Kristinn Jónsson ekki á heimleið Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. október 2014 13:00 Kristinn Jónsson er með samning við Breiðablik út næsta tímabil. vísir/vill Kristinn Jónsson, bakvörðurinn öflugi úr Breiðabliki sem er á láni hjá Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni, stefnir ekki á að spila í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Lánssamningur hans við sænska liðið, sem er fallið úr efstu deildinni þar í landi, rennur út um áramótin, en hann vill frekar halda áfram í atvinnumennsku en að koma heim til Blika þar sem hann er með samning út næsta sumar. „Maður rennur svolítið blint í sjóinn næstu tvær vikurnar. Það eru einhverjar þreyfingar í gangi, en ekkert sem ég get talað um núna. Ef svo fer að ég verði ekki áfram úti verð ég væntanlega áfram í Breiðabliki þar sem ég er með samning,“ segir Kristinn í samtali við Vísi. „Hugurinn stefnir að því að spila áfram í eins góðri deild og í boði er, þannig ég mun skoða alla möguleika á næstu mánuðum. Það er einhver áhugi á mér, en ekkert sem ég get verið að blaðra um.“Kristinn í Evrópuleik gegn Aktobe á síðustu leiktíð.vísir/valliVerður líklega ekki áfram hjá Brommapojkarna Kristinn hefur spilað 20 deildarleiki fyrir Brommapojkarna á tímabilinu, en liðinu hefur gengið skelfilega. Það er fallið úr deildinni og hefur aðeins innbyrt tólf stig í 28 leikjum. „Þetta er búið að vera erfitt ár í alla staði. Við erum náttúrlega bara búnir að vinna tvo leiki. Ég býst ekki við að vera áfram hér, það finndist mér allavega ólíklegt. Ég loka þó engum dyrum,“ segir Kristinn sem er ágætlega sáttur við eigin frammistöðu engu að síður. „Ég get gengið nokkuð sáttur frá borði. Ég hef lagt allt í þetta sem ég mögulega get. Þetta hefur verið mikil reynsla að spila í bestu deild Svíþjóðar og það er eitthvað sem maður tekur með sér í næstu verkefni.“ Kristinn á að baki 135 leiki í efstu deild og bikar hér heima fyrir Breiðablik, en hann var lykilmaður í mikilli uppbyggingu Blika sem skilaði liðinu sínum fyrsta bikar- og Íslandsmeistaratitli. Hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að fara úr svoleiðis umhverfi þar sem Breiðablik var eitt af betri liðum deildarinnar og í það að tapa nánast hverjum einasta leik. „Helsta reynslan er að takast á við það hvernig maður tapar og það nokkrum leikjum í röð. Þetta er búið að vera erfitt en góð reynsla engu að síður. Það var alveg vitað fyrir tímabilið að þetta yrði erfitt,“ segir Kristinn Jónsson. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Kristinn Jónsson, bakvörðurinn öflugi úr Breiðabliki sem er á láni hjá Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni, stefnir ekki á að spila í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Lánssamningur hans við sænska liðið, sem er fallið úr efstu deildinni þar í landi, rennur út um áramótin, en hann vill frekar halda áfram í atvinnumennsku en að koma heim til Blika þar sem hann er með samning út næsta sumar. „Maður rennur svolítið blint í sjóinn næstu tvær vikurnar. Það eru einhverjar þreyfingar í gangi, en ekkert sem ég get talað um núna. Ef svo fer að ég verði ekki áfram úti verð ég væntanlega áfram í Breiðabliki þar sem ég er með samning,“ segir Kristinn í samtali við Vísi. „Hugurinn stefnir að því að spila áfram í eins góðri deild og í boði er, þannig ég mun skoða alla möguleika á næstu mánuðum. Það er einhver áhugi á mér, en ekkert sem ég get verið að blaðra um.“Kristinn í Evrópuleik gegn Aktobe á síðustu leiktíð.vísir/valliVerður líklega ekki áfram hjá Brommapojkarna Kristinn hefur spilað 20 deildarleiki fyrir Brommapojkarna á tímabilinu, en liðinu hefur gengið skelfilega. Það er fallið úr deildinni og hefur aðeins innbyrt tólf stig í 28 leikjum. „Þetta er búið að vera erfitt ár í alla staði. Við erum náttúrlega bara búnir að vinna tvo leiki. Ég býst ekki við að vera áfram hér, það finndist mér allavega ólíklegt. Ég loka þó engum dyrum,“ segir Kristinn sem er ágætlega sáttur við eigin frammistöðu engu að síður. „Ég get gengið nokkuð sáttur frá borði. Ég hef lagt allt í þetta sem ég mögulega get. Þetta hefur verið mikil reynsla að spila í bestu deild Svíþjóðar og það er eitthvað sem maður tekur með sér í næstu verkefni.“ Kristinn á að baki 135 leiki í efstu deild og bikar hér heima fyrir Breiðablik, en hann var lykilmaður í mikilli uppbyggingu Blika sem skilaði liðinu sínum fyrsta bikar- og Íslandsmeistaratitli. Hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að fara úr svoleiðis umhverfi þar sem Breiðablik var eitt af betri liðum deildarinnar og í það að tapa nánast hverjum einasta leik. „Helsta reynslan er að takast á við það hvernig maður tapar og það nokkrum leikjum í röð. Þetta er búið að vera erfitt en góð reynsla engu að síður. Það var alveg vitað fyrir tímabilið að þetta yrði erfitt,“ segir Kristinn Jónsson.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira