Fótbolti

Enrique: Þurfum að útrýma ofbeldi

Eiríkur Stefán Ásgerisson skrifar
Lionel Messi fékk flösku í höfuðið um helgina.
Lionel Messi fékk flösku í höfuðið um helgina. Vísir/Getty
Luis Enrique, knattspyrnustjóri Barcelona, segir að spænsk knattspyrnufélög eru að gera það sem þau geta í baráttunni við ofbeldi.

Um helgina lést 43 ára karlmaður eftir blóðug átök stuðningsmanna Atletico Madrid og Deportivo fyrir leik liðanna í spænsku úrvalsdeildinni um helgina. Mikil átök brutust út fyrir leikinn og hlutu ellefu meiðsli, þar af ein lögreglukona. 20 voru handteknir og borin kennsl á meira en 100 bullur.

Þá fékk Lionel Messi plastflösku í höfuðið þegar að leikmenn Barcelona fögnuðu sigurmarki sínu í leik gegn Valencia í gær. Messi slapp ómeiddur frá atvikinu.

„Það sem gerðist í Madrid var afar óheppilegt og endurspeglar á engan hátt það sem knattspyrna snýst um,“ sagði Enrique. „Fólk fer á fótboltaleiki og skýlir sér á bak við liti félagsins í þeim tilgangi að leita uppi ofbeldi.“

„Það er eitthvað sem hefur viðgengist í mörg ár og við þurfum að bregðast við því.“

„Félögin geta brugðist við því sem gerist inn á vellinum. Það er alltaf möguleiki á því að einhver brjálæðingur láti til sín taka en við erum að berjast gegn því.“

„Við erum að reynda hvað við getum en það þarf stórtækar aðgerðir til að útrýma ofbeldi úr knattspyrnunni og samfélaginu öllu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×