Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Afturelding 23-24 | Mosfellingar með frábæran endasprett Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 20. nóvember 2014 14:02 Vísir/Vilhelm Afturelding sótti tvö stig út í Eyjar í kvöld í 12. umferð Olís-deildar karla í handbolta en Mosfellingar unnu þá eins marks endurkomusigur á Íslandsmeisturum ÍBV, 24-23. Afturelding tryggði sér sigurinn með því að vinna endakafla leiksins 11-6 eftir að hafa lent fjórum mörkum undir í byrjun seinni hálfleiks. Heimamenn voru betri nánast allan leikinn en Mosfellingar náðu með ótrúlegum kafla í síðari hálfleik að innbyrða stigin. Fyrir leikinn var ljóst að Pétur Júníusson myndi ekki taka þátt hjá Aftureldingu en að sama skapi var ljóst að Sindri Haraldsson myndi taka einhvern þátt í leiknum. Sindri hefur verið að glíma við slæm meiðsli en hann stóð sig gríðarlega vel þann tíma sem hann var inni á vellinum. Fjarvera Péturs hafði slæm áhrif á lið Aftureldingar í upphafi leiks en undir lokin var búið að kippa því í lag. Bæði lið ætluðu að keyra upp tempó-ið í leiknum og beittu hröðum sóknum. Sindri Haraldsson var geymdur á bekk Eyjamanna stóran hluta fyrri hálfleiks en hann er augljóslega ekki orðinn heill heilsu. Í upphafi leiks komu mörk Aftureldingar úr öllum áttum en þeim tókst oftar en ekki að finna besta mögulega færið. Vel gekk einnig hjá Eyjamönnum að búa sér til færi en þeir fengu óteljandi sénsa innan við punktalínu. Í fyrri hálfleik var jafnt á öllum tölum en það var augljóst að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt fyrir sigur í þessum leik. Kolbeinn Aron Arnarson átti góðan leik í marki Eyjamanna en markvarslan í síðasta leik Eyjamanna var hræðileg. Kolbeinn varði 17 skot í leiknum og þar af eitt vítakast. Davíð Svansson náði sér ekki á strik í marki gestanna en vörn Aftureldingar framan af var alls ekki góð. Hann varði þó 13 skot og tók mjög mikilvæga bolta undir lokin. Eyjamenn byrjuðu síðari hálfleik mjög vel en þá hafði myndast gríðarleg stemning í húsinu sem átti eftir að haldast allt til leiksloka. Hvítu Riddararnir léku á alls oddi á áhorfendabekkjunum. Gestunum tókst að saxa jafnt og þétt á forskotið og jöfnuðu leikinn þegar tíu mínútur voru eftir. Þá byrjaði vörn Aftureldingar að minna á sig og fækkaði færum Eyjamanna gríðarlega. Þegar tvær mínútur voru eftir komust gestirnir tveimur mörkum yfir í annað skiptið í leiknum. Það var of mikið fyrir Eyjamenn sem nýttu ekki sénsana sína undir lokin og því fór sem fór.Gunnar Magnússon: Eigum að vinna með svona markvörslu „Hrikalega svekkjandi, við köstuðum þessu frá okkur. Við höfðum frumkvæðið nánast allan leikinn og erum algjörir klaufar í lokin,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, en hann var augljóslega svekktur eftir sárt tap gegn nýliðum Aftureldingar í kvöld. „Við fáum dæmda á okkur ódýra tæknifeila á síðustu tíu mínútunum og svo fáum við hrikalega ódýrar tvær mínútur þegar við erum að vinna boltann. Við fáum síðan tvo sénsa til að jafna og auðvitað hefðum við viljað fá betra færi í lokin og nýta þetta betur.“ „Kolli var mjög flottur, þetta er annar leikurinn af seinustu þremur þar sem hann hefur verið frábær. Við eigum að vinna með svona markvörslu, heilt yfir verð ég bara að segja að við spiluðum vel. Við erum bara algjörir klaufar að vinna þetta ekki,“ sagði Gunnar en Eyjamenn sýndu mikið af góðum köflum í leiknum. Eyjamenn hafa því tapað þremur leikjum í röð gegn FH, ÍR og Aftureldingu. „Það verður ekkert mál að undirbúa menn, við munum berjast áfram og læra af þessu og komum sterkari til baka.“Einar Andri: Stórt hjarta í liðinu „Ég er rosalega sáttur við sigurinn og sérstaklega í ljósi þess að við vorum í miklum erfiðleikum stóran hluta leiksins og fannst við ekki ná okkur almennilega á strik fyrr en síðustu fimmtán mínúturnar,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar, eftir góðan sigur á erfiðum útivelli. „Það var stórt hjarta í liðinu sem að kláraði þetta í lokin. Við vorum eiginlega búnir að missa þetta frá okkur í byrjun seinni hálfleiks og við náum einhvern veginn að klóra okkur inn í hann og klára þetta með einhverri hörku.“ Þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum voru Eyjamenn 19-16 yfir og staðan ekki björt fyrir gestina. „Það var erfitt að átta sig á því, við vorum ekki líklegir. Mig minnir að Örn Ingi hafi komist inn í sendingu þegar þeir voru einum fleiri og upp úr því fáum við hraðaupphlaup, mér fannst það snúa leiknum.“ „Við erum að bara að safna stigum, við erum nýliðar og viljum ekki þenja okkur upp of mikið. Það eru fjórir leikir eftir fram að áramótum og ef við höldum vel á spöðunum og skilum inn nokkrum stigum getum við farið að leyfa okkur að hugsa um efri hlutann,“ sagði Einar Andri en hann virkaði virkilega hógvær og vildi helst ekki byggja upp of miklar væntingar. Olís-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Afturelding sótti tvö stig út í Eyjar í kvöld í 12. umferð Olís-deildar karla í handbolta en Mosfellingar unnu þá eins marks endurkomusigur á Íslandsmeisturum ÍBV, 24-23. Afturelding tryggði sér sigurinn með því að vinna endakafla leiksins 11-6 eftir að hafa lent fjórum mörkum undir í byrjun seinni hálfleiks. Heimamenn voru betri nánast allan leikinn en Mosfellingar náðu með ótrúlegum kafla í síðari hálfleik að innbyrða stigin. Fyrir leikinn var ljóst að Pétur Júníusson myndi ekki taka þátt hjá Aftureldingu en að sama skapi var ljóst að Sindri Haraldsson myndi taka einhvern þátt í leiknum. Sindri hefur verið að glíma við slæm meiðsli en hann stóð sig gríðarlega vel þann tíma sem hann var inni á vellinum. Fjarvera Péturs hafði slæm áhrif á lið Aftureldingar í upphafi leiks en undir lokin var búið að kippa því í lag. Bæði lið ætluðu að keyra upp tempó-ið í leiknum og beittu hröðum sóknum. Sindri Haraldsson var geymdur á bekk Eyjamanna stóran hluta fyrri hálfleiks en hann er augljóslega ekki orðinn heill heilsu. Í upphafi leiks komu mörk Aftureldingar úr öllum áttum en þeim tókst oftar en ekki að finna besta mögulega færið. Vel gekk einnig hjá Eyjamönnum að búa sér til færi en þeir fengu óteljandi sénsa innan við punktalínu. Í fyrri hálfleik var jafnt á öllum tölum en það var augljóst að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt fyrir sigur í þessum leik. Kolbeinn Aron Arnarson átti góðan leik í marki Eyjamanna en markvarslan í síðasta leik Eyjamanna var hræðileg. Kolbeinn varði 17 skot í leiknum og þar af eitt vítakast. Davíð Svansson náði sér ekki á strik í marki gestanna en vörn Aftureldingar framan af var alls ekki góð. Hann varði þó 13 skot og tók mjög mikilvæga bolta undir lokin. Eyjamenn byrjuðu síðari hálfleik mjög vel en þá hafði myndast gríðarleg stemning í húsinu sem átti eftir að haldast allt til leiksloka. Hvítu Riddararnir léku á alls oddi á áhorfendabekkjunum. Gestunum tókst að saxa jafnt og þétt á forskotið og jöfnuðu leikinn þegar tíu mínútur voru eftir. Þá byrjaði vörn Aftureldingar að minna á sig og fækkaði færum Eyjamanna gríðarlega. Þegar tvær mínútur voru eftir komust gestirnir tveimur mörkum yfir í annað skiptið í leiknum. Það var of mikið fyrir Eyjamenn sem nýttu ekki sénsana sína undir lokin og því fór sem fór.Gunnar Magnússon: Eigum að vinna með svona markvörslu „Hrikalega svekkjandi, við köstuðum þessu frá okkur. Við höfðum frumkvæðið nánast allan leikinn og erum algjörir klaufar í lokin,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, en hann var augljóslega svekktur eftir sárt tap gegn nýliðum Aftureldingar í kvöld. „Við fáum dæmda á okkur ódýra tæknifeila á síðustu tíu mínútunum og svo fáum við hrikalega ódýrar tvær mínútur þegar við erum að vinna boltann. Við fáum síðan tvo sénsa til að jafna og auðvitað hefðum við viljað fá betra færi í lokin og nýta þetta betur.“ „Kolli var mjög flottur, þetta er annar leikurinn af seinustu þremur þar sem hann hefur verið frábær. Við eigum að vinna með svona markvörslu, heilt yfir verð ég bara að segja að við spiluðum vel. Við erum bara algjörir klaufar að vinna þetta ekki,“ sagði Gunnar en Eyjamenn sýndu mikið af góðum köflum í leiknum. Eyjamenn hafa því tapað þremur leikjum í röð gegn FH, ÍR og Aftureldingu. „Það verður ekkert mál að undirbúa menn, við munum berjast áfram og læra af þessu og komum sterkari til baka.“Einar Andri: Stórt hjarta í liðinu „Ég er rosalega sáttur við sigurinn og sérstaklega í ljósi þess að við vorum í miklum erfiðleikum stóran hluta leiksins og fannst við ekki ná okkur almennilega á strik fyrr en síðustu fimmtán mínúturnar,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar, eftir góðan sigur á erfiðum útivelli. „Það var stórt hjarta í liðinu sem að kláraði þetta í lokin. Við vorum eiginlega búnir að missa þetta frá okkur í byrjun seinni hálfleiks og við náum einhvern veginn að klóra okkur inn í hann og klára þetta með einhverri hörku.“ Þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum voru Eyjamenn 19-16 yfir og staðan ekki björt fyrir gestina. „Það var erfitt að átta sig á því, við vorum ekki líklegir. Mig minnir að Örn Ingi hafi komist inn í sendingu þegar þeir voru einum fleiri og upp úr því fáum við hraðaupphlaup, mér fannst það snúa leiknum.“ „Við erum að bara að safna stigum, við erum nýliðar og viljum ekki þenja okkur upp of mikið. Það eru fjórir leikir eftir fram að áramótum og ef við höldum vel á spöðunum og skilum inn nokkrum stigum getum við farið að leyfa okkur að hugsa um efri hlutann,“ sagði Einar Andri en hann virkaði virkilega hógvær og vildi helst ekki byggja upp of miklar væntingar.
Olís-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira