Þórsteinn lenti í fjórða sæti í Die große Chance Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2014 22:00 Þórsteinn Einarsson, átján ára gamall Íslendingur, hafnaði í fjórða sæti í austurrísku hæfileikakeppninni Die große Chance en úrslitaþátturinn var sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni ORF í kvöld. Þórsteinn var einn fimm keppenda á úrslitakvöldinu. Keppendur fluttu allir tvö lög, annað frumsamið og hitt ásamt þekktum tónlistarmanni. Lagið sem Þórsteinn samdi sjálfur bar heitið Lea. Texti lagsins fjallar um stúlku sem flytur í stórborg ásamt fjölskyldu sinni, en kemst fljótlega í slæman félagsskap, verður háð fíkniefnum og íhugar að svipta sig lífi. Hitt lagið sem Þórsteinn söng á úrslitakvöldinu var lagið Ich hör auf mein herz sem hann flutti ásamt Christinu Stürmer, þekktri austurrískri söngkonu sem sló í gegn í sambærilegum þætti fyrir um áratug. Dómarar í keppninni lofuðu Þórstein sérstaklega fyrir flutning laganna, þóttu sérstakt að hann væri einungis átján ára gamall og svona ríkur af hæfileikum. Dómararnir sögðust allir spá honum miklum frama. Peter Rapp, einn dómara, sagðist vilja fá Þórstein til að syngja fyrir hönd Austurríkis í Eurovision, en téður Rapp ku vera goðsögn í lifanda lífi í austurrískum skemmtanaiðnaði. Þórsteinn sló í gegn í keppninni með söng sínum og lagasmíð en frumsamið lag hans, Aurora, var í þrettánda sæti austurríska listans yfir mest sóttu lög fyrr í vikunni eftir að hann flutti það í undanúrslitum keppninnar. Die große Chance er hæfileikakeppni að hætti hinna stórvinsælu Got Talent-þátta, en þess má geta að sigurvegari Eurovision í ár, Conchita Wurst, tók þátt í keppninni á sínum tíma og lenti í sjötta sæti. Þórsteinn hafði fyrir þáttinn þegar náð sínu markmiði, sem var að landa plötusamningi. Upptökur eru þegar hafnar á fyrstu plötu Þórsteins. Fyrr í vikunni sagði hann í samtali við Vísi það alltaf hafa verið draum sinn að „meika‘ða“ sem poppstjarna. „Já, alltaf,“ segir hann. „Það er til myndband af mér frá því að ég var svona ellefu ára meðhljómsveitinni Skvís á Stöð 2. Þar er ég spurður hvort ég ætli að verða rokkstjarna og ég segi nei, ég ætla að verða goðsögn,“ segir hann og hlær. Sjón er sögu ríkari, en myndbandið má finna í spilaranum efst í fréttinni.Á heimasíðu keppninnar má sjá flutning Þórsteins í þætti kvöldsins og fyrri þáttum. Dúettinn Harfonie bar sigur úr býtum, en hann þær skipa 13 og 15 ára stelpur, Nora og Hannah, og spila þær á hörpu. Eurovision Tengdar fréttir Íslensk vonarstjarna í Evrópu: Ætlaði alltaf að verða goðsögn Hinn átján ára gamli Þórsteinn Einarsson hefur slegið í gegn í austurrísku sjónvarpi. 4. nóvember 2014 20:56 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Þórsteinn Einarsson, átján ára gamall Íslendingur, hafnaði í fjórða sæti í austurrísku hæfileikakeppninni Die große Chance en úrslitaþátturinn var sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni ORF í kvöld. Þórsteinn var einn fimm keppenda á úrslitakvöldinu. Keppendur fluttu allir tvö lög, annað frumsamið og hitt ásamt þekktum tónlistarmanni. Lagið sem Þórsteinn samdi sjálfur bar heitið Lea. Texti lagsins fjallar um stúlku sem flytur í stórborg ásamt fjölskyldu sinni, en kemst fljótlega í slæman félagsskap, verður háð fíkniefnum og íhugar að svipta sig lífi. Hitt lagið sem Þórsteinn söng á úrslitakvöldinu var lagið Ich hör auf mein herz sem hann flutti ásamt Christinu Stürmer, þekktri austurrískri söngkonu sem sló í gegn í sambærilegum þætti fyrir um áratug. Dómarar í keppninni lofuðu Þórstein sérstaklega fyrir flutning laganna, þóttu sérstakt að hann væri einungis átján ára gamall og svona ríkur af hæfileikum. Dómararnir sögðust allir spá honum miklum frama. Peter Rapp, einn dómara, sagðist vilja fá Þórstein til að syngja fyrir hönd Austurríkis í Eurovision, en téður Rapp ku vera goðsögn í lifanda lífi í austurrískum skemmtanaiðnaði. Þórsteinn sló í gegn í keppninni með söng sínum og lagasmíð en frumsamið lag hans, Aurora, var í þrettánda sæti austurríska listans yfir mest sóttu lög fyrr í vikunni eftir að hann flutti það í undanúrslitum keppninnar. Die große Chance er hæfileikakeppni að hætti hinna stórvinsælu Got Talent-þátta, en þess má geta að sigurvegari Eurovision í ár, Conchita Wurst, tók þátt í keppninni á sínum tíma og lenti í sjötta sæti. Þórsteinn hafði fyrir þáttinn þegar náð sínu markmiði, sem var að landa plötusamningi. Upptökur eru þegar hafnar á fyrstu plötu Þórsteins. Fyrr í vikunni sagði hann í samtali við Vísi það alltaf hafa verið draum sinn að „meika‘ða“ sem poppstjarna. „Já, alltaf,“ segir hann. „Það er til myndband af mér frá því að ég var svona ellefu ára meðhljómsveitinni Skvís á Stöð 2. Þar er ég spurður hvort ég ætli að verða rokkstjarna og ég segi nei, ég ætla að verða goðsögn,“ segir hann og hlær. Sjón er sögu ríkari, en myndbandið má finna í spilaranum efst í fréttinni.Á heimasíðu keppninnar má sjá flutning Þórsteins í þætti kvöldsins og fyrri þáttum. Dúettinn Harfonie bar sigur úr býtum, en hann þær skipa 13 og 15 ára stelpur, Nora og Hannah, og spila þær á hörpu.
Eurovision Tengdar fréttir Íslensk vonarstjarna í Evrópu: Ætlaði alltaf að verða goðsögn Hinn átján ára gamli Þórsteinn Einarsson hefur slegið í gegn í austurrísku sjónvarpi. 4. nóvember 2014 20:56 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Íslensk vonarstjarna í Evrópu: Ætlaði alltaf að verða goðsögn Hinn átján ára gamli Þórsteinn Einarsson hefur slegið í gegn í austurrísku sjónvarpi. 4. nóvember 2014 20:56