Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍR 18-27 | Slátrun hjá Breiðhyltingum Anton Ingi Leifsson í Safamýri skrifar 20. nóvember 2014 14:05 ÍR vann í kvöld þægilegan sigur á botnliði Fram í Olís-deild karla í handbolta. Breiðhyltingar voru ávallt sterkari aðilinn og unnu að lokum, 18-27. Greddan í þeirri liði var meiri og þeir uppskáru eftir því. Sterkur varnarleikur og góð markvarsla lagði grunninn að sigrinum, en gestirnir fóru þó með urmul af marktækifærum. Kristófer Fannar varði hvert færið á eftir öðru í marki Fram. Breiðhyltingar byrjuðu strax betur í fyrri hálfleiks og voru þremur mörkum yfir þegar tíu mínútur voru búnar. Varnarleikurinn Framara var heldur betur slakur, en ÍR-ingar fengu hvert silfurmarkið á fætur öðru. Ein finta og allt var opið. Ekki bætti úr skák að Elías Bóasson var að snúa aftur eftir meiðsli, en hann var ekki lengi inni á vellinum því hann þurfti að fara útaf vegna meiðsla í fyrri hálfleik. Kristófer Fannar Guðmundsson gerði allt sem hann gat til að stöðva skothríð ÍR-inga í markinu, en hann varði hvert skotið á fætur öðru þar á meðal tvö vítaköst frá Björgvini Hólmgeirssyni. Gestirnir náðu mets sex marka forystu þegar Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði síðatsa mark fyrri hálfleiks; 7-13. Sex marka munur í hálfleik. Síðari hálfleikurinn þróaðist svipaður og sá fyrri. Það virtust þó vera að heimamenn ætluðu að gefa gestunum leik þegar Ólafur Jóhann Magnússon minnkaði muninn í þrjú mörk um miðjan síðari hálfleik, en þá var gestunum nóg boðið. Þeir settu aftur í fimmta gír og breyttu stöðunni úr 14-17 í 14-21. Þá var leik lokið. Þeir fengu hvert auðvelda markið á fætur öðru og eftir það var ekki aftur snúið. Lokatölur níu marka sigur ÍR, 18-27. Arnar Birkir Hálfdánsson spilaði vel á sínum gamla heimavelli. Hann skoraði fjögur mörk og fiskaði þrjú víti. Sturla Ásgeirsson var markahæstur hjá ÍR, en hann skoraði sjö mörk, þar af fjögur úr vítum. Báðir markverðirnir vörðu vel hjá ÍR; Svavar í þeim fyrri og Arnór í þeim síðari. Hjá heimamönnum var það Stefán Baldvin Stefánsson sem var langmarkahæstur með 6 mörk. Fleiri þurfa að stíga upp í sóknarleik Fram svo mikið er víst. Næsti maður var með þrjú mörk, Ólafur Ægir Ólafsson. Kristófer Fannar Guðmundsson var bestur hjá Fram með um 40% markvörslu. Greddan var miklu meiri hjá gestunum. Þeir börðust um alla bolta, voru að vinna lausu boltana, sóknarleikurinn var mun betri og heilsteyptari og ég tala þá ekki um varnarleik liðanna. Þeir voru eins og svart og hvítt. ÍR vörnin hélt vel með þá Jón Heiðar Gunnarsson og Davíð Georgsson sem herforingja fyrir miðju. Sóknarleikur Fram var þó heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir. Þeir skoruðu einungis sjö mörk í fyrri hálfleik og voru oft á tíðum að reyna mjög erfið skot þegar höndin var kominn upp og þeir ráðþrota gegn sterki vörn gestana. Ásarnir upp í erminni voru ekki margir og því fór sem fór. Fram er á botni Olís-deildarinnar með fjögur stig. ÍR er hins vegar í baráttunni í efri hlutanum með sextán stig í þriðja til fjórða sæti ásamt FH.Sturla: Þeir kannski ekki með neina frábæra sókn en sterka vörn „Þetta var kannski ekkert svo auðvelt. Það var nánast bara í lokin þegar þeir voru orðnir þreyttir og við áttum ferska menn til að koma inn og kláruðu leikinn frábærlega," sagði Sturla Ásgeirsson, hornamaður ÍR, við Vísi í leikslok. „Við vissum að við værum með sterka vörn og þeir kannski ekki með neina frábæra sókn, en ótrúlega sterkir sjálfir í varnarleik og hraðaupphlaupum. Við vorum að reyna að koma í veg fyrir það að það myndi gerast. Það gekk brösulega." „Við misstum alltof marga bolta og þeir refsuðu um leið með hraðaupphlaupum. Það heldur þeim mjög lengi í leiknum, en undir það síðasta náum við að slíta okkur frá þeim sem var virkilega ánægjulegt. Þetta er stærsti sigur okkar í vetur að ég held." „Kristófer er góður markvörður og hann var að verja vel. Þeir eru bara með góða vörn og þetta er flott lið. Eins og deildin hefur sýnt að ef maður er ekki klár þá getur maður tapað fyrir hverjum sem er, þannig þetta var bara eins og við bjuggumst við. Ekkert nýtt hjá þeim og við að spila á því sama. Frábær sigur." „Ég er mjög ánægður með stöðu mála. Við erum í efri hlutanum og erum í bullandi baráttu um að vera í toppsætinu og það er staður sem við viljum halda okkur á," sagði Sturla ánægður í leikslok.Garðar: Erum að gera þetta of mikið sem einstaklingar „Sóknarleikurinn fór að mínu mest úrskeiðis í dag. Við köstuðum boltanum alltof oft frá okkur og við erum bara klaufar. Erum að taka mikið af röngum ákvörðunum og ég veit ekki hversu oft við vorum að tapa boltanum. Það er á annan tug," sagði Garðar B. Sigurjónsson, línumaður Fram, í leikslok. „Við klúðrum alltof mikið af dauðafærum í fyrri hálfleik þar á meðal ég. Ég klúðraði ,,deddara" af línunni, bara lélegt skot. Hann var ágætur í markinu, en við eigum að skjóta miklu betur." „Mér fannst við koma vel stemmdir til leiks, en ég hélt við myndum spila miklu betur. Við vorum við þá, en svo taka þeir fram úr okkur. Við náðum þó að koma aðeins til baka bæði í fyrri og seinni hálfleik, en við náum ekki að halda því," sagði Garðar sem átti erfitt með að greina frá eitthverju jákvæðu svona stuttu eftir leik. „Það er erfitt að sjá það. Markvarslan var fín, Kristófer var að verja ágætlega, en við vorum bara lélegir í vörn og lélegir í sókn. Við börðumst reyndar og hættum ekki, en það er ekki margt jákvætt." „Það er klárt. Við komumst ekkert áfram ef við söfnum ekki stigum. Við þurfum að fara greina hvað er að fara úrskeiðis og hvað við þurfum að gera til ná í þessa punkta því ég veit við getum það," en hvað þarf Fram að gera til að fara næla í þessi stig? „Við verðum að mæta á fullum krafti og spila þetta saman, en eins og staðan er núna erum við ekki að því. Við erum að gera þetta of mikið sem einstaklingar," sagði Garðar hundfúll í leikslok. Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
ÍR vann í kvöld þægilegan sigur á botnliði Fram í Olís-deild karla í handbolta. Breiðhyltingar voru ávallt sterkari aðilinn og unnu að lokum, 18-27. Greddan í þeirri liði var meiri og þeir uppskáru eftir því. Sterkur varnarleikur og góð markvarsla lagði grunninn að sigrinum, en gestirnir fóru þó með urmul af marktækifærum. Kristófer Fannar varði hvert færið á eftir öðru í marki Fram. Breiðhyltingar byrjuðu strax betur í fyrri hálfleiks og voru þremur mörkum yfir þegar tíu mínútur voru búnar. Varnarleikurinn Framara var heldur betur slakur, en ÍR-ingar fengu hvert silfurmarkið á fætur öðru. Ein finta og allt var opið. Ekki bætti úr skák að Elías Bóasson var að snúa aftur eftir meiðsli, en hann var ekki lengi inni á vellinum því hann þurfti að fara útaf vegna meiðsla í fyrri hálfleik. Kristófer Fannar Guðmundsson gerði allt sem hann gat til að stöðva skothríð ÍR-inga í markinu, en hann varði hvert skotið á fætur öðru þar á meðal tvö vítaköst frá Björgvini Hólmgeirssyni. Gestirnir náðu mets sex marka forystu þegar Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði síðatsa mark fyrri hálfleiks; 7-13. Sex marka munur í hálfleik. Síðari hálfleikurinn þróaðist svipaður og sá fyrri. Það virtust þó vera að heimamenn ætluðu að gefa gestunum leik þegar Ólafur Jóhann Magnússon minnkaði muninn í þrjú mörk um miðjan síðari hálfleik, en þá var gestunum nóg boðið. Þeir settu aftur í fimmta gír og breyttu stöðunni úr 14-17 í 14-21. Þá var leik lokið. Þeir fengu hvert auðvelda markið á fætur öðru og eftir það var ekki aftur snúið. Lokatölur níu marka sigur ÍR, 18-27. Arnar Birkir Hálfdánsson spilaði vel á sínum gamla heimavelli. Hann skoraði fjögur mörk og fiskaði þrjú víti. Sturla Ásgeirsson var markahæstur hjá ÍR, en hann skoraði sjö mörk, þar af fjögur úr vítum. Báðir markverðirnir vörðu vel hjá ÍR; Svavar í þeim fyrri og Arnór í þeim síðari. Hjá heimamönnum var það Stefán Baldvin Stefánsson sem var langmarkahæstur með 6 mörk. Fleiri þurfa að stíga upp í sóknarleik Fram svo mikið er víst. Næsti maður var með þrjú mörk, Ólafur Ægir Ólafsson. Kristófer Fannar Guðmundsson var bestur hjá Fram með um 40% markvörslu. Greddan var miklu meiri hjá gestunum. Þeir börðust um alla bolta, voru að vinna lausu boltana, sóknarleikurinn var mun betri og heilsteyptari og ég tala þá ekki um varnarleik liðanna. Þeir voru eins og svart og hvítt. ÍR vörnin hélt vel með þá Jón Heiðar Gunnarsson og Davíð Georgsson sem herforingja fyrir miðju. Sóknarleikur Fram var þó heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir. Þeir skoruðu einungis sjö mörk í fyrri hálfleik og voru oft á tíðum að reyna mjög erfið skot þegar höndin var kominn upp og þeir ráðþrota gegn sterki vörn gestana. Ásarnir upp í erminni voru ekki margir og því fór sem fór. Fram er á botni Olís-deildarinnar með fjögur stig. ÍR er hins vegar í baráttunni í efri hlutanum með sextán stig í þriðja til fjórða sæti ásamt FH.Sturla: Þeir kannski ekki með neina frábæra sókn en sterka vörn „Þetta var kannski ekkert svo auðvelt. Það var nánast bara í lokin þegar þeir voru orðnir þreyttir og við áttum ferska menn til að koma inn og kláruðu leikinn frábærlega," sagði Sturla Ásgeirsson, hornamaður ÍR, við Vísi í leikslok. „Við vissum að við værum með sterka vörn og þeir kannski ekki með neina frábæra sókn, en ótrúlega sterkir sjálfir í varnarleik og hraðaupphlaupum. Við vorum að reyna að koma í veg fyrir það að það myndi gerast. Það gekk brösulega." „Við misstum alltof marga bolta og þeir refsuðu um leið með hraðaupphlaupum. Það heldur þeim mjög lengi í leiknum, en undir það síðasta náum við að slíta okkur frá þeim sem var virkilega ánægjulegt. Þetta er stærsti sigur okkar í vetur að ég held." „Kristófer er góður markvörður og hann var að verja vel. Þeir eru bara með góða vörn og þetta er flott lið. Eins og deildin hefur sýnt að ef maður er ekki klár þá getur maður tapað fyrir hverjum sem er, þannig þetta var bara eins og við bjuggumst við. Ekkert nýtt hjá þeim og við að spila á því sama. Frábær sigur." „Ég er mjög ánægður með stöðu mála. Við erum í efri hlutanum og erum í bullandi baráttu um að vera í toppsætinu og það er staður sem við viljum halda okkur á," sagði Sturla ánægður í leikslok.Garðar: Erum að gera þetta of mikið sem einstaklingar „Sóknarleikurinn fór að mínu mest úrskeiðis í dag. Við köstuðum boltanum alltof oft frá okkur og við erum bara klaufar. Erum að taka mikið af röngum ákvörðunum og ég veit ekki hversu oft við vorum að tapa boltanum. Það er á annan tug," sagði Garðar B. Sigurjónsson, línumaður Fram, í leikslok. „Við klúðrum alltof mikið af dauðafærum í fyrri hálfleik þar á meðal ég. Ég klúðraði ,,deddara" af línunni, bara lélegt skot. Hann var ágætur í markinu, en við eigum að skjóta miklu betur." „Mér fannst við koma vel stemmdir til leiks, en ég hélt við myndum spila miklu betur. Við vorum við þá, en svo taka þeir fram úr okkur. Við náðum þó að koma aðeins til baka bæði í fyrri og seinni hálfleik, en við náum ekki að halda því," sagði Garðar sem átti erfitt með að greina frá eitthverju jákvæðu svona stuttu eftir leik. „Það er erfitt að sjá það. Markvarslan var fín, Kristófer var að verja ágætlega, en við vorum bara lélegir í vörn og lélegir í sókn. Við börðumst reyndar og hættum ekki, en það er ekki margt jákvætt." „Það er klárt. Við komumst ekkert áfram ef við söfnum ekki stigum. Við þurfum að fara greina hvað er að fara úrskeiðis og hvað við þurfum að gera til ná í þessa punkta því ég veit við getum það," en hvað þarf Fram að gera til að fara næla í þessi stig? „Við verðum að mæta á fullum krafti og spila þetta saman, en eins og staðan er núna erum við ekki að því. Við erum að gera þetta of mikið sem einstaklingar," sagði Garðar hundfúll í leikslok.
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira