Rosberg: Lewis var besti ökumaðurinn í ár

„Ég er afar vonsvikinn. Tækifærið var þarna en ég gat ekki nýtt þetta sérstaka tækifæri. En að lokum þá skipti það ekki máli því Lewis vann keppnina á sanngjarnan hátt. Lewis ók óaðfinnanlega í dag. Lewis var besti ökumaðurinn í ár,“ sagði Rosberg niðurlútur eftir keppnina.
„Ég ætla ekki að dvelja við mín vandræði í dag. Liðið hefur staðið sig frábærlega og á árangurinn skilið. Ég gat því miður ekki gert nóg í dag,“ bætti Rosberg við.
„Það mun taka smá tíma að komast yfir þetta en ég þarf klárlega að vinna í keppnisformi mínu fyrir næsta ár. Ég hef verið betri í tímatökum og ætla að byggja ofan á það en skiptir mestu máli að bæta keppnisformið núna,“ sagði Rosberg að lokum.
Toto Wolff, keppnisstjóri Mercedes sagði „þið skuluð ekki halda að Nico ætli ekki að verða heimsmeistari á næsta ári. Hann mun sleikja sárin næstu daga en hefja svo undirbúning á fullu og koma enn sterkari til baka á næsta ári.“
Tengdar fréttir

Hamilton: Besti dagur lífs míns
Lewis Hamilton er heimsmeistari ökumanna 2014. Hann náði titlinum í annað sinn eftir að hafa orðið heimsmeistari árið 2008. Hann lýsti deginum í dag sem besta degi lífs síns.

Rosberg á ráspól í Abú Dabí
Nico Rosberg náði ráspól liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. Þessi úrslit auka á spennuna í keppninni á morgun.

Lewis Hamilton er heimsmeistari ökumanna
Lewis Hamilton vann í Abú Dabí og tryggði sér þar með heimsmeistaratitil ökumanna í annað sinn. Felipe Massa á Williams varð annar og lisðfélagi hans Valtteri Bottas varð þriðji.

Hamilton fljótastur á báðum æfingum
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur allra á báðum æfingum dagsins í Abú Dabí. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg var þó ekki langt á eftir.

Rosberg: Hamilton þarf að keppa af sanngirni
Nico Rosberg hefur sagt liðsfélaga sínum og keppinaut, Lewis Hamilton að keppnin í Abú Dabi þurfi að vera sanngjörn.

Framvængur Red Bull ólöglega sveigjanlegur
Red Bull bílarnir munu líklega hefja keppni frá þjónustusvæðinu á morgun. Þeir fá að vera með en ætli þeir að vera með þá verða þeir að ræsa aftast.

Allar brellur notaðar fyrir lokaátökin í Abú Dabí
Mercedes-ökuþórarnir Lewis Hamilton og Nico Rosberg berjast um heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í Abú Dabí á sunnudaginn. Enginn annar en þeir getur unnið. Sálfræðistríðið í fullum gangi hjá "vinunum“.