Allar líkur eru á því að Bjarni Guðjónsson sé að hætta sem þjálfari Fram. Þetta segir útfararstjórinn Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram.
„Við funduðum í morgun og það liggur nú á borðinu að það þurfi að taka ákvörðun,“ segir Sverrir. „Það er ekkert hundrað prósent en það bendir allt til þess að það verði breyting.“
Bjarni tók við Fram fyrir tímabilið eftir að hafa lagt skóna á hilluna síðastliðið haust. Hann gerði tveggja ára samning við félagið en hefur að undanförnu verið orðaður við KR, sitt gamla félag.
„Það er þó ekkert ákveðið í þessum efnum og við vorum bara að ræða stöðuna. Auðvitað voru það líka vonbrigði fyrir Bjarna að falla og hann þarf að hugsa um sinn feril líka. Maður vill Bjarna bara það besta,“ segir Sverrir.
„Hann fer í upptöku á Messunni [á Stöð 2 Sport] á eftir og við ætlum að ræða saman eftir það.“
Íslenski boltinn
Útfararstjórinn ræðir við Bjarna eftir Messu
Tengdar fréttir
Jóhannes Karl farinn frá Fram
Aðilar komust að samkomulagi um riftun samningsins í gær.
Flóttinn úr Safamýri: „Það er enginn skjálfti í okkur“
"Ég gerði þetta öðruvísi þegar ég var sjálfur leikmaður,“ segir Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram.
Framarar vilja að Bjarni haldi áfram
Snorri Már Skúlason, formaður meistaraflokksráðs Fram, segir gagnkvæman vilja þjálfara og stjórnar knattspyrnudeildar að Bjarni Guðjónsson verði áfram þjálfari liðsins.
Bjarni: Tek ekki þessa ákvörðun einn
Bjarni Guðjónsson fundar með stjórn Fram í dag, en hann hefur áhuga á að halda áfram í Safamýrinni.