Fyrsti Þjóðverjinn sem skorar í NFL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. desember 2014 17:30 Markus Kuhn var ánægður með snertimarkið. Vísir/Getty Varnartröllið Markus Kuhn skráði nafn sitt í sögubækurnar í NFL-deildinni með því að verða fyrsti Þjóðverjinn sem skorar snertimark í deildinni. Kuhn er 28 ára varnarmaður sem skoraði fyrir lið sitt, New York Giants, í leik gegn Tennessee Titans í gærkvöldi. Giants vann stórsigur, 36-7. Kuhn var fljótur að átta sig eftir að Zach Mettenberger, leikstjórnandi Titans, missti boltann þegar hann ætlaði að kasta honum frá sér. Kuhn hirti boltann og skoraði sitt fyrsta snertimark á ferlinum. „Ég náði í boltann og hugsaði bara „vá - ég verð að hlaupa“. Þetta var fyrsta snertimarkið mitt í Bandaríkjunum - ég skoraði aldrei í háskóla,“ sagði Kuhn. Kuhn var fjórtán ára þegar hann mætti á sína fyrstu ruðningsæfingu í Þýskalandi. Hann byrjaði að spila með Weinheim Longhorns í þýsku deildinni þar sem hann vakti eftirtekt háskólaliða í Bandaríkjunum. Hann hélt svo vestur um haf árið 2007 og spilaði í fögur ár með North Carolina State, áður en hann var valinn af Giants í nýliðavalinu árið 2012. Nokkrir erlendir leikmenn spila í NFL-deildinni og í gegnum tíðina hafa nokkrir Þjóðverjar komist í lið - flestir sparkarar eða varnarmenn og fengu því sjaldnast tækifæri til að skora snertimark líkt og Kuhn gerði um helgina.Always dreamed of doing that one day! #unbelievable #giants #touchdown http://t.co/tW80lfCc38— Markus Kuhn (@themarkuskuhn) December 8, 2014 NFL Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Körfubolti Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Sjá meira
Varnartröllið Markus Kuhn skráði nafn sitt í sögubækurnar í NFL-deildinni með því að verða fyrsti Þjóðverjinn sem skorar snertimark í deildinni. Kuhn er 28 ára varnarmaður sem skoraði fyrir lið sitt, New York Giants, í leik gegn Tennessee Titans í gærkvöldi. Giants vann stórsigur, 36-7. Kuhn var fljótur að átta sig eftir að Zach Mettenberger, leikstjórnandi Titans, missti boltann þegar hann ætlaði að kasta honum frá sér. Kuhn hirti boltann og skoraði sitt fyrsta snertimark á ferlinum. „Ég náði í boltann og hugsaði bara „vá - ég verð að hlaupa“. Þetta var fyrsta snertimarkið mitt í Bandaríkjunum - ég skoraði aldrei í háskóla,“ sagði Kuhn. Kuhn var fjórtán ára þegar hann mætti á sína fyrstu ruðningsæfingu í Þýskalandi. Hann byrjaði að spila með Weinheim Longhorns í þýsku deildinni þar sem hann vakti eftirtekt háskólaliða í Bandaríkjunum. Hann hélt svo vestur um haf árið 2007 og spilaði í fögur ár með North Carolina State, áður en hann var valinn af Giants í nýliðavalinu árið 2012. Nokkrir erlendir leikmenn spila í NFL-deildinni og í gegnum tíðina hafa nokkrir Þjóðverjar komist í lið - flestir sparkarar eða varnarmenn og fengu því sjaldnast tækifæri til að skora snertimark líkt og Kuhn gerði um helgina.Always dreamed of doing that one day! #unbelievable #giants #touchdown http://t.co/tW80lfCc38— Markus Kuhn (@themarkuskuhn) December 8, 2014
NFL Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Körfubolti Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Sjá meira