Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 26-23 | 17 mörk Egils dugðu skammt Guðmundur Marinó Ingvarsson í Vodafone-höllinni skrifar 4. desember 2014 14:19 Kári var sterkur í kvöld. vísir/ernir Valur lagði Stjörnuna 26-23 í Olís deild karla í handbolta í kvöld þrátt fyrir að 17 mörk Egils Magnússonar fyrir Stjörnuna. Valur var 13-12 yfir í hálfleik. Fyrri hálfleikur var í járnum í Vodafone höllinni í kvöld og geta Valsmenn þakkað markverði sínum Stephen Nielsen fyrir að hafa verið yfir í hálfleik því hann varði fjölda dauðafæra. Stjarnan lék betur í fyrri hálfleik en sóknarleikur Vals gegn uppstilltri vörn á teig var ekki til útflutnings. Stjarnan lék góða vörn en Egill Magnússon hélt sóknarleik liðsins á floti. Valur réð ekkert við skyttuna ungu sem gat nánast skorað að vild þrátt fyrir að liðið skorti áþreifanlega leikstjórnanda. Valur býr yfir miklum styrk í Kára Kristjáni Kristjánssyni á línunni því ef hann fékk boltann í hendurnar þá skoraði hann undantekninga lítið eða fiskaði vítakast. Breiddin er mun meiri hjá Val en markverðir beggja liða vörðu vel í leiknum en sá megin munur á markvörslunni var að Valur náði boltanum jafna aftur þegar að Sigurður Ingiberg Ólafsson varði frá sínum gömlu félögum. Segja má að markvarsla Nielsen í dauðafærum, ekki síst í fyrri hálfleik og fráköstin hafi komið í veg fyrir að Egill Magnússon hefði lagt Val nánast einn síns liðs. Enginn annar leikmaður Stjörnunnar skoraði meira en eitt mark en Þórir Ólafsson lék ekki með liðinu vegna meiðsla. Stephen Nielsen: Fannst ég hundlélegur„Stjarnan er með gott lið og við vissum að þetta yrði erfiður leikur,“ sagði Stephen Nielsen markvörður Vals sem var ekki sammála blaðamanni með að hann hafi átt góðan leik í kvöld. „Mér fannst ég hundlélegur. Það voru mörg skot sem ég á að verja sem fóru inn. Skot sem ég ver venjulega. En það er gott að vinna þegar manni finnst maður ekki leika vel. „Liðið komst ekki í efsta gír í leiknum vegna þess að Stjarnan lék vel. „Egill lék frábærlega í kvöld. Skoraði 17 mörk. Ég þarf að vinna betur fyrir næstu leiki og standa mig betur. Liðið var að gera ágætlega á erfiðum degi en tvö stig eru tvö stig,“ sagði Nielsen en Valur er sem fyrr á toppi deildarinnar með 22 stig í 14 leikjum. „Stjarnan er með góða vörn og lék sinn leik í kvöld. Þeir náðu að brjóta mikið og gera okkur erfitt fyrir í sókninni.“ Egill: Fann ég var heiturvísir/ernir„Við klúðruðum dauðafærum, það er það sem fór með leikinn. Hann lokaði vel í dauðafærum,“ sagði Egill Magnússon, stórskyttan unga. „Ég fann að ég var heitur í byrjun og hélt áfram að skjóta og hélt áfram að hitta. Allt sem ég gerði virtist vera að virka þannig að ég hélt bara áfram. „Við erum búnir að sýna að við getum staðið í öllum liðum deildinni og spilað vel. Við getum gert öllum erfitt fyrir og tekið stig gegn sterkum liðum. Við getum unnið Val og hefðum átt að klára þetta. Við klúðrum allt of mörgum dauðafærum. „Vörnin er að verða betri og betri með hverjum leiknum. Markvarslan er líka betri í síðustu leikjum en hún var í byrjun,“ sagði Egill en Stjarnan náði ekki að nýta góða markvörslu sína í leiknum. „Það virtist allt falla með þeim í seinni hálfleik. Þeir fengu öll fráköst og þar vantaði herslumuninn. Eigum við ekki að kalla þetta meistara heppni hjá Val.“ Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Valur lagði Stjörnuna 26-23 í Olís deild karla í handbolta í kvöld þrátt fyrir að 17 mörk Egils Magnússonar fyrir Stjörnuna. Valur var 13-12 yfir í hálfleik. Fyrri hálfleikur var í járnum í Vodafone höllinni í kvöld og geta Valsmenn þakkað markverði sínum Stephen Nielsen fyrir að hafa verið yfir í hálfleik því hann varði fjölda dauðafæra. Stjarnan lék betur í fyrri hálfleik en sóknarleikur Vals gegn uppstilltri vörn á teig var ekki til útflutnings. Stjarnan lék góða vörn en Egill Magnússon hélt sóknarleik liðsins á floti. Valur réð ekkert við skyttuna ungu sem gat nánast skorað að vild þrátt fyrir að liðið skorti áþreifanlega leikstjórnanda. Valur býr yfir miklum styrk í Kára Kristjáni Kristjánssyni á línunni því ef hann fékk boltann í hendurnar þá skoraði hann undantekninga lítið eða fiskaði vítakast. Breiddin er mun meiri hjá Val en markverðir beggja liða vörðu vel í leiknum en sá megin munur á markvörslunni var að Valur náði boltanum jafna aftur þegar að Sigurður Ingiberg Ólafsson varði frá sínum gömlu félögum. Segja má að markvarsla Nielsen í dauðafærum, ekki síst í fyrri hálfleik og fráköstin hafi komið í veg fyrir að Egill Magnússon hefði lagt Val nánast einn síns liðs. Enginn annar leikmaður Stjörnunnar skoraði meira en eitt mark en Þórir Ólafsson lék ekki með liðinu vegna meiðsla. Stephen Nielsen: Fannst ég hundlélegur„Stjarnan er með gott lið og við vissum að þetta yrði erfiður leikur,“ sagði Stephen Nielsen markvörður Vals sem var ekki sammála blaðamanni með að hann hafi átt góðan leik í kvöld. „Mér fannst ég hundlélegur. Það voru mörg skot sem ég á að verja sem fóru inn. Skot sem ég ver venjulega. En það er gott að vinna þegar manni finnst maður ekki leika vel. „Liðið komst ekki í efsta gír í leiknum vegna þess að Stjarnan lék vel. „Egill lék frábærlega í kvöld. Skoraði 17 mörk. Ég þarf að vinna betur fyrir næstu leiki og standa mig betur. Liðið var að gera ágætlega á erfiðum degi en tvö stig eru tvö stig,“ sagði Nielsen en Valur er sem fyrr á toppi deildarinnar með 22 stig í 14 leikjum. „Stjarnan er með góða vörn og lék sinn leik í kvöld. Þeir náðu að brjóta mikið og gera okkur erfitt fyrir í sókninni.“ Egill: Fann ég var heiturvísir/ernir„Við klúðruðum dauðafærum, það er það sem fór með leikinn. Hann lokaði vel í dauðafærum,“ sagði Egill Magnússon, stórskyttan unga. „Ég fann að ég var heitur í byrjun og hélt áfram að skjóta og hélt áfram að hitta. Allt sem ég gerði virtist vera að virka þannig að ég hélt bara áfram. „Við erum búnir að sýna að við getum staðið í öllum liðum deildinni og spilað vel. Við getum gert öllum erfitt fyrir og tekið stig gegn sterkum liðum. Við getum unnið Val og hefðum átt að klára þetta. Við klúðrum allt of mörgum dauðafærum. „Vörnin er að verða betri og betri með hverjum leiknum. Markvarslan er líka betri í síðustu leikjum en hún var í byrjun,“ sagði Egill en Stjarnan náði ekki að nýta góða markvörslu sína í leiknum. „Það virtist allt falla með þeim í seinni hálfleik. Þeir fengu öll fráköst og þar vantaði herslumuninn. Eigum við ekki að kalla þetta meistara heppni hjá Val.“
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira