SOS neyðaraðstoð vegna ebólu Stefán Árni Pálsson skrifar 9. október 2014 15:29 visir/afp Samkvæmt BBC hafa að minnsta kosti 3.700 börn misst báða foreldra sína úr ebólu. Oftar en ekki er þessum börnum hafnað af stórfjölskyldu sinni vegna ótta við ebólusmit. Ástandið varð til þess að SOS Barnaþorpin ákváðu að auka við aðstoð sína á svæðinu en samtökin hafa starfað í Gíneu síðan árið 1989, Líberíu síðan árið 1981 og Síerra Leóne síðan árið 1974. Nú þegar hafa SOS Barnaþorpin útvegað matarbirgðir og önnur hjálpargögn vegna ebólufaraldursins. Þá hafa samtökin veitt 163 munaðarlausum eða yfirgefnum börnum aðstoð. Samtökin eru nú í viðræðum við yfirvöld landanna þriggja um næstu skref, þ.e. að koma þessum börnum í viðeigandi úrræði. Þá eru SOS heilsugæslustöðvar starfandi í löndunum þremur. Allar sinna þær fólki sem er smitað af ebólu. SOS heilsugæslan í Monróvíu er til að mynda eina heilsugæslan á svæðinu sem opin er allan sólarhringinn. „Ebólan heldur áfram að herja á Vestur-Afríku,“ segir Richard Pichler alþjóðaframkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna og bætir við: „Munaðarlausum börnum fjölgar stöðugt. Faraldurinn hefur gríðarlega slæm efnahagsleg, félagsleg og sálfræðileg áhrif og við munum halda áfram að finna fyrir þeim áhrifum næstu árin. Við verðum að búa okkur undir að enn fleiri börn verði munaðarlaus og ákveða hvernig við ætlum að mæta þeirri neyð.“ Fram til þessa hefur ebóla einkum greinst í Gíneu, Síerra Leóne og Líberíu en einnig í öðrum löndum. Til þessa hafa tæplega 6 þúsund einstaklingar greinst með ebólu og um helmingur þeirra látist. Ekkert barn sem býr í SOS Barnaþorpi hefur smitast af ebólu. Hins vegar lést SOS móðir í Líberíu úr ebólu, ásamt einum hjúkrunarfræðingi á SOS heilsugæslustöð og einum SOS kennara, einnig staðsett í Líberíu. Miklar varúðarráðstafanir eru í þorpunum og allt gert til að hindra smit. Þá eru nokkrir SOS skólar og leikskólar í löndunum lokaðir vegna ástandsins. 102 Íslendingar eru að styrkja börn í níu SOS Barnaþorpum í löndunum þremur. Þar af eru 31 að styrkja barn í Gíneu, 46 í Síerra Leóne og 25 í Líberíu. Hægt er að leggja neyðaraðstoðinni lið með því að hringja í númerið 907-1001 (1.000 krónur) eða 907-1002 (2.000 krónur). Einnig er hægt að leggja inn á reikning 334-26-52075, kt. 500289-2529 með tilvísuninni „ebóla“. Ebóla Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Samkvæmt BBC hafa að minnsta kosti 3.700 börn misst báða foreldra sína úr ebólu. Oftar en ekki er þessum börnum hafnað af stórfjölskyldu sinni vegna ótta við ebólusmit. Ástandið varð til þess að SOS Barnaþorpin ákváðu að auka við aðstoð sína á svæðinu en samtökin hafa starfað í Gíneu síðan árið 1989, Líberíu síðan árið 1981 og Síerra Leóne síðan árið 1974. Nú þegar hafa SOS Barnaþorpin útvegað matarbirgðir og önnur hjálpargögn vegna ebólufaraldursins. Þá hafa samtökin veitt 163 munaðarlausum eða yfirgefnum börnum aðstoð. Samtökin eru nú í viðræðum við yfirvöld landanna þriggja um næstu skref, þ.e. að koma þessum börnum í viðeigandi úrræði. Þá eru SOS heilsugæslustöðvar starfandi í löndunum þremur. Allar sinna þær fólki sem er smitað af ebólu. SOS heilsugæslan í Monróvíu er til að mynda eina heilsugæslan á svæðinu sem opin er allan sólarhringinn. „Ebólan heldur áfram að herja á Vestur-Afríku,“ segir Richard Pichler alþjóðaframkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna og bætir við: „Munaðarlausum börnum fjölgar stöðugt. Faraldurinn hefur gríðarlega slæm efnahagsleg, félagsleg og sálfræðileg áhrif og við munum halda áfram að finna fyrir þeim áhrifum næstu árin. Við verðum að búa okkur undir að enn fleiri börn verði munaðarlaus og ákveða hvernig við ætlum að mæta þeirri neyð.“ Fram til þessa hefur ebóla einkum greinst í Gíneu, Síerra Leóne og Líberíu en einnig í öðrum löndum. Til þessa hafa tæplega 6 þúsund einstaklingar greinst með ebólu og um helmingur þeirra látist. Ekkert barn sem býr í SOS Barnaþorpi hefur smitast af ebólu. Hins vegar lést SOS móðir í Líberíu úr ebólu, ásamt einum hjúkrunarfræðingi á SOS heilsugæslustöð og einum SOS kennara, einnig staðsett í Líberíu. Miklar varúðarráðstafanir eru í þorpunum og allt gert til að hindra smit. Þá eru nokkrir SOS skólar og leikskólar í löndunum lokaðir vegna ástandsins. 102 Íslendingar eru að styrkja börn í níu SOS Barnaþorpum í löndunum þremur. Þar af eru 31 að styrkja barn í Gíneu, 46 í Síerra Leóne og 25 í Líberíu. Hægt er að leggja neyðaraðstoðinni lið með því að hringja í númerið 907-1001 (1.000 krónur) eða 907-1002 (2.000 krónur). Einnig er hægt að leggja inn á reikning 334-26-52075, kt. 500289-2529 með tilvísuninni „ebóla“.
Ebóla Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira