Umfjöllun og viðtöl: Valur - Akureyri 30-17 | Valur á toppinn eftir stórsigur Anton Ingi Leifsson í Vodafone-höllinni skrifar 29. nóvember 2014 00:01 vísir/stefán Valur átti ekki í miklum vandræðum með að vinna sinn sjötta sigur í síðustu sjö leikjum í Olís-deildinni þegar Akureyri var í heimsókn í dag. Leikurinn var leikur einn fyrir heimamenn sem náðu forystunni strax í byrjun og létu hana aldrei af hendi. Lokatölur 30-17. Vörn Vals var gífurlega sterk og gestirnir áttu engin svör. Meiðsli voru að hrjá þeirra mannskap og þeir áttu í stökustu vandræðum. Fyrir aftan var Stephen Nielsen í fantaformi. Valsmenn tóku forystuna strax í upphafi leiks og voru ekkert á því að láta hana af hendi. Þegar tíu mínútur voru liðnar leiddu þeir með tveimur mörkum 5-3 og átti munurinn bara eftir að aukast. Þeir juku muninn hægt og bítandi og Akureyringar voru heldur betur ráðalausir gegn ógnar sterkri vörn heimamanna. Finnur Ingi Stefánsson var funheitur í fyrri hálfleik og var meðal annars kominn með þrjú hraðaupphlaupsmörk þegar ellefu mínútur voru búnar af leiknum. Akureyringar voru seinir til baka og vandræðalegur sóknarleikurinn kom í bakið á þeim. Vörn þeirra var svo ekki mikið til að hrópa húrra fyrir og markvarslan engin. Leiknum var nánast lokið í hálfleik en þá var staðan 17-8. Síðari hálfleikur var formsatriði fyrir Valsmenn sem sigldu öruggum sigri heim. Skotnýting gestanna var hræðileg eða í leikslok var hún 35% á meðan Valsmenn skutu 70% .Tíu leikmenn komust á blað hjá Valsmönnum, en Kristján Orri Jóhannsson bar uppi lið Akureyrar. Hann skoraði átta mörk, þar af fjögur úr vítum. Í fyrri hálfleik voru markverðir Akureyri komnir með tvo bolta varða eða 11% markvörslu á móti 56% markvörslu hinu megin. Stephen Nielsen var í fantaformi og varði nánast þau skot sem komu á markið, þegar Akureyringum tókst að koma skoti á markið. Það munar um minna. Stephen endaði í 63% markvörslu. Magnaður leikur hja kappanum. Finnur Ingi Stefánsson og Geir Guðmundsson enduðu markahæstir með sex mörk hvor hjá Valsmönnum, en Kristján Orri markahæstur hjá Akureyri eins og fyrr segir með átta mörk. Valsmenn fóru með sigrinum á toppinn, en Akureyri er í fimmta sæti deildarinnar.Finnur Ingi: Frábært að vera komnir einir á toppinn „Þetta var til fyrirmyndar frá A-Ö," sagði Finnur Ingi Stefánsson, hornamaður Vals, við Vísi í leikslok. „Vörnin skóp sigurinn hér í dag, það er alveg ljóst. Við vorum mjög öflugir í vörninni seinni part fyrri hálfleiks og í síðari hálfleik. Stephen var svo frábær þarna bakvið og þá small þetta." „Við fengum svo auðveld hraðaupphlaup og Stephen varði nánast allt sem kom á markið. Hann var frábær." „Við vorum búnir að undirbúa okkur vel eins og fyrir alla aðra leiki. Við vissum hvað þeir vildu gera og við náðum að stoppa það." „Við erum búnir að vera á góðu „runni" og ætlum að halda því áfram. Við fáum mómentið með okkur og viljum halda áfram á fullum krafti." „Það er frábært að vera komnir einir á toppinn. Fram vann Aftureldingu sem er gott og við ætlum að styrkja okkar stöðu á toppnum," sagði Finnur að lokum við Vísi.Kristján Orri: Við eigum að gera betur „Þetta var ekki gott. Það var bara bæði vörn og sókn sem var ekki alveg að finna sér hér í dag," sagði markahæsti leikmaður Akureyrar í dag, Kristján Orri Jóhannsson, við Vísi í leikslok. „Ég er svo lélegur að greina þetta hvað fór úrskeiðis svona strax eftir leik. Þeir spila mjög góða vörn, en að sama skapi vorum við ekki alveg að finna okkur sóknarlega." „Það var erfitt að finna glufur á þeirra varnarleik, en við eigum að gera betur." „Þetta var skref niðr á við. Næsti leikur er gegn ÍBV og það verður hörkuleikur sem við hlökkum mikið til," sagði Kristján Orri og bætti við að lokum að það væri leikur sem Akureyringar ætluðu að vinna: „Að sjálfsögðu. Við stefnum á sigur þar og við förum auðvitað í alla leiki tli að vinna eins og öll lið í deildinni," sagði Kristján Orri að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
Valur átti ekki í miklum vandræðum með að vinna sinn sjötta sigur í síðustu sjö leikjum í Olís-deildinni þegar Akureyri var í heimsókn í dag. Leikurinn var leikur einn fyrir heimamenn sem náðu forystunni strax í byrjun og létu hana aldrei af hendi. Lokatölur 30-17. Vörn Vals var gífurlega sterk og gestirnir áttu engin svör. Meiðsli voru að hrjá þeirra mannskap og þeir áttu í stökustu vandræðum. Fyrir aftan var Stephen Nielsen í fantaformi. Valsmenn tóku forystuna strax í upphafi leiks og voru ekkert á því að láta hana af hendi. Þegar tíu mínútur voru liðnar leiddu þeir með tveimur mörkum 5-3 og átti munurinn bara eftir að aukast. Þeir juku muninn hægt og bítandi og Akureyringar voru heldur betur ráðalausir gegn ógnar sterkri vörn heimamanna. Finnur Ingi Stefánsson var funheitur í fyrri hálfleik og var meðal annars kominn með þrjú hraðaupphlaupsmörk þegar ellefu mínútur voru búnar af leiknum. Akureyringar voru seinir til baka og vandræðalegur sóknarleikurinn kom í bakið á þeim. Vörn þeirra var svo ekki mikið til að hrópa húrra fyrir og markvarslan engin. Leiknum var nánast lokið í hálfleik en þá var staðan 17-8. Síðari hálfleikur var formsatriði fyrir Valsmenn sem sigldu öruggum sigri heim. Skotnýting gestanna var hræðileg eða í leikslok var hún 35% á meðan Valsmenn skutu 70% .Tíu leikmenn komust á blað hjá Valsmönnum, en Kristján Orri Jóhannsson bar uppi lið Akureyrar. Hann skoraði átta mörk, þar af fjögur úr vítum. Í fyrri hálfleik voru markverðir Akureyri komnir með tvo bolta varða eða 11% markvörslu á móti 56% markvörslu hinu megin. Stephen Nielsen var í fantaformi og varði nánast þau skot sem komu á markið, þegar Akureyringum tókst að koma skoti á markið. Það munar um minna. Stephen endaði í 63% markvörslu. Magnaður leikur hja kappanum. Finnur Ingi Stefánsson og Geir Guðmundsson enduðu markahæstir með sex mörk hvor hjá Valsmönnum, en Kristján Orri markahæstur hjá Akureyri eins og fyrr segir með átta mörk. Valsmenn fóru með sigrinum á toppinn, en Akureyri er í fimmta sæti deildarinnar.Finnur Ingi: Frábært að vera komnir einir á toppinn „Þetta var til fyrirmyndar frá A-Ö," sagði Finnur Ingi Stefánsson, hornamaður Vals, við Vísi í leikslok. „Vörnin skóp sigurinn hér í dag, það er alveg ljóst. Við vorum mjög öflugir í vörninni seinni part fyrri hálfleiks og í síðari hálfleik. Stephen var svo frábær þarna bakvið og þá small þetta." „Við fengum svo auðveld hraðaupphlaup og Stephen varði nánast allt sem kom á markið. Hann var frábær." „Við vorum búnir að undirbúa okkur vel eins og fyrir alla aðra leiki. Við vissum hvað þeir vildu gera og við náðum að stoppa það." „Við erum búnir að vera á góðu „runni" og ætlum að halda því áfram. Við fáum mómentið með okkur og viljum halda áfram á fullum krafti." „Það er frábært að vera komnir einir á toppinn. Fram vann Aftureldingu sem er gott og við ætlum að styrkja okkar stöðu á toppnum," sagði Finnur að lokum við Vísi.Kristján Orri: Við eigum að gera betur „Þetta var ekki gott. Það var bara bæði vörn og sókn sem var ekki alveg að finna sér hér í dag," sagði markahæsti leikmaður Akureyrar í dag, Kristján Orri Jóhannsson, við Vísi í leikslok. „Ég er svo lélegur að greina þetta hvað fór úrskeiðis svona strax eftir leik. Þeir spila mjög góða vörn, en að sama skapi vorum við ekki alveg að finna okkur sóknarlega." „Það var erfitt að finna glufur á þeirra varnarleik, en við eigum að gera betur." „Þetta var skref niðr á við. Næsti leikur er gegn ÍBV og það verður hörkuleikur sem við hlökkum mikið til," sagði Kristján Orri og bætti við að lokum að það væri leikur sem Akureyringar ætluðu að vinna: „Að sjálfsögðu. Við stefnum á sigur þar og við förum auðvitað í alla leiki tli að vinna eins og öll lið í deildinni," sagði Kristján Orri að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira