Hrafnhildur setti persónulegt met og græddi 74.000 krónur Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. nóvember 2014 09:45 Hrafnhildur Lúthersdóttir er að undirbúa sig fyrir HM í Katar. vísir/valli Hrafnhildur Lúthersdóttir, ein fremsta sundkona þjóðarinnar, hafnaði í öðru sæti í 100 jarda bringusundi á fyrsta Grand Prix-móti bandaríska sundsambandsins sem fram fór í Minneapolis í nótt. Hrafnhildur, sem kölluð er Hilda vestanhafs, kom í mark á tímanum 59,40 sekúndum sem er hennar besti tími í 100 jarda (91 metra) bringusundi. Melanie Margalis, 23 ára gömul bandaríkjastúlka, kom fyrst í mark á 58,64 sekúndum og samlanda hennar, Kierra Smith, varð í þriðja sæti á eftir Hrafnhildi á 59,68 sekúndum. Hrafnhildur keppir í 200 jarda bringu í nótt, en hún er að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í 25 metra laug sem fram fer í Doha í Katar í næsta máuði. Grand Prix-mótaröðin í Bandaríkjunum er haldin í samstarfi við sundfataframleiðandann Arena og eru í heildina sex mót frá nóvember til júní. Þau fara fram í Minneapolis, Austin, Orlando, Mesa, Charlotte og Santa Clara. Heildarverðlaunaféð eru 300.000 dalir eða 37 milljónir króna. Sigurvegari hverrar greinar á öllum mótunum fær 1.000 dali (123.000 krónur), sá sem hafnar í öðru sæti fær 600 dali (74.000 krónur) og bronsverðlaunahafinn fær 200 dali (25.000 krónur). Hrafnhildur halaði því inn 74.000 krónum í nótt sem kemur sér vel fyrir íslenskan afreksmann. Sund Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir, ein fremsta sundkona þjóðarinnar, hafnaði í öðru sæti í 100 jarda bringusundi á fyrsta Grand Prix-móti bandaríska sundsambandsins sem fram fór í Minneapolis í nótt. Hrafnhildur, sem kölluð er Hilda vestanhafs, kom í mark á tímanum 59,40 sekúndum sem er hennar besti tími í 100 jarda (91 metra) bringusundi. Melanie Margalis, 23 ára gömul bandaríkjastúlka, kom fyrst í mark á 58,64 sekúndum og samlanda hennar, Kierra Smith, varð í þriðja sæti á eftir Hrafnhildi á 59,68 sekúndum. Hrafnhildur keppir í 200 jarda bringu í nótt, en hún er að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í 25 metra laug sem fram fer í Doha í Katar í næsta máuði. Grand Prix-mótaröðin í Bandaríkjunum er haldin í samstarfi við sundfataframleiðandann Arena og eru í heildina sex mót frá nóvember til júní. Þau fara fram í Minneapolis, Austin, Orlando, Mesa, Charlotte og Santa Clara. Heildarverðlaunaféð eru 300.000 dalir eða 37 milljónir króna. Sigurvegari hverrar greinar á öllum mótunum fær 1.000 dali (123.000 krónur), sá sem hafnar í öðru sæti fær 600 dali (74.000 krónur) og bronsverðlaunahafinn fær 200 dali (25.000 krónur). Hrafnhildur halaði því inn 74.000 krónum í nótt sem kemur sér vel fyrir íslenskan afreksmann.
Sund Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Sjá meira