Segir gjaldeyrishöftin hafa verið mistök 2. nóvember 2014 15:40 Vísir/Anton Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur og rektor Háskólans á Bifröst, segir að staða lífeyrissjóðanna og margra annarra væri mun betri í dag hefðu gjaldeyrishöftin ekki verið sett á og að þau hafi verið mikil mistök. Verði þeim aflétt í dag muni fátt breytast. Verði höftin þó á mikið lengur verði kostnaðurinn jafn mikill á endanum og vegna efnahagshrunsins. Vilhjálmur var gestur Sigurjóns Egilssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Vilhjálmur sem einnig er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þetta meðal annars í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og án haftanna væri hér mun meiri hagvöxtur en raunin er og sprotafyrirtækin færu ekki úr landi. Vilhjálmur nefndi til að mynda kostnaðinn við að halda kerfi gjaldeyrishaftanna við. Hann segir að stjórnvöld hefðu átt að leyfa krónunni að falla nægilega mikið svo það kæmi að ákveðnum náttúrulegum botni. „Á þeim botni gætu mjög mörg viðskipti gerst. Til dæmis áttu lífeyrissjóðirnir heilmikið að erlendum fjármunum sem þeir máttu ekki nota.“ Þá segir hann að mögulegt hefði verið að kaupa upp eignir eins og ríkisskuldabréf fyrir tiltölulega litla peninga. „Í stað þess að leysa það og láta gengið ná þessum náttúrulega botni og búa svo til stöðugleika þar sem væri alveg ljóst að það myndi hækka aftur. Því um leið og það var komið og gengið færi að hækka aftur væri allt að vinna með krónunni. Þannig að hún hefði hækkað tiltölulega hratt upp og gengið jafnvel hærra en það síðan varð á þessum tíma.“ Vilhjálmur sneri tali sínu einnig að kröfuhöfum föllnu bankanna. „Allar þessar kröfur geta gengið kaupum og sölum og hafa gengið kaupum og sölum. Það eru um 300 þúsund manns sem að mega ekki versla þessar kröfur, plús einhverjar milljónir í Norður-Kóreu og Kúbu. En það er eitthvað um sjö milljarðar manna sem að geta bara keypt og selt þessar eignir eins og þeim sýnist.“ Hann nefndi einnig kostnaðinn við að halda kerfi gjaldeyrishafta við. „Hvað eru margir að vinna við þetta í Seðlabankanum? Hvað eru margir að vinna við gjaldeyrishöftin og framkvæmd þeirra í bönkunum. Hvað eru margir að vinna við framkvæmd þessara hafta út um allt í atvinnulífinu og í stofnunum og öðru?“ Vilhjálmur sagði þessi störf vera algerlega óþörf og að þau sköpuðu engin verðmæti. „Ef þú leggur þetta saman yfir tíu til fimmtán ára tímabil þá er kostnaðurinn við gjaldeyrishöftin orðinn sá sami og kostnaðurinn við hrunið. Ef það yrði sagt á morgun að höftin væru farin, ég er viss um að það myndi mjög lítið gerast.“ Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur og rektor Háskólans á Bifröst, segir að staða lífeyrissjóðanna og margra annarra væri mun betri í dag hefðu gjaldeyrishöftin ekki verið sett á og að þau hafi verið mikil mistök. Verði þeim aflétt í dag muni fátt breytast. Verði höftin þó á mikið lengur verði kostnaðurinn jafn mikill á endanum og vegna efnahagshrunsins. Vilhjálmur var gestur Sigurjóns Egilssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Vilhjálmur sem einnig er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þetta meðal annars í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og án haftanna væri hér mun meiri hagvöxtur en raunin er og sprotafyrirtækin færu ekki úr landi. Vilhjálmur nefndi til að mynda kostnaðinn við að halda kerfi gjaldeyrishaftanna við. Hann segir að stjórnvöld hefðu átt að leyfa krónunni að falla nægilega mikið svo það kæmi að ákveðnum náttúrulegum botni. „Á þeim botni gætu mjög mörg viðskipti gerst. Til dæmis áttu lífeyrissjóðirnir heilmikið að erlendum fjármunum sem þeir máttu ekki nota.“ Þá segir hann að mögulegt hefði verið að kaupa upp eignir eins og ríkisskuldabréf fyrir tiltölulega litla peninga. „Í stað þess að leysa það og láta gengið ná þessum náttúrulega botni og búa svo til stöðugleika þar sem væri alveg ljóst að það myndi hækka aftur. Því um leið og það var komið og gengið færi að hækka aftur væri allt að vinna með krónunni. Þannig að hún hefði hækkað tiltölulega hratt upp og gengið jafnvel hærra en það síðan varð á þessum tíma.“ Vilhjálmur sneri tali sínu einnig að kröfuhöfum föllnu bankanna. „Allar þessar kröfur geta gengið kaupum og sölum og hafa gengið kaupum og sölum. Það eru um 300 þúsund manns sem að mega ekki versla þessar kröfur, plús einhverjar milljónir í Norður-Kóreu og Kúbu. En það er eitthvað um sjö milljarðar manna sem að geta bara keypt og selt þessar eignir eins og þeim sýnist.“ Hann nefndi einnig kostnaðinn við að halda kerfi gjaldeyrishafta við. „Hvað eru margir að vinna við þetta í Seðlabankanum? Hvað eru margir að vinna við gjaldeyrishöftin og framkvæmd þeirra í bönkunum. Hvað eru margir að vinna við framkvæmd þessara hafta út um allt í atvinnulífinu og í stofnunum og öðru?“ Vilhjálmur sagði þessi störf vera algerlega óþörf og að þau sköpuðu engin verðmæti. „Ef þú leggur þetta saman yfir tíu til fimmtán ára tímabil þá er kostnaðurinn við gjaldeyrishöftin orðinn sá sami og kostnaðurinn við hrunið. Ef það yrði sagt á morgun að höftin væru farin, ég er viss um að það myndi mjög lítið gerast.“
Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira