Innlent

Viðurkenna að orðalagið eigi sér ekki stoð í lögunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/rósa
Öryrkjabandalagið leitaði til umboðsmanns Alþingis fyrir hönd þroskaskertrar konu um þrítugt vegna úrskurðar Úrskurðarnefndar almannatrygginga sem staðfesti ákvörðun Tryggingastofnunar um að konan ætti rétt til örorkulífeyris frá þeim tíma sem hún sótti um en ekki líka tvö ár aftur í tímann eins og lögin heimila.

Nú hefur Tryggingarstofnun sett tilkynningu inn á vef stofnunarinnar þar sem hún svarar umræddum málaflokki.

Þar segir að Tryggingastofnun greiði bætur í allt að tvö ár aftur í tímann ef réttur viðkomandi er ótvíræður, enda hafi verið sótt um afturvirkar greiðslur.

„Á undanförnum árum hefur verið nokkur óvissa um túlkun ákvæðis laga um afturvirkar greiðslur örorkulífeyris og hefur Úrskurðarnefnd almannatrygginga ýmist staðfesti þá framkvæmd Tryggingastofnunar að um undanþáguákvæði væri að ræða eða ekki. Af þessum sökum hefur framkvæmd Tryggingastofnunar verið breytt og er nú eins og að framan greinir.“

Í tilkynningunni kemur fram að ábending Umboðsmanns Alþingis að orðalagið „sérstakar aðstæður“ eigi sér ekki stoð í lögunum sé réttmæt.

„Munum við þegar bregðast við þeirri ábendingu og lagfæra texta bréfanna. Synjunin á afturvirkum greiðslum örorkulífeyris byggist enda ekki á því hvort um „sérstakar aðstæður“ sé að ræða heldur því hvort skilyrði mats á örorku séu uppfyllt.“

Tryggingarstofnun biðlar til fólks að ef það telji að einhver réttur hafi verið á sér brotinn vegna synjunar á afturvirkum greiðslum er bent á að hægt er að óska endurupptöku á málinu hjá stofnuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×