UFC 181: Hvað gerir Pettis gegn Melendez? Pétur Marinó Jónsson skrifar 5. desember 2014 22:45 UFC 181 fer fram annað kvöld og eru tveir titilbardagar á dagskrá. Anthony Pettis og Johny Hendricks munu báðir verja belti sitt í fyrsta sinn en bardagakvöldið hefst kl 3 aðfaranótt sunnudags á Stöð 2 Sport. Aðalbardagi kvöldsins er titilbardagi í veltivigtinni þar sem Johny Hendricks mætir Robbie Lawler. Áður en sá bardagi fer fram er gríðarlega spennandi titilbardagi í léttvigtinni þar sem meistarinn Anthony Pettis mætir Gilbert Melendez. Anthony Pettis er einn hæfileikaríkasti bardagamaður heims um þessar mundir og gríðarlega spennandi áhorfs. Hann er með flott og óhefðbundin spörk en á sama tíma hitta þessi spörk ótrúlega vel. Hann er þekktur fyrir hið svo kallaða „Showtime kick” eftir að hann stökk á búrið og sparkaði í höfuð Ben Henderson í fyrsta bardaga þeirra (sjá í myndbandinu hér að ofan). Hann leyfir sér að taka óhefðbundin spörk sem geta komið honum í erfiða stöðu á bakinu en því miður fyrir andstæðinga hans er hann líka hættulegur þar. Það kom bersýnilega í ljós þegar hann sigraði léttvigtartitilinn í ágúst í fyrra. Eftir að hafa sparkað þáverandi meistara, Ben Henderson, sundur og saman tók hann handahlaupsspark sem hitti ekki og endaði hann á bakinu fyrir vikið. Af bakinu náði hann Henderson í „armbar” með þeim afleiðingum að hönd Henderson brotnaði áður en hann gafst upp. Aðdáendur Pettis bíða í ofvæni eftir að sjá hann en því miður hafa tækifærin á að sjá hann verið af skornum skammti. Meiðsli og upptökur á þættinum The Ultimate Fighter hafa haldið honum frá keppni síðan í ágúst 2013. Nú fá aðdáendur loks tækifæri á að sjá þennan frábæra bardagamann sína listir sínar á UFC 181. Andstæðingur hans er hugsanlega sá erfiðasti hingað til, Gilbert Melendez. Pettis er þekktur fyrir að klára andstæðinga en það gæti reynst erfitt gegn Melendez enda hefur hann aldrei tapað eftir rothögg eða uppgjafartök. Nánar má lesa um Gilbert Melendez á síðu MMA Frétta hér. Bardaginn annað kvöld ætti að verða frábær skemmtun sem bardagaaðdáendur mega ekki missa af! MMA Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira
UFC 181 fer fram annað kvöld og eru tveir titilbardagar á dagskrá. Anthony Pettis og Johny Hendricks munu báðir verja belti sitt í fyrsta sinn en bardagakvöldið hefst kl 3 aðfaranótt sunnudags á Stöð 2 Sport. Aðalbardagi kvöldsins er titilbardagi í veltivigtinni þar sem Johny Hendricks mætir Robbie Lawler. Áður en sá bardagi fer fram er gríðarlega spennandi titilbardagi í léttvigtinni þar sem meistarinn Anthony Pettis mætir Gilbert Melendez. Anthony Pettis er einn hæfileikaríkasti bardagamaður heims um þessar mundir og gríðarlega spennandi áhorfs. Hann er með flott og óhefðbundin spörk en á sama tíma hitta þessi spörk ótrúlega vel. Hann er þekktur fyrir hið svo kallaða „Showtime kick” eftir að hann stökk á búrið og sparkaði í höfuð Ben Henderson í fyrsta bardaga þeirra (sjá í myndbandinu hér að ofan). Hann leyfir sér að taka óhefðbundin spörk sem geta komið honum í erfiða stöðu á bakinu en því miður fyrir andstæðinga hans er hann líka hættulegur þar. Það kom bersýnilega í ljós þegar hann sigraði léttvigtartitilinn í ágúst í fyrra. Eftir að hafa sparkað þáverandi meistara, Ben Henderson, sundur og saman tók hann handahlaupsspark sem hitti ekki og endaði hann á bakinu fyrir vikið. Af bakinu náði hann Henderson í „armbar” með þeim afleiðingum að hönd Henderson brotnaði áður en hann gafst upp. Aðdáendur Pettis bíða í ofvæni eftir að sjá hann en því miður hafa tækifærin á að sjá hann verið af skornum skammti. Meiðsli og upptökur á þættinum The Ultimate Fighter hafa haldið honum frá keppni síðan í ágúst 2013. Nú fá aðdáendur loks tækifæri á að sjá þennan frábæra bardagamann sína listir sínar á UFC 181. Andstæðingur hans er hugsanlega sá erfiðasti hingað til, Gilbert Melendez. Pettis er þekktur fyrir að klára andstæðinga en það gæti reynst erfitt gegn Melendez enda hefur hann aldrei tapað eftir rothögg eða uppgjafartök. Nánar má lesa um Gilbert Melendez á síðu MMA Frétta hér. Bardaginn annað kvöld ætti að verða frábær skemmtun sem bardagaaðdáendur mega ekki missa af!
MMA Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira