez Fjaðurvigt: Conor McGregor gegn Dustin Poirier Millivigt: Tim Kennedy gegn Yoel Romero Bantamvigt kvenna: Cat Zingano gegn Amanda Nunes
MMA Tengdar fréttir Conor fer hamförum í Vegas: Siver er dvergvaxinn sterahaus Vinur Gunnars Nelson berst í Las Vegas á laugardaginn og er gjörsamlega að fara á kostum í viðtölum. 22. september 2014 22:30 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira
Conor fer hamförum í Vegas: Siver er dvergvaxinn sterahaus Vinur Gunnars Nelson berst í Las Vegas á laugardaginn og er gjörsamlega að fara á kostum í viðtölum. 22. september 2014 22:30