Tólf löggur með byssu á veitingastað Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 25. október 2014 00:01 „Þegar ég sný mér við þá sé ég bara mann með byssu,“ segir Ágúst Georg Csillag, 22ja ára Hafnfirðingur þegar hann lýsir deginum sem hann var handtekinn, á veitingastað í Haslev í Danmörku, í september árið 2012. Hann hafði þá búið í Danmörku um tíma, móðir hans á Íslandi taldi hann vera þar við heiðarlega vinnu, en annað kom á daginn. Eftir handtökuna var Ágúst ákærður fyrir að hafa árið 2011 tekið þátt í að skipuleggja og smygla ekki minna en 27 kílóum af amfetamíni frá Hollandi til Danmerkur, og aftur árið 2012 en þá nærri 22 kílóum af amfetamíni. Auk þess var hann ákærður fyrir að hafa um 2000 e töflur í fórum sínum. Síðastliðið haust var hann svo dæmdur, ásamt fleiri Íslendingum, í 10 ára fangelsi og gerður brottrækur frá Danmörku. Í öðrum þætti Bresta, nýjum heimildaþætti fréttastofu Stöðvar 2, kynnumst við lífi Ágústar á Litla-Hrauni. Teymi frá Brestum fylgdi Ágústi eftir nánast hvert fótmál, frá sjö að morgni þar til klefanum var læst klukkan tíu að kvöldi. Og við spyrjum: Er afplánun á Hrauninu, betrun eða refsing?Lífið á Litla-Hrauni í 2. þætti Bresta, mánudagskvöldið 27. október kl. 20:35. Umsjónarmenn Bresta eru Lóa Pind Aldísardóttir, Kjartan Hreinn Njálsson og Þórhildur Þorkelsdóttir. Myndatökumaður er Björn Ófeigsson og Gaukur Úlfarsson leikstjóri.Leiðrétting 27. október: Í þessari frétt stóð upprunalega að þetta væri sennilega í fyrsta sinn sem sýnt væri frá Litla-Hrauni í sjónvarpi á þennan hátt. Bent hefur verið á að þetta er ekki rétt. Fréttaskýringaþátturinn Kompás fékk einnig að taka upp í fangelsinu árið 2006. Brestir Tengdar fréttir Fimm dauðsföll vegna MDMA Hægt er að rekja dauðsföll fimm íslenskra ungmenna til eiturlyfsins MDMA frá aldamótum, en efnið er vinsælt í íslensku skemmtanalífi um þessar mundir. Rúmlega hundrað sjúklingar lögðust inn á Vog vegna MDMA-fíknar á síðasta ári. 21. október 2014 18:42 Snýr við blaðinu á Litla-Hrauni Ágúst Csillag er rúmlega tvítugur, glaðlyndur ungur maður sem býr á Litla-Hrauni, 820 Eyrarbakka. 22. október 2014 13:56 Flytja inn vökva og framleiða MDMA Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur undanfarið lagt hald á tæki og efni sem hafa verið notuð við framleiðslu eiturlyfsins MDMA. Helst er um að ræða sérstakar töflugerðarvélar sem notaðar eru til að setja MDMA-duft í töfluform. 21. október 2014 07:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Þegar ég sný mér við þá sé ég bara mann með byssu,“ segir Ágúst Georg Csillag, 22ja ára Hafnfirðingur þegar hann lýsir deginum sem hann var handtekinn, á veitingastað í Haslev í Danmörku, í september árið 2012. Hann hafði þá búið í Danmörku um tíma, móðir hans á Íslandi taldi hann vera þar við heiðarlega vinnu, en annað kom á daginn. Eftir handtökuna var Ágúst ákærður fyrir að hafa árið 2011 tekið þátt í að skipuleggja og smygla ekki minna en 27 kílóum af amfetamíni frá Hollandi til Danmerkur, og aftur árið 2012 en þá nærri 22 kílóum af amfetamíni. Auk þess var hann ákærður fyrir að hafa um 2000 e töflur í fórum sínum. Síðastliðið haust var hann svo dæmdur, ásamt fleiri Íslendingum, í 10 ára fangelsi og gerður brottrækur frá Danmörku. Í öðrum þætti Bresta, nýjum heimildaþætti fréttastofu Stöðvar 2, kynnumst við lífi Ágústar á Litla-Hrauni. Teymi frá Brestum fylgdi Ágústi eftir nánast hvert fótmál, frá sjö að morgni þar til klefanum var læst klukkan tíu að kvöldi. Og við spyrjum: Er afplánun á Hrauninu, betrun eða refsing?Lífið á Litla-Hrauni í 2. þætti Bresta, mánudagskvöldið 27. október kl. 20:35. Umsjónarmenn Bresta eru Lóa Pind Aldísardóttir, Kjartan Hreinn Njálsson og Þórhildur Þorkelsdóttir. Myndatökumaður er Björn Ófeigsson og Gaukur Úlfarsson leikstjóri.Leiðrétting 27. október: Í þessari frétt stóð upprunalega að þetta væri sennilega í fyrsta sinn sem sýnt væri frá Litla-Hrauni í sjónvarpi á þennan hátt. Bent hefur verið á að þetta er ekki rétt. Fréttaskýringaþátturinn Kompás fékk einnig að taka upp í fangelsinu árið 2006.
Brestir Tengdar fréttir Fimm dauðsföll vegna MDMA Hægt er að rekja dauðsföll fimm íslenskra ungmenna til eiturlyfsins MDMA frá aldamótum, en efnið er vinsælt í íslensku skemmtanalífi um þessar mundir. Rúmlega hundrað sjúklingar lögðust inn á Vog vegna MDMA-fíknar á síðasta ári. 21. október 2014 18:42 Snýr við blaðinu á Litla-Hrauni Ágúst Csillag er rúmlega tvítugur, glaðlyndur ungur maður sem býr á Litla-Hrauni, 820 Eyrarbakka. 22. október 2014 13:56 Flytja inn vökva og framleiða MDMA Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur undanfarið lagt hald á tæki og efni sem hafa verið notuð við framleiðslu eiturlyfsins MDMA. Helst er um að ræða sérstakar töflugerðarvélar sem notaðar eru til að setja MDMA-duft í töfluform. 21. október 2014 07:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Fimm dauðsföll vegna MDMA Hægt er að rekja dauðsföll fimm íslenskra ungmenna til eiturlyfsins MDMA frá aldamótum, en efnið er vinsælt í íslensku skemmtanalífi um þessar mundir. Rúmlega hundrað sjúklingar lögðust inn á Vog vegna MDMA-fíknar á síðasta ári. 21. október 2014 18:42
Snýr við blaðinu á Litla-Hrauni Ágúst Csillag er rúmlega tvítugur, glaðlyndur ungur maður sem býr á Litla-Hrauni, 820 Eyrarbakka. 22. október 2014 13:56
Flytja inn vökva og framleiða MDMA Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur undanfarið lagt hald á tæki og efni sem hafa verið notuð við framleiðslu eiturlyfsins MDMA. Helst er um að ræða sérstakar töflugerðarvélar sem notaðar eru til að setja MDMA-duft í töfluform. 21. október 2014 07:00