Viðar: Heitu pottarnir seljast eins og heitar lummur Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Brussel skrifar 11. nóvember 2014 08:38 Viðar Örn Kjartansson hefur sankað að sér verðlaunum og viðurkenningum fyrir frammistöðuna á nýliðnu tímabili með Vålerenga í Noregi en þar varð hann langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 25 mörk - tíu meira en næsti maður á eftir. Viðar var einnig valinn sóknarmaður ársins í deildinni auk þess sem að hann var valinn leikmaður ársins hjá Nettavisen og í liði ársins hjá Verdens Gang, þar sem hann var einnig framherji ársins. „Ég tek þetta verkefni með landsliðinu núna, tek svo frí og svo veit ég ekki neitt. Ég verð þó klár í æfingar í janúar með Vålerenga,“ sagði Viðar sem hefur verið orðaður við mörg lið eftir að hann byrjaði að raða inn mörkunum fyrir lið sitt. „Ef það gengur vel hjá manni þá kemur þessi umræða upp. Ég hef einbeitt mér að því að spila vel fyrir Vålerenga og öll tilboð verða síðan skoðuð,“ segir hann en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Hann segir að tímabilið í Noregi hafi gengið vonum framar. „Það gekk miklu betur en ég þorði að vona. Markmiðið fyrir tímabilið var að skora tíu mörk og verða með bestu framherjum deildarinnar. En ég verð að byggja ofan á þessu og verða enn betri á næsta ári.“ „Ég bætti mig mikið í sumar. Ég er með góða þjálfara og að spila með góðum leikmönnum. Maður hefur meiri tíma til að æfa og það telur auðvitað allt saman.“ Viðar segist auðvitað vilja spila í sterkari deild. „Það er bara undir öðrum komið en mér en ég vonast auðvitað til að fá tækifæri til þess sem fyrst.“ Hann var einnig vinsæll utan vallar og var fenginn til að sitja fyrir í auglýsingum fyrir heita potta. „Þeir seljast eins og heitar lummur. Mamma á einmitt von á einum til Íslands frá mér,“ sagði hann í léttum dúr. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Creed-lagið með Viðari komið út - hægt að kaupa það í iTunes Markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta safnar pening fyrir félagið með því að gefa út lag. 31. október 2014 13:15 Viðar Örn leikmaður ársins hjá Nettavisen | Sagður minna á Solskjær Norska úrvalsdeildin í fótbolta kláraðist í gær þegar lokaumferðin fór fram. 10. nóvember 2014 08:34 Viðar Örn auglýsir heita potta í Noregi Gaman að geta glatt móður sína með heitum potti. 20. september 2014 08:00 Viðar Örn á fimmtánda vinsælasta lagið í Noregi Sóknarmaðurinn slær í gegn með Creed-ábreiðu. 3. nóvember 2014 10:35 Spennandi en skrítið að spila í Kína Markahæsti leikmaðurinn í Noregi, Viðar Örn Kjartansson, mun líklega söðla um á nýju ári. Hann er eftirsóttur og er meðal annars með tilboð frá Kína. 20. september 2014 06:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Enricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson hefur sankað að sér verðlaunum og viðurkenningum fyrir frammistöðuna á nýliðnu tímabili með Vålerenga í Noregi en þar varð hann langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 25 mörk - tíu meira en næsti maður á eftir. Viðar var einnig valinn sóknarmaður ársins í deildinni auk þess sem að hann var valinn leikmaður ársins hjá Nettavisen og í liði ársins hjá Verdens Gang, þar sem hann var einnig framherji ársins. „Ég tek þetta verkefni með landsliðinu núna, tek svo frí og svo veit ég ekki neitt. Ég verð þó klár í æfingar í janúar með Vålerenga,“ sagði Viðar sem hefur verið orðaður við mörg lið eftir að hann byrjaði að raða inn mörkunum fyrir lið sitt. „Ef það gengur vel hjá manni þá kemur þessi umræða upp. Ég hef einbeitt mér að því að spila vel fyrir Vålerenga og öll tilboð verða síðan skoðuð,“ segir hann en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Hann segir að tímabilið í Noregi hafi gengið vonum framar. „Það gekk miklu betur en ég þorði að vona. Markmiðið fyrir tímabilið var að skora tíu mörk og verða með bestu framherjum deildarinnar. En ég verð að byggja ofan á þessu og verða enn betri á næsta ári.“ „Ég bætti mig mikið í sumar. Ég er með góða þjálfara og að spila með góðum leikmönnum. Maður hefur meiri tíma til að æfa og það telur auðvitað allt saman.“ Viðar segist auðvitað vilja spila í sterkari deild. „Það er bara undir öðrum komið en mér en ég vonast auðvitað til að fá tækifæri til þess sem fyrst.“ Hann var einnig vinsæll utan vallar og var fenginn til að sitja fyrir í auglýsingum fyrir heita potta. „Þeir seljast eins og heitar lummur. Mamma á einmitt von á einum til Íslands frá mér,“ sagði hann í léttum dúr.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Creed-lagið með Viðari komið út - hægt að kaupa það í iTunes Markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta safnar pening fyrir félagið með því að gefa út lag. 31. október 2014 13:15 Viðar Örn leikmaður ársins hjá Nettavisen | Sagður minna á Solskjær Norska úrvalsdeildin í fótbolta kláraðist í gær þegar lokaumferðin fór fram. 10. nóvember 2014 08:34 Viðar Örn auglýsir heita potta í Noregi Gaman að geta glatt móður sína með heitum potti. 20. september 2014 08:00 Viðar Örn á fimmtánda vinsælasta lagið í Noregi Sóknarmaðurinn slær í gegn með Creed-ábreiðu. 3. nóvember 2014 10:35 Spennandi en skrítið að spila í Kína Markahæsti leikmaðurinn í Noregi, Viðar Örn Kjartansson, mun líklega söðla um á nýju ári. Hann er eftirsóttur og er meðal annars með tilboð frá Kína. 20. september 2014 06:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Enricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
Creed-lagið með Viðari komið út - hægt að kaupa það í iTunes Markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta safnar pening fyrir félagið með því að gefa út lag. 31. október 2014 13:15
Viðar Örn leikmaður ársins hjá Nettavisen | Sagður minna á Solskjær Norska úrvalsdeildin í fótbolta kláraðist í gær þegar lokaumferðin fór fram. 10. nóvember 2014 08:34
Viðar Örn auglýsir heita potta í Noregi Gaman að geta glatt móður sína með heitum potti. 20. september 2014 08:00
Viðar Örn á fimmtánda vinsælasta lagið í Noregi Sóknarmaðurinn slær í gegn með Creed-ábreiðu. 3. nóvember 2014 10:35
Spennandi en skrítið að spila í Kína Markahæsti leikmaðurinn í Noregi, Viðar Örn Kjartansson, mun líklega söðla um á nýju ári. Hann er eftirsóttur og er meðal annars með tilboð frá Kína. 20. september 2014 06:00