Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Breiðabliks í Pepsi-deild karla í fótbolta, mun hitta forráðamenn FH í dag og ræða við þá um mögulegan samning, samkvæmt heimildum Vísis.
Samningur Finns Orra rennur út um áramótin og hafa FH-ingar mikinn áhuga á að fá miðjumanninn til liðs við sig.
Pláss er að losna á miðjunni hjá FH, en eins og Vísir greindi frá fyrr í dag þá ætlar Hólmar Örn Rúnarsson ekki að semja aftur við FH heldur halda heim til Keflavíkur.
Það er ekki bara FH sem hefur áhuga á Finni Orra, en KR-ingar eru einnig orðaðir við Blikann. KR þarf einnig að bólstra miðjuna hjá sér þar sem FaridZato er á leið frá félaginu og þá er fyrirliðinn BaldurSigurðsson að skoða aðstæður hjá SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni.
Finnur Orri hefur verið á meðal allra bestu miðjumanna Pepsi-deildarinnar undanfarin ár, en þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gamall á hann að baki 163 leiki í efstu deild og bikar fyrir Blika.
Finnur Orri í viðræður við FH
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið




Eiginkona Michael Schumacher í áfalli
Formúla 1

Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda
Handbolti



Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu
Íslenski boltinn


Feyenoord sló AC Milan út
Fótbolti