Norski boltinn

Fréttamynd

Sæ­var Atli orðinn leik­maður Brann

Sævar Atli Magnússon er genginn í raðir norska úrvalsdeildarfélagsins Brann og mun þar spila undir stjórn Freys Alexanderssonar sem hann þekkir frá fyrri tíð hjá Lyngby í Danmörku.

Fótbolti
Fréttamynd

Sæ­var Atli sagður á leið í hlýjan faðm Freys

Það stefnir allt í að Sævar Atli Magnússon muni vinna undir stjórn Freys Alexanderssonar á nýjan leik. Þeir koma báðir frá Leikni Reykjavík og var Sævar Atli einn af fyrstu mönnunum sem Freyr sótti eftir að hafa tekið við Lyngby í Danmörku.

Fótbolti
Fréttamynd

Maðurinn sem Óskar Hrafn taldi vinna gegn sér rekinn

Sancheev Manoharan hefur verið rekinn úr starfi þjálfara norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund eftir tap liðsins gegn Brann í gær og afleit úrslit upp á síðkastið. Téður Sancheev tók við þjálfun liðsins eftir að Óskar Hrafn Þorvaldsson hætti sem þjálfari Haugesund á sínum tíma.

Fótbolti
Fréttamynd

At­hæfi Freys og Eggerts vekur at­hygli í Noregi

Félags­leg færni Ís­lendinganna Freys Alexanders­sonar, þjálfara norska úr­vals­deildar­liðsins Brann í fót­bolta og Eggerts Arons Guð­munds­sonar, leik­manns liðsins hefur vakið at­hygli hjá fjölmiðlum í Noregi og fengu stuðnings­menn Brann að njóta góðs af því eftir sigur­leik í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Glódís rústaði Guð­rúnu og Ísa­bellu í sjö manna bolta

Glódís Perla Viggósdóttir, Guðrún Arnardóttir og Ísabella Sara Tryggvadóttir, landsliðskonur í fótbolta, mættust með félagsliðum sínum Bayern Munchen og Rosengard á skemmtilegu móti þar sem aðeins sjö leikmenn eru í hverju liði. Glódís og stöllur í Bayern báru 4-0 sigur úr býtum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ís­lenskt mark, sjálfs­mark og rautt spjald

Íslendingar voru áberandi í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Eggert Aron Guðmundsson skoraði fyrir Brann í afar svekkjandi jafntefli við Sarpsborg, Logi Tómasson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og Stefán Ingi Sigurðarson fékk að líta rauða spjaldið.

Fótbolti
Fréttamynd

Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys

Það er óhætt að segja að áhuginn hafi verið mikill þegar opnað var fyrir miðasölu á heimaleik Brann gegn Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Miðasölukerfið hrundið og Brann hefur fengið hundruð tölvupósta og símtöl frá fólki sem vonast eftir miða þó að orðið sé uppselt.

Fótbolti
Fréttamynd

Mark­vörðurinn mætti of seint í leikinn

Liðsfélagi íslenska knattspyrnumannsins Hilmis Rafns Mikaelssonar í Viking missti sæti sitt í byrjunarliðinu á afar klaufalegan hátt þegar liðið mætti Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“

Eftir slæmt tap í fyrsta leik og harkalegar fyrirsagnir í fjölmiðlum er þjálfarinn Freyr Alexandersson farinn að slá í gegn hjá íbúum Bergen og kominn með Brann á topp norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð

Eggert Aron Guðmundsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Brann í 2-4 sigri gegn Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta var fimmti sigur Brann í röð eftir tap í fyrstu umferðinni og lærisveinar Freys Alexanderssonar komust upp í efsta sæti deildarinnar.

Fótbolti