Barbie-dúkka með „eðlilegar línur“ og appelsínuhúð Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. nóvember 2014 10:52 Lammily-dúkkan á að vera eðlileg að sögn hönnuðarins. Myndir/Lammily Nú er dúkka komin á markað sem á að sýna hvernig konur eru í raun og veru. Hönnuðurinn Nickolay Lamm hefur nú fengið hinar svokölluðu Lammily-dúkkur afhentar úr verksmiðjunni og selur þær í gegnum vefsíðu sína. Markmið Lamm með dúkkunum er að sýna hvernig konur líta út í raun og veru. „Ég vil sýna börnum að raunveruleikinn getur verið „kúl“,“ segir hann í viðtali við Time. Lammily-dúkkurnar eiga að sýna hvernig Barbie myndi líta út ef hún væri með „eðlilegar línur“. Lamm byggði líkamsbyggingu Lammily-dúkkunnar á tölfræði frá landlæknisembætti Bandaríkjanna. Hann vill sýna hvernig meðalkonan lítur út. Hægt er að kaupa sérstaka límmiða með dúkkunni og gefa dúkkunni þannig freknur, bólur og appelsínuhúð. Einnig er hægt að líma húðflúr og slit á dúkkuna. „25 til 30 prósent fólks mun örugglega segja að þessir límmaðar séu rugl, en ég trúi því að meirihluti fólks telji þá vera góða hugmynd,“ segir hönnuðurinn.Lamm safnaði fyrir framleiðslu dúkkunnar í gegnum hópfjármögnun á netinu. Hann setti sér það markmið að ná 11 milljónum króna. En hugmynd hans sló rækilega í gegnu og náði hann að safna rúmlega 60 milljónum. Hægt er að panta dúkkuna á vefsíðunni Lammily.com.Hér er Lammily dúkkan í gallaskyrtu. Ósköp venjuleg.Lammily með tattú.Hægt er að fá límmiða með appelsínuhúð. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Nú er dúkka komin á markað sem á að sýna hvernig konur eru í raun og veru. Hönnuðurinn Nickolay Lamm hefur nú fengið hinar svokölluðu Lammily-dúkkur afhentar úr verksmiðjunni og selur þær í gegnum vefsíðu sína. Markmið Lamm með dúkkunum er að sýna hvernig konur líta út í raun og veru. „Ég vil sýna börnum að raunveruleikinn getur verið „kúl“,“ segir hann í viðtali við Time. Lammily-dúkkurnar eiga að sýna hvernig Barbie myndi líta út ef hún væri með „eðlilegar línur“. Lamm byggði líkamsbyggingu Lammily-dúkkunnar á tölfræði frá landlæknisembætti Bandaríkjanna. Hann vill sýna hvernig meðalkonan lítur út. Hægt er að kaupa sérstaka límmiða með dúkkunni og gefa dúkkunni þannig freknur, bólur og appelsínuhúð. Einnig er hægt að líma húðflúr og slit á dúkkuna. „25 til 30 prósent fólks mun örugglega segja að þessir límmaðar séu rugl, en ég trúi því að meirihluti fólks telji þá vera góða hugmynd,“ segir hönnuðurinn.Lamm safnaði fyrir framleiðslu dúkkunnar í gegnum hópfjármögnun á netinu. Hann setti sér það markmið að ná 11 milljónum króna. En hugmynd hans sló rækilega í gegnu og náði hann að safna rúmlega 60 milljónum. Hægt er að panta dúkkuna á vefsíðunni Lammily.com.Hér er Lammily dúkkan í gallaskyrtu. Ósköp venjuleg.Lammily með tattú.Hægt er að fá límmiða með appelsínuhúð.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira