Körfubolti

LeBron og Lillard valdir bestir í vikunni í NBA | Myndbönd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James.
LeBron James. Vísir/Getty
LeBron James, framherji Cleveland Cavaliers, og Damian Lillard, bakvörður Portland Trail Blazers, voru valdir bestu leikmenn vikunnar í NBA-deildinni í körfubolta. LeBron var valinn bestur í Austurdeildinni en Lillard var valinn bestur í Vesturdeildinni.

LeBron James fór á kostum með Cleveland Cavaliers sem vann alla þrjá leiki sína í vikunni. LeBron var með 35,0 stig og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik í þessum þremur leikjum en hann hitti úr 59 prósent skota sinna og tók auk þess 7,0 fráköst að meðaltali í leik. Besti leikur hans var á móti Boston Celtics þegar hann skoraði 41 stig.

Damian Lillard hjálpaði liði Portland Trail Blazers að vinna alla þrjá leiki vikunnar. Lillard var með 28,0 stig og 8,7 stoðsendingar að meðaltali í leik en hann hitti úr 14 af 20 þriggja stiga skotum sínum í þessum þremur leikjum sem gerir 70 prósent þriggja stiga skotnýtingu. Besti leikur Lillard í vikunni var á móti Brooklyn Nets þegar hann var með 28 stig og 10 stoðsendingar.

Aðrir sem komu til greina í valinu fyrir vikuna 10. til 16. nóvember voru Paul Millsap hjá Atlanta Hawks, Kyrie Irving hjá Cleveland Cavaliers, Monta Ellis hjá Dallas Mavericks, James Harden hjá Houston Rockets, A.J. Price hjá Indiana Pacers, Chris Paul hjá Los Angeles Clippers, Mike Conley hjá Memphis Grizzlies, Anthony Davis hjá New Orleans Pelicans og Gordon Hayward hjá Utah Jazz.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×