Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 20-25 | Nielsen reyndist gömlu félögunum erfiður Ingvi Þór Sæmundsson í Safamýri skrifar 23. október 2014 15:36 Vísir/Andri Marinó Valur lyfti sér upp í þriðja sæti Olís-deildar karla með fimm marka sigri, 20-25, á Fram í Safamýrinni í kvöld. Eins og svo oft áður í vetur voru Framarar í vandræðum í sóknarleiknum í kvöld. Allir örvhentu leikmenn liðsins eru meiddir og sem eðlilegt er kemur það niður á flæðinu í sókninni. Í liði Vals er hins vegar öflug örvhent skytta, Geir Guðmundsson, sem spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og skoraði sjö mörk úr níu skotum. Hinn danski Stephen Nielsen reyndist sínum gömlu félögum einnig erfiður, en hann varði 10 skot í fyrri hálfleik. Valsmenn náðu fljótlega forystunni, en eftir tíu mínútna leik var staðan 2-5 og eftir 20 mínútur var munurinn kominn upp í sex mörk, 4-10. Gestirnir voru duglegir að keyra fram í hraðaupphlaup og þá áttu Framarar engin svör við Geir sem skoraði hvert markið á fætur öðru. Valsmenn náðu sjö marka forystu í tvígang, en heimamenn enduðu fyrri hálfleikinn betur og náðu að minnka muninn í fjögur mörk fyrir leikhlé. Þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan, 11-15. Safamýrarpiltar komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik. Vörnin var þétt með Arnar Frey Arnarsson í broddi fylkingar og sóknarleikurinn gekk betur. Framarar skoruðu fjögur af fimm fyrstu mörkum seinni hálfleiks og náðu að minnka muninn í eitt mark, 15-16. Þá tóku Valsmenn við sér og náðu þriggja marka forystu, 16-19, en Framarar neituðu að gefast upp og minnkuðu muninn aftur í eitt mark, 19-20, þegar tíu mínútur lifðu leiks. En þá sýndu Valsmenn hvers þeir eru megnuir. Þeir skoruðu tvö hraðaupphlaupsmörk í röð og náðu aftur þriggja marka forystu sem þeir létu ekki af hendi. Þegar uppi var staðið var munurinn fimm mörk, 20-25. Geir og Nielsen stóðu sem áður sagði upp úr liði Vals. Sá fyrrnefndi var mjög ógnandi í sóknarleiknum og skoraði alls tíu mörk úr 16 skotum og sá síðarnefndi var magnaður í markinu og varði yfir 20 skot, mörg hver úr góðum færum. Í heildina voru fleiri sem báru byrðarnar í liði Vals, en mikið mæddi á útilínunni hjá Fram sem átti misjafnan leik. Stefán Darri Þórsson og Sigurður Örn Þorsteinsson voru markahæstir í liði Fram með fimm mörk hvor, en skotnýting þeirra var ekki góð og ákvarðanatakan á köflum slök. Þá er vert að geta Kristófers Fannars Guðmundssonar sem átti ágætan leik og varði 15 skot í marki Fram.Guðlaugur: Sýndum úr hverju við erum gerðir Þrátt fyrir tap gegn Val á heimavelli í kvöld var Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, sáttur með sína menn. „Ég var ofboðslega ánægður með 50 mínútur af þessum leik. Við lentum aðeins undir í fyrri hálfleik, en komum til baka. Varnarleikurinn í seinni hálfleik var mjög góður, sem og sóknarleikurinn. „En á síðustu tíu mínútunum slúttuðum við illa og okkur var refsað fyrir það. Valsmenn eru líklega með besta seinni bylgju liðið í deildinni í dag og það má ekki slútta svona illa á móti þeim. „En ég er engu að síður stoltur af strákunum í kvöld,“ sagði Guðlaugur sem tók undir með blaðamanni að það hafi verið ákveðinn vendipunktur í leiknum hversu illa Fram nýtti sér það að vera einum fleiri þegar um sex mínútur voru eftir af leiknum. Staðan á þeim tímapunkti var 19-22, en Framarar klúðruðu þremur sóknum í röð og töpuðu leiknum að lokum með fimm mörkum, 20-25. „Það lýsti okkur svolítið þessar síðustu tíu mínútur. Við vorum einum fleiri og gátum nýtt það betur. Við komum okkur í færi til að fá eitthvað út úr leiknum og ef við hefðum klárað þau hefðum við klárað leikinn. Stephen (Nielsen, markvörður Vals) félagi minn reyndist okkur erfiður,“ sagði Guðlaugur sem sá nóg af jákvæðum hlutum þrátt fyrir tapið. „Ég var mjög ánægður með varnarleikinn í seinni hálfleik og í raun öllum leiknum. Við vorum í smá vandræðum með Geir (Guðmundsson) í byrjun leiks þar sem hann var að hitta vel, en heilt yfir var ég ánægður. Við sýndum á löngum köflum í leiknum úr hverju við erum gerðir,“ sagði Guðlaugur að lokum, en Fram er með fjögur stig í 9. sæti deildarinnar.Jón: Vorum einhæfir sóknarlega Jón Kristjánsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn á Fram í kvöld, en sagði að Valsliðið gæti þó spilað betur en það gerði í kvöld. „Ég er þokkalega sáttur. Vörnin og markvarslan var góð, en sóknarlega vorum við ekki upp á okkar besta. Geir var í góðu formi, en sóknin hikstaði svolítið hjá okkur. „Heilt yfir vorum við svolítið einhæfir sóknarlega og boltinn gekk ekki nógu vel hjá okkur,“ sagði Jón sem var að vonum ánægður með Stephen Nielsen, markvörð Vals, sem varði yfir 20 skot gegn sínum gömlu félögum í kvöld. „Stephen var frábær í markinu og tók það sem við vildum að hann tæki og gott betur en það.“ Með sigrinum komust Valsmenn upp í 3. sæti deildarinnar, en liðið hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum eftir erfiða byrjun. Jón kveðst nokkuð sáttur með uppskeruna hingað til. „Við erum á ágætis stað í sjálfu sér og þetta er svona nokkurn veginn eins og við vildum hafa þetta. Við vildum kannski vera með aðeins fleiri stig, en engu að síður erum við hægt og rólega að slípast saman,“ sagði Jón að endingu. Olís-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Valur lyfti sér upp í þriðja sæti Olís-deildar karla með fimm marka sigri, 20-25, á Fram í Safamýrinni í kvöld. Eins og svo oft áður í vetur voru Framarar í vandræðum í sóknarleiknum í kvöld. Allir örvhentu leikmenn liðsins eru meiddir og sem eðlilegt er kemur það niður á flæðinu í sókninni. Í liði Vals er hins vegar öflug örvhent skytta, Geir Guðmundsson, sem spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og skoraði sjö mörk úr níu skotum. Hinn danski Stephen Nielsen reyndist sínum gömlu félögum einnig erfiður, en hann varði 10 skot í fyrri hálfleik. Valsmenn náðu fljótlega forystunni, en eftir tíu mínútna leik var staðan 2-5 og eftir 20 mínútur var munurinn kominn upp í sex mörk, 4-10. Gestirnir voru duglegir að keyra fram í hraðaupphlaup og þá áttu Framarar engin svör við Geir sem skoraði hvert markið á fætur öðru. Valsmenn náðu sjö marka forystu í tvígang, en heimamenn enduðu fyrri hálfleikinn betur og náðu að minnka muninn í fjögur mörk fyrir leikhlé. Þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan, 11-15. Safamýrarpiltar komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik. Vörnin var þétt með Arnar Frey Arnarsson í broddi fylkingar og sóknarleikurinn gekk betur. Framarar skoruðu fjögur af fimm fyrstu mörkum seinni hálfleiks og náðu að minnka muninn í eitt mark, 15-16. Þá tóku Valsmenn við sér og náðu þriggja marka forystu, 16-19, en Framarar neituðu að gefast upp og minnkuðu muninn aftur í eitt mark, 19-20, þegar tíu mínútur lifðu leiks. En þá sýndu Valsmenn hvers þeir eru megnuir. Þeir skoruðu tvö hraðaupphlaupsmörk í röð og náðu aftur þriggja marka forystu sem þeir létu ekki af hendi. Þegar uppi var staðið var munurinn fimm mörk, 20-25. Geir og Nielsen stóðu sem áður sagði upp úr liði Vals. Sá fyrrnefndi var mjög ógnandi í sóknarleiknum og skoraði alls tíu mörk úr 16 skotum og sá síðarnefndi var magnaður í markinu og varði yfir 20 skot, mörg hver úr góðum færum. Í heildina voru fleiri sem báru byrðarnar í liði Vals, en mikið mæddi á útilínunni hjá Fram sem átti misjafnan leik. Stefán Darri Þórsson og Sigurður Örn Þorsteinsson voru markahæstir í liði Fram með fimm mörk hvor, en skotnýting þeirra var ekki góð og ákvarðanatakan á köflum slök. Þá er vert að geta Kristófers Fannars Guðmundssonar sem átti ágætan leik og varði 15 skot í marki Fram.Guðlaugur: Sýndum úr hverju við erum gerðir Þrátt fyrir tap gegn Val á heimavelli í kvöld var Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, sáttur með sína menn. „Ég var ofboðslega ánægður með 50 mínútur af þessum leik. Við lentum aðeins undir í fyrri hálfleik, en komum til baka. Varnarleikurinn í seinni hálfleik var mjög góður, sem og sóknarleikurinn. „En á síðustu tíu mínútunum slúttuðum við illa og okkur var refsað fyrir það. Valsmenn eru líklega með besta seinni bylgju liðið í deildinni í dag og það má ekki slútta svona illa á móti þeim. „En ég er engu að síður stoltur af strákunum í kvöld,“ sagði Guðlaugur sem tók undir með blaðamanni að það hafi verið ákveðinn vendipunktur í leiknum hversu illa Fram nýtti sér það að vera einum fleiri þegar um sex mínútur voru eftir af leiknum. Staðan á þeim tímapunkti var 19-22, en Framarar klúðruðu þremur sóknum í röð og töpuðu leiknum að lokum með fimm mörkum, 20-25. „Það lýsti okkur svolítið þessar síðustu tíu mínútur. Við vorum einum fleiri og gátum nýtt það betur. Við komum okkur í færi til að fá eitthvað út úr leiknum og ef við hefðum klárað þau hefðum við klárað leikinn. Stephen (Nielsen, markvörður Vals) félagi minn reyndist okkur erfiður,“ sagði Guðlaugur sem sá nóg af jákvæðum hlutum þrátt fyrir tapið. „Ég var mjög ánægður með varnarleikinn í seinni hálfleik og í raun öllum leiknum. Við vorum í smá vandræðum með Geir (Guðmundsson) í byrjun leiks þar sem hann var að hitta vel, en heilt yfir var ég ánægður. Við sýndum á löngum köflum í leiknum úr hverju við erum gerðir,“ sagði Guðlaugur að lokum, en Fram er með fjögur stig í 9. sæti deildarinnar.Jón: Vorum einhæfir sóknarlega Jón Kristjánsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn á Fram í kvöld, en sagði að Valsliðið gæti þó spilað betur en það gerði í kvöld. „Ég er þokkalega sáttur. Vörnin og markvarslan var góð, en sóknarlega vorum við ekki upp á okkar besta. Geir var í góðu formi, en sóknin hikstaði svolítið hjá okkur. „Heilt yfir vorum við svolítið einhæfir sóknarlega og boltinn gekk ekki nógu vel hjá okkur,“ sagði Jón sem var að vonum ánægður með Stephen Nielsen, markvörð Vals, sem varði yfir 20 skot gegn sínum gömlu félögum í kvöld. „Stephen var frábær í markinu og tók það sem við vildum að hann tæki og gott betur en það.“ Með sigrinum komust Valsmenn upp í 3. sæti deildarinnar, en liðið hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum eftir erfiða byrjun. Jón kveðst nokkuð sáttur með uppskeruna hingað til. „Við erum á ágætis stað í sjálfu sér og þetta er svona nokkurn veginn eins og við vildum hafa þetta. Við vildum kannski vera með aðeins fleiri stig, en engu að síður erum við hægt og rólega að slípast saman,“ sagði Jón að endingu.
Olís-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira