Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Haukar 28-21 | Akureyringar fóru illa með Hauka Birgir H. Stefánsson í íþróttahöllinni á Akureyri skrifar 17. nóvember 2014 14:07 Kristján Orri Jóhannsson var öflugur í kvöld. vísir/stefán Akureyrarliðið fagnaði sínum þriðja sigri í röð í Olís-deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann sjö marka stórsigur á Haukum, 28-21, í Höllinni á Akureyri. Akureyri er þar með búið að vinna alla þrjá leiki sína síðan að Atli Hilmarsson tók við þjálfun liðsins en liðið vann Aftureldingu og HK í leikjunum á undan. Hornamennirnir Kristján Orri Jóhannsson og Heiðar Þór Aðalsteinsson voru atkvæðamestir hjá norðanmönnum en þeir skoruðu 18 mörk saman, Kristján Orri tíu mörk og Heiðar Þór átta. Akureyringar tóku öll völd í leiknum eftir að þeir skoruðu sex mörk í röð og breyttu stöðunni úr 3-3 í 9-3. Akureyrarliðið náði mest níu marka forystu í fyrri hálfleiknum en leiddi með sjö mörkum í hálfleik, 16-9. Akureyringar bættu við forystuna í seinni hálfleiknum og komust mest ellefu mörkum yfir en Haukarnir náðu að minnka muninn í sjö mörk áður en lokaflautið gall. Leikurinn byrjaði ekkert sérstaklega vel fyrir heimamenn, áður en þeir náðu að skora fyrsta mark leiksins þá höfðu tveir leikmenn farið meiddir af velli. Eftir rétt rúmlega mínútu leik yfirgaf Heimir Örn Árnason völlinn og fékk ís á ökkla, innan við mínútu seinna var það Brynjar Hólm Grétarsson sem yfirgaf völlinn og fékk ís á hendi en hvorugur þeirra kom meira við sögu í leiknum. Eftir nokkuð jafna byrjun kom fimmtán mínútna kafli þar sem heimamenn skoruðu tíu mörk á meðan Haukar skoruðu aðeins eitt og breytti það stöðunni úr 3-3 yfir í 13-4. Það eina neikvæða við þennan kafla leiksins fyrir heimamenn er að Ingimundur Ingimundarson varð einnig að fara meiddur af velli og kom ekki meira við sögu í leiknum. Haukar náðu að laga stöðuna aðeins á lokakafla fyrri hálfleiks og þegar hálfleiksflautan gall var staðan 16-9 fyrir heimamönnum eftir að Þröstur Þráinsson skoraði úr víti með síðasta kasti hálfleiksins. Seinni hálfleikurinn náði því aldrei að verða spennandi, þrátt fyrir brottföll úr herbúðum heimamanna náðu þeir að sigla sigrinum í höfn og það nokkuð örugglega. Haukar náðu að minnka muninn niður í fimm mörk en nær komust þeir ekki og heimamenn lönduðu öruggum og verðskulduðum sigri, þeim þriðja í röð síðan Atli Hilmarsson tók við.Atli Hilmarsson: Á bara varla orð „Já þetta var allsvakalegt,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, strax eftir leik varðandi það að hann missir þrjá menn meidda af velli í einum hálfleik. „Þeir sem voru að spila voru sumir líka hálf meiddir eins og Sverre og Sigþór þannig að ég er óskaplega stoltur. Þetta er frábær frammistaða hjá þessum drengjum, alveg frábær.“ Varnarleikur heimamanna var á köflum alveg svakalegur og sérstaklega í fyrri hálfleik. „Já, ég á bara varla orð yfir þetta. Hún var líka mjög fín í seinni hálfleik. Þetta var bara ótrúleg barátta út um allan völl, menn að berjast um og henda sér á bolta út um allt. Hlaupa til baka til að loka á hraðar sóknir þeirra og þetta sýnir karakter og þann vilja sem er í liðinu.“ Eftir þrjá heimasigra eru þrír útileikir á dagskrá, þetta var væntanlega það sem þú vildir sjá fyrir þá törn? „Já, að sjálfsögðu og nú er bara að halda áfram. Við erum enn bara um miðja deild og ekkert búnir að vinna ennþá. Þetta er samt á mjög góðri leið og með þessari baráttu og vörn þá heldur það áfram, það er alveg klárt.Kristján Orri Jóhannsson: Verið að dæla aðeins á okkur „Já þetta var mjög góður leikur hjá liðinu,“ sagði Kristján Orri Jóhannsson leikmaður Akureyrar strax eftir leik en hann var bæði markahæstur og maður leiksins að mati heimamanna. „Þegar leikmenn ná að smella svona vel þá eiga öll lið í vandræðum með okkur. Það var verið að dæla boltanum aðeins á okkur niður í hornin, enda nýttum við þau færi ágætlega vel.“ Það er væntanlega áhyggjuefni að sjá þrjá liðsfélaga meiðast í einum leik? „Já, þetta gerðist líka bara strax eftir einhverjar mínútur. Ég veit samt ekkert hvernig staðan er á þeim, hvað þeir verða lengi frá og svona en það verður bara að fá að koma í ljós. Við stillum bara upp sjö manna liði í byrjun og sjáum hvað gerist.“Patrekur Jóhannesson: Þarf að finna menn sem eru ekki farþegar „Það er voða erfitt að segja í raun,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, strax eftir leik þegar hann var spurður út í fyrstu viðbrögð. „Gríðarleg vonbrigði bara að koma svona til leiks. Ég átti ekki von á þessu eftir undirbúning okkar, maður sá að Akureyringum langaði mikið meira að spila leikinn en við og það er það sem maður er að hugsa núna og skilur ekki af hverju. Þetta er mjög erfiður leikur þegar staðan er orðin 12-4, að koma hingað norður með svona auglýsingu er mjög lélegt og ég er mjög svekktur.“ Það var á köflum hreinlega eins og þínir menn vildu ekki spila leikinn. „Já, ég veit það ekki. Ég mun náttúrulega ræða það og það virkaði þannig. Þegar maður er að spila handbolta þá þarf viss grunn vinna að vera í lagi og það voru sumir sem áttu mjög erfitt með það í dag. Það er alltaf hægt að gera mistök inn á velli en svona er bara engan vegin í lagi og ég ætla ekki einu sinni að reyna að verja það.“ Krafan er væntanlega sú að gera allt annað í næsta leik en liðið gerði hér í dag? „Já, núna þarf ég bara að finna leikmenn. Æfingar voru fínar og síðustu tveir leikir voru þannig að við vorum að vinna stórt. Núna þarf ég að finna menn sem er tilbúnir að gefa meira af sér til liðsins og vera ekki farþegar eins og þetta var í dag. Maður er drullu svekktur með það, eins og þú segir og sást eins og allir aðrir. Menn virkuðu eins og þeir væru í handbremsu og ég þarf að finna menn sem eru klárir í næsta leik.“ Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Akureyrarliðið fagnaði sínum þriðja sigri í röð í Olís-deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann sjö marka stórsigur á Haukum, 28-21, í Höllinni á Akureyri. Akureyri er þar með búið að vinna alla þrjá leiki sína síðan að Atli Hilmarsson tók við þjálfun liðsins en liðið vann Aftureldingu og HK í leikjunum á undan. Hornamennirnir Kristján Orri Jóhannsson og Heiðar Þór Aðalsteinsson voru atkvæðamestir hjá norðanmönnum en þeir skoruðu 18 mörk saman, Kristján Orri tíu mörk og Heiðar Þór átta. Akureyringar tóku öll völd í leiknum eftir að þeir skoruðu sex mörk í röð og breyttu stöðunni úr 3-3 í 9-3. Akureyrarliðið náði mest níu marka forystu í fyrri hálfleiknum en leiddi með sjö mörkum í hálfleik, 16-9. Akureyringar bættu við forystuna í seinni hálfleiknum og komust mest ellefu mörkum yfir en Haukarnir náðu að minnka muninn í sjö mörk áður en lokaflautið gall. Leikurinn byrjaði ekkert sérstaklega vel fyrir heimamenn, áður en þeir náðu að skora fyrsta mark leiksins þá höfðu tveir leikmenn farið meiddir af velli. Eftir rétt rúmlega mínútu leik yfirgaf Heimir Örn Árnason völlinn og fékk ís á ökkla, innan við mínútu seinna var það Brynjar Hólm Grétarsson sem yfirgaf völlinn og fékk ís á hendi en hvorugur þeirra kom meira við sögu í leiknum. Eftir nokkuð jafna byrjun kom fimmtán mínútna kafli þar sem heimamenn skoruðu tíu mörk á meðan Haukar skoruðu aðeins eitt og breytti það stöðunni úr 3-3 yfir í 13-4. Það eina neikvæða við þennan kafla leiksins fyrir heimamenn er að Ingimundur Ingimundarson varð einnig að fara meiddur af velli og kom ekki meira við sögu í leiknum. Haukar náðu að laga stöðuna aðeins á lokakafla fyrri hálfleiks og þegar hálfleiksflautan gall var staðan 16-9 fyrir heimamönnum eftir að Þröstur Þráinsson skoraði úr víti með síðasta kasti hálfleiksins. Seinni hálfleikurinn náði því aldrei að verða spennandi, þrátt fyrir brottföll úr herbúðum heimamanna náðu þeir að sigla sigrinum í höfn og það nokkuð örugglega. Haukar náðu að minnka muninn niður í fimm mörk en nær komust þeir ekki og heimamenn lönduðu öruggum og verðskulduðum sigri, þeim þriðja í röð síðan Atli Hilmarsson tók við.Atli Hilmarsson: Á bara varla orð „Já þetta var allsvakalegt,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, strax eftir leik varðandi það að hann missir þrjá menn meidda af velli í einum hálfleik. „Þeir sem voru að spila voru sumir líka hálf meiddir eins og Sverre og Sigþór þannig að ég er óskaplega stoltur. Þetta er frábær frammistaða hjá þessum drengjum, alveg frábær.“ Varnarleikur heimamanna var á köflum alveg svakalegur og sérstaklega í fyrri hálfleik. „Já, ég á bara varla orð yfir þetta. Hún var líka mjög fín í seinni hálfleik. Þetta var bara ótrúleg barátta út um allan völl, menn að berjast um og henda sér á bolta út um allt. Hlaupa til baka til að loka á hraðar sóknir þeirra og þetta sýnir karakter og þann vilja sem er í liðinu.“ Eftir þrjá heimasigra eru þrír útileikir á dagskrá, þetta var væntanlega það sem þú vildir sjá fyrir þá törn? „Já, að sjálfsögðu og nú er bara að halda áfram. Við erum enn bara um miðja deild og ekkert búnir að vinna ennþá. Þetta er samt á mjög góðri leið og með þessari baráttu og vörn þá heldur það áfram, það er alveg klárt.Kristján Orri Jóhannsson: Verið að dæla aðeins á okkur „Já þetta var mjög góður leikur hjá liðinu,“ sagði Kristján Orri Jóhannsson leikmaður Akureyrar strax eftir leik en hann var bæði markahæstur og maður leiksins að mati heimamanna. „Þegar leikmenn ná að smella svona vel þá eiga öll lið í vandræðum með okkur. Það var verið að dæla boltanum aðeins á okkur niður í hornin, enda nýttum við þau færi ágætlega vel.“ Það er væntanlega áhyggjuefni að sjá þrjá liðsfélaga meiðast í einum leik? „Já, þetta gerðist líka bara strax eftir einhverjar mínútur. Ég veit samt ekkert hvernig staðan er á þeim, hvað þeir verða lengi frá og svona en það verður bara að fá að koma í ljós. Við stillum bara upp sjö manna liði í byrjun og sjáum hvað gerist.“Patrekur Jóhannesson: Þarf að finna menn sem eru ekki farþegar „Það er voða erfitt að segja í raun,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, strax eftir leik þegar hann var spurður út í fyrstu viðbrögð. „Gríðarleg vonbrigði bara að koma svona til leiks. Ég átti ekki von á þessu eftir undirbúning okkar, maður sá að Akureyringum langaði mikið meira að spila leikinn en við og það er það sem maður er að hugsa núna og skilur ekki af hverju. Þetta er mjög erfiður leikur þegar staðan er orðin 12-4, að koma hingað norður með svona auglýsingu er mjög lélegt og ég er mjög svekktur.“ Það var á köflum hreinlega eins og þínir menn vildu ekki spila leikinn. „Já, ég veit það ekki. Ég mun náttúrulega ræða það og það virkaði þannig. Þegar maður er að spila handbolta þá þarf viss grunn vinna að vera í lagi og það voru sumir sem áttu mjög erfitt með það í dag. Það er alltaf hægt að gera mistök inn á velli en svona er bara engan vegin í lagi og ég ætla ekki einu sinni að reyna að verja það.“ Krafan er væntanlega sú að gera allt annað í næsta leik en liðið gerði hér í dag? „Já, núna þarf ég bara að finna leikmenn. Æfingar voru fínar og síðustu tveir leikir voru þannig að við vorum að vinna stórt. Núna þarf ég að finna menn sem er tilbúnir að gefa meira af sér til liðsins og vera ekki farþegar eins og þetta var í dag. Maður er drullu svekktur með það, eins og þú segir og sást eins og allir aðrir. Menn virkuðu eins og þeir væru í handbremsu og ég þarf að finna menn sem eru klárir í næsta leik.“
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira