Aron Einar: Farnir að venjast fullum Laugardalsvelli Anton Ingi Leifsson skrifar 12. október 2014 15:30 Aron ásamt landsliðsþjálfaranum. Vísir/Vilhelm Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að leikmenn liðsins séu allir á jörðinni þrátt fyrir góða byrjun í undankeppni EM 2016. „Við setjum gífurlega pressu á okkur sjálfir. Við setjum stefnuna á að gera betur en í síðustu undakeppni," sagði Aron Einar við Vísi á Hotel Nordica í dag. „Í síðustu undankeppni var leikur númer tvö ekki nægilega góður, en í þessari undankeppni var hann góður. Það er bæting og vonandi náum við að bæta okkur áfram sem landslið." Aron Einar segir að menn séu skiljanlega ánægðir með að vera ekki búnir að fá á sig mark í þessari undankeppni og segir að það sé bæting frá síðustu undakeppni. „Það gerðist ekkert mjög oft í síðustu keppni þannig að við getum verið sáttir með það hvernig sú bæting hefur verið." „Það er alltaf jákvætt að halda hreinu og við erum með sterka leikmenn fram á við, sem koma til með að skora." „Við erum tilbúnir í leikinn. Það er kannski smá þreyta í löppunum á mannskapnum, en menn eru búnir að reyna endurheimta og koma sér í skikkanlegt form fyrir leikinn á morgun." Aðspurður hvort markastíflan væri brostin hjá Aroni svaraði hann léttur í lund: „Ég veit það nú ekki. Ég átti ekkert að vera inní í þessari aukaspyrnu. Ég er ekki mikið settur fram í föst leikatriði þannig ég ákvað bara fara sjálfur til þess að hleypa Gylfa útaf." „Ég er ekkert að pæla í þessu. Mín staða í landsliðinu er aðeins öðruvísi en að vera skora eitthver mörk. Ég á meira að halda stöðu og hreinsa upp fyrir hina sem eru sækja." Fyrirliðinn er ánægður með að völlurinn sé byrjaður að fyllast leik eftir leik. „Það hefur alltaf verið jafn gaman að spila fyrir fullan Laugardalsvöll. Við erum farnir að venjast því." „Það gefur okkur alltaf extra að við fáum fullan stuðning og að völlurinn sé ekki að fyllast útaf annað liðið er með skærar stjörnur heldur áhorfendurnir eru komnir til að horfa á okkur." „Við lögðum upp með að fá alla með okkur í þetta og það er að virka, en við þurfum að halda dampi og halda áfram að sanka inn stigum." „Við erum búnir að vinna tvo leiki og markatalan 6-0, en við erum ekki komnir með neitt í hendurnar. Við eigum eftir að mæta virkilega sterkum liðum, þannig menn halda sér á jörðinni og einblína á næsta leik sem er gegn Hollandi á morgun," sagði skeggjaður fyrirliðinn að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að leikmenn liðsins séu allir á jörðinni þrátt fyrir góða byrjun í undankeppni EM 2016. „Við setjum gífurlega pressu á okkur sjálfir. Við setjum stefnuna á að gera betur en í síðustu undakeppni," sagði Aron Einar við Vísi á Hotel Nordica í dag. „Í síðustu undankeppni var leikur númer tvö ekki nægilega góður, en í þessari undankeppni var hann góður. Það er bæting og vonandi náum við að bæta okkur áfram sem landslið." Aron Einar segir að menn séu skiljanlega ánægðir með að vera ekki búnir að fá á sig mark í þessari undankeppni og segir að það sé bæting frá síðustu undakeppni. „Það gerðist ekkert mjög oft í síðustu keppni þannig að við getum verið sáttir með það hvernig sú bæting hefur verið." „Það er alltaf jákvætt að halda hreinu og við erum með sterka leikmenn fram á við, sem koma til með að skora." „Við erum tilbúnir í leikinn. Það er kannski smá þreyta í löppunum á mannskapnum, en menn eru búnir að reyna endurheimta og koma sér í skikkanlegt form fyrir leikinn á morgun." Aðspurður hvort markastíflan væri brostin hjá Aroni svaraði hann léttur í lund: „Ég veit það nú ekki. Ég átti ekkert að vera inní í þessari aukaspyrnu. Ég er ekki mikið settur fram í föst leikatriði þannig ég ákvað bara fara sjálfur til þess að hleypa Gylfa útaf." „Ég er ekkert að pæla í þessu. Mín staða í landsliðinu er aðeins öðruvísi en að vera skora eitthver mörk. Ég á meira að halda stöðu og hreinsa upp fyrir hina sem eru sækja." Fyrirliðinn er ánægður með að völlurinn sé byrjaður að fyllast leik eftir leik. „Það hefur alltaf verið jafn gaman að spila fyrir fullan Laugardalsvöll. Við erum farnir að venjast því." „Það gefur okkur alltaf extra að við fáum fullan stuðning og að völlurinn sé ekki að fyllast útaf annað liðið er með skærar stjörnur heldur áhorfendurnir eru komnir til að horfa á okkur." „Við lögðum upp með að fá alla með okkur í þetta og það er að virka, en við þurfum að halda dampi og halda áfram að sanka inn stigum." „Við erum búnir að vinna tvo leiki og markatalan 6-0, en við erum ekki komnir með neitt í hendurnar. Við eigum eftir að mæta virkilega sterkum liðum, þannig menn halda sér á jörðinni og einblína á næsta leik sem er gegn Hollandi á morgun," sagði skeggjaður fyrirliðinn að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki