Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við Vísi.
„Það lentu þarna tvær rútur með um 40 farþega í vandræðum. Mikil hálka á svæðinu og mjög hvasst. Einhverjir fleiri bílar, minni bílar voru að lenda í sömu vandræðum. Björgunarsveitir fóru sitt hvoru megin upp á heiðina og fluttu alla sem voru í rútunum niður í Staðarskála og núna er verið að koma þeim fyrir í gistingu.“
Hann tekur fram að báðar rúturnar hafi verið skildar eftir á heiðinni en einnig neyddust nokkrir á smærri fólksbílum til að skilja þá eftir.
„Þarna var glæra hálka og mjög hvasst. Sló upp í 35 metra á sekúndu í hviðum. Ekki stætt fyrir björgunarfólk nema á mannbroddum. Það fylgdi fólki úr rútunum og inn í björgunarsveitarbíla og síðan selflutt niður í Staðarskála.“
Lögreglan á Norðurlandi vestra biðlar til fólks að fylgjast vel veðurspám og vef Vegagerðarinnar.