Viðskipti erlent

Segja sérstakan kvennaskatt lagðar á vörur í Frakklandi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Meira en 30.000 konur hafa skrifað undir áskorun til verslana um að hætta því sem þær segja að sé kynjamisrétti í verðlagningu.
Meira en 30.000 konur hafa skrifað undir áskorun til verslana um að hætta því sem þær segja að sé kynjamisrétti í verðlagningu. Vísir/Getty
Fjármálaráðuneyti Frakklands hefur ákveðið að hefja rannsókn á því hvers vegna konur borga meira en karlar fyrir að því er virðist sömu vörurnar.

Kvenréttindahópar í Frakklandi segja að ósýnilegur skattur sé lagður á sjampó, svitalyktaeyða, rakvélar og annað sem merkt er sérstaklega fyrir konur.

Til að mynda hafi bleikur poki af fimm einnota rakvélum kostað 1,80 evrur á meðan blár poki með 10 einnota rakvélum hafi kostað 1,72 evrur. Í annarri verslun var 200 ml flaska af rakgeli fyrir konur á 2,87 evrur en rakgel fyrir karla kostaði 2,39 evrur.

Meira en 30.000 konur hafa skrifað undir áskorun til verslana um að hætta því sem þær segja að sé kynjamisrétti í verðlagningu. Konurnar segja að um eins konar „kvennaskatt“ sé að ræða.

Á Tumblr-síðu herferðarinnar má sjá fjölmörg dæmi um þennan verðmuninn á mismunandi, en samt sömu, vörunum fyrir konur og karla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×