433.is greinir frá því að ekki verði af skiptunum þar sem samningaviðræður milli félaganna hafi siglt í strand. Blikar hafi viljað of háa fjárhæð fyrir Höskuld.
Fótbolti.net segir muna um fimm milljónum á verðmati félaganna. Brann hafi boðið 25 milljónir króna í Höskuld en Blikar vilji 30 milljónir.
Höskuldur lyfti Íslandsmeistaratitlinum sem fyrirliði Blika í haust og hefur leikið allan sinn feril með Kópavogsliðinu, að undanskildri skammvinni dvöl hjá Halmstad í Svíþjóð árin 2017 til 2019.
Freyr tók við Brann í Noregi í vetur eftir að hafa farið frá Kortrijk í Belgíu. Brann lenti í öðru sæti norsku deildarinnar á síðustu leiktíð.
Freyr hefur þegar fengið einn Íslending til liðs við norska félagið en Eggert Aron Guðmundsson gekk í raðir félagsins frá Elfsborg á dögunum.
Keppni í norsku deildinni hefst 29. mars næst komandi.