Norski boltinn

Fréttamynd

Út­för Åge Hareide fer fram í dag

Í dag kveðja Norðmenn eina mestu fótboltagoðsögn sem landið hefur átt. Útför Åge Hareide, fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands í knattspyrnu, fer þá fram í dómkirkjunni í Molde.

Fótbolti
Fréttamynd

Einn leik­maður með samning og völlurinn ó­lög­legur

Það ætti að ríkja mikil gleði og eftirvænting innan norska knattspyrnufélagsins Strömmen, eftir að liðið vann sig upp í næstefstu deild, en í staðinn ríkir mikil óvissa þar sem aðeins einn leikmaður er samningsbundinn félaginu og heimavöllurinn stenst ekki kröfur deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Freyr himin­lifandi með ís­lensku strákana

Freyr Alexandersson, þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Brann, hrósar Íslendingunum tveimur sem hann sótti til liðsins í hástert. Það segi allt um hugarfar þeirra hvers fljótt þeim tókst að aðlagast Brann og Bergen og að láta til sín taka í Noregi.

Fótbolti
Fréttamynd

Hrannar Snær til Noregs

Kristiansund í Noregi tilkynnti í kvöld um komu kantmannsins Hrannars Snæs Magnússonar til liðsins frá Aftureldingu í Mosfellsbæ.

Fótbolti
Fréttamynd

Åge Hareide látinn

Åge Hareide, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, er látinn 72 ára að aldri. Hann hafði glímt við krabbamein í heila síðustu mánuði.

Fótbolti
Fréttamynd

Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár

Íslenska landsliðskonan Selma Sól Magnúsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning hjá norska félaginu Rosenborg. Miðjumaðurinn hefur spilað lítið á þessu ári en nú lítur allt bjartara út hjá þessum kraftmikla og baráttuglaða leikmanni.

Fótbolti
Fréttamynd

Freyr ekki hrifinn af „hroka­fullum dómara“

Eftir frábært gengi í Evrópudeildinni hingað til á tímabilinu varð norska liðið Brann fyrir slæmum skelli í gærkvöldi. Liðið missti mann af velli í fyrri hálfleik, Freyr Alexandersson fékk að líta gult spjald og aðdáendur gestaliðsins reyndu að hjóla í heimamenn.

Fótbolti