Bjarki Sig: Við þurfum að gyrða okkur í brók Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2014 09:57 Bjarki Sigurðsson þjálfar nú lið HK. Vísir/Stefán Bjarki Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Íslenska liðið sem tapaði á móti Svartfjallalandi um síðustu helgi var mun eldra en liðið sem gekk í gegnum stóru kynslóðarskiptin árið 1990. Þá var Bjarki einn af leikmönnunum sem tóku við keflinu. „Þetta kom mér svolítið á óvart. Margir þeirra eru búnir að spila fantavel, sýna sitt með landsliðinu og gera góða hluti undanfarinn áratug. Að sjálfsögðu kemur alltaf að endastöð og það eru kannski einhverjir komnir á þann punkt að þeir þurfa að fara að draga í land," segir Bjarki en hann segir að þróunin í boltanum sé sú að leikmenn séu alltaf að spila lengur og lengur. „Maður horfði mikið upp til gömlu refanna eins og Einars, Alla og Stjána. Þarna var sjö til tíu ára aldursmunur. Á þessum árum dugðu menn kannski á alþjóðlegum handbolta til þrítugs," segir Bjarki en íslensku leikmennirnir eru orðnir mun eldri. „Svo er náttúrulega hitt hvort þeir eiga heima í landsliði eða ekki og það er stór spurning. Við erum fámenn þjóð og þó svo að við höfum verið á toppnum undanfarin áratug og gott betur með okkar landsliðið þá þarf alltaf kynslóðarskipti. Deildin er ekki stór og mikil og þó svo að við ungum út fullt að efnilegum og góðum leikmönnum þá getur verið langt á milli og langt í það að þeir nái þessu kaliberi," segir Bjarki. „Við þurfum líka að gyrða okkur í brók og hefja undirbúning fyrir þá drengi sem eru efnilegir og góðir. 1990-liðið náði silfurverðlaunum á stórmóti og þar voru margir leikmenn eins og til dæmis Aron Pálmarson og Stefán Rafn (Sigurmannsson). Það eru fleiri úr því liði sem hefði mátt fara að huga að og undirbúa fyrir komandi ár í landsliði. Það væri kannski hægt að útfæra með einhverskonar b-landsliði," segir Bjarki. „Það kemur að því að þessir leikmenn lenda á endastöð og það styttist óðfluga í það. Þá þarf að koma nýjum leikmönnum inn. Það er til fullt af ungum og efnilegum drengjum en það þarf bara að fara að gefa þeim tækifærið. Eftir að liðinu tókst ekki að komast á stórmót núna í janúar hefði þurft að búa eitthvað til fyrir yngri og efnilegri leikmenn til að þeir séu tilbúnir í verkefnið þegar það kemur að því," sagði Bjarki en það má finna allt viðtal Valtýs við Bjarka hér fyrir neðan.Viðtalið við Bjarka Sigurðsson. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30 Erum dálítið að sofna á verðinum "Ungu strákarnir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar Grímsson en hann og Bjarki Sigurðsson hafa báðir áhyggjur af háum meðalaldri íslenska landsliðsins. Bjarki nefnir B-landslið sem mögulega 5. nóvember 2014 06:30 Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Sjá meira
Bjarki Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Íslenska liðið sem tapaði á móti Svartfjallalandi um síðustu helgi var mun eldra en liðið sem gekk í gegnum stóru kynslóðarskiptin árið 1990. Þá var Bjarki einn af leikmönnunum sem tóku við keflinu. „Þetta kom mér svolítið á óvart. Margir þeirra eru búnir að spila fantavel, sýna sitt með landsliðinu og gera góða hluti undanfarinn áratug. Að sjálfsögðu kemur alltaf að endastöð og það eru kannski einhverjir komnir á þann punkt að þeir þurfa að fara að draga í land," segir Bjarki en hann segir að þróunin í boltanum sé sú að leikmenn séu alltaf að spila lengur og lengur. „Maður horfði mikið upp til gömlu refanna eins og Einars, Alla og Stjána. Þarna var sjö til tíu ára aldursmunur. Á þessum árum dugðu menn kannski á alþjóðlegum handbolta til þrítugs," segir Bjarki en íslensku leikmennirnir eru orðnir mun eldri. „Svo er náttúrulega hitt hvort þeir eiga heima í landsliði eða ekki og það er stór spurning. Við erum fámenn þjóð og þó svo að við höfum verið á toppnum undanfarin áratug og gott betur með okkar landsliðið þá þarf alltaf kynslóðarskipti. Deildin er ekki stór og mikil og þó svo að við ungum út fullt að efnilegum og góðum leikmönnum þá getur verið langt á milli og langt í það að þeir nái þessu kaliberi," segir Bjarki. „Við þurfum líka að gyrða okkur í brók og hefja undirbúning fyrir þá drengi sem eru efnilegir og góðir. 1990-liðið náði silfurverðlaunum á stórmóti og þar voru margir leikmenn eins og til dæmis Aron Pálmarson og Stefán Rafn (Sigurmannsson). Það eru fleiri úr því liði sem hefði mátt fara að huga að og undirbúa fyrir komandi ár í landsliði. Það væri kannski hægt að útfæra með einhverskonar b-landsliði," segir Bjarki. „Það kemur að því að þessir leikmenn lenda á endastöð og það styttist óðfluga í það. Þá þarf að koma nýjum leikmönnum inn. Það er til fullt af ungum og efnilegum drengjum en það þarf bara að fara að gefa þeim tækifærið. Eftir að liðinu tókst ekki að komast á stórmót núna í janúar hefði þurft að búa eitthvað til fyrir yngri og efnilegri leikmenn til að þeir séu tilbúnir í verkefnið þegar það kemur að því," sagði Bjarki en það má finna allt viðtal Valtýs við Bjarka hér fyrir neðan.Viðtalið við Bjarka Sigurðsson.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30 Erum dálítið að sofna á verðinum "Ungu strákarnir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar Grímsson en hann og Bjarki Sigurðsson hafa báðir áhyggjur af háum meðalaldri íslenska landsliðsins. Bjarki nefnir B-landslið sem mögulega 5. nóvember 2014 06:30 Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Sjá meira
Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30
Erum dálítið að sofna á verðinum "Ungu strákarnir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar Grímsson en hann og Bjarki Sigurðsson hafa báðir áhyggjur af háum meðalaldri íslenska landsliðsins. Bjarki nefnir B-landslið sem mögulega 5. nóvember 2014 06:30