Inga Elín Cryer stórbætti í morgun Íslandsmetið í 800 m skriðsundi á HM í 25 m laug sem nú fer fram í Doha í Katar.
Hún synti á 8:38,79 mínútum og bætti þar með eigið met í greininni en það var orðið þriggja ára gamalt. Inga Elín komst þó ekki áfram en hún var í sautjánda sæti af þeim sem kepptu í greininni í morgun.
Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti í morgun Íslandsmet sitt í 100 m fjórsundi en þetta eru einu tveir keppendur Íslands á mótinu í dag. Hún komst heldur ekki áfram í undanúrslitin.
Inga Elín stórbætti Íslandsmetið

Tengdar fréttir

Hrafnhildur þremur sætum frá undanúrslitum - enginn komst áfram
Íslensku keppendurnir hófu í morgun keppni á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fer fram í Katar næstu daga. Sundspekingurinn Magnús Tryggvason hefur tekið saman árangur Íslendinganna í morgun.

Eygló bætti Íslandsmet í Doha
Komst þó ekki í undanúrslit í 100 m flugsundi á HM í 25 m laug.

Strákarnir settu nýtt Íslandsmet í Katar
Karlasveit Íslands í sundi setti í morgun nýtt Íslandsmet í 4 x 100 metra skriðsundi á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fer fram þessa dagana í Doha höfuðborg Katar.