Rodgers hafði betur gegn Brady Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2014 07:29 Rodgers og Brady, til hægri, eftir leikinn í nótt. Vísir/Getty Green Bay Packers hafði betur gegn New England Patriots, 26-21, í risaslag helgarinnar í NFL-deildinni. Þetta var í fyrsta sinn sem leikstjórnendurnir Aaron Rodgers og Tom Brady mætast sem byrjunarliðsmenn í sínum liðum en báðir eru taldir meðal bestu leikstjórnenda í sögu deildarinnar. Margir spá því að þessi tvö lið gætu mögulega mæst aftur í úrslitaleik deildarinnar, Super Bowl, í byrjun næsta árs en bæði hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu. Rodgers og hans menn höfðu betur í kuldanum á heimavelli í nótt og lögðu grunninn að sigrinum með tveimur snertimörkum þeirra Richard Rodgers og Jordy Nelson. Leikurinn var þó spennandi allt til loka og fékk Brady tækifæri til að keyra lið sitt áfram til sigurs þegar skammt var til leiksloka. Sókn New England var þó stöðvuð þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir, Green Bay fékk boltann og þar við sat. Peyton Manning og hans menn í Denver Broncos unnu góðan sigur á Kansas City Chiefs, 29-16, í nótt og héldu þar með forystu sinni í hinum geysisterka vesturriðli AFC-deildarinnar. Þetta var annað tap Kansas City í röð en liðið réði ekkert við hlauparann CJ Anderson og sá aldrei til sólar í leiknum. Mestu munar um að enginn útherji í liði Kansas City hefur skorað snertimark á tímabilinu til þessa sem er lyginni líkust nú þegar þrettándu viku tímabilsins er að ljúka. Meðal annarra úrslita má nefna að Buffalo vann Cleveland, 26-10, þar sem nýliðinn Johnny Manziel var settur inn á sem leikstjórandi síðarnefnda liðsins undir lokin. Manziel er einn mest áberandi leikmaður deildarinnar þrátt fyrir að hafa nánast ekkert spilað í ár en óvíst er hvort að hann hafi ýtt byrjunarliðsmanninum Brian Hoyer úr liðinu fyrir næsta leik liðsins.Úrslit næturinnar: Baltimore - San Diego 33-34 Buffalo - Cleveland 26-10 Houston - Tennessee 45-21 Indianapolis - Washington 49-27 Jacksonville - NY Giants 25-24 Minnesota - Carolina 31-13 Pittsburgh - New Orleans 32-35 St. Louis Rams - Oakland 52-0 Tampa Bay - Cincinnati 13-14 Atlanta - Arizona 29-18 Green Bay - New England 26-21 Kansas City - Denver 16-29 NFL Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Fleiri fréttir „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fótbrotnaði í NBA leik Sjá meira
Green Bay Packers hafði betur gegn New England Patriots, 26-21, í risaslag helgarinnar í NFL-deildinni. Þetta var í fyrsta sinn sem leikstjórnendurnir Aaron Rodgers og Tom Brady mætast sem byrjunarliðsmenn í sínum liðum en báðir eru taldir meðal bestu leikstjórnenda í sögu deildarinnar. Margir spá því að þessi tvö lið gætu mögulega mæst aftur í úrslitaleik deildarinnar, Super Bowl, í byrjun næsta árs en bæði hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu. Rodgers og hans menn höfðu betur í kuldanum á heimavelli í nótt og lögðu grunninn að sigrinum með tveimur snertimörkum þeirra Richard Rodgers og Jordy Nelson. Leikurinn var þó spennandi allt til loka og fékk Brady tækifæri til að keyra lið sitt áfram til sigurs þegar skammt var til leiksloka. Sókn New England var þó stöðvuð þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir, Green Bay fékk boltann og þar við sat. Peyton Manning og hans menn í Denver Broncos unnu góðan sigur á Kansas City Chiefs, 29-16, í nótt og héldu þar með forystu sinni í hinum geysisterka vesturriðli AFC-deildarinnar. Þetta var annað tap Kansas City í röð en liðið réði ekkert við hlauparann CJ Anderson og sá aldrei til sólar í leiknum. Mestu munar um að enginn útherji í liði Kansas City hefur skorað snertimark á tímabilinu til þessa sem er lyginni líkust nú þegar þrettándu viku tímabilsins er að ljúka. Meðal annarra úrslita má nefna að Buffalo vann Cleveland, 26-10, þar sem nýliðinn Johnny Manziel var settur inn á sem leikstjórandi síðarnefnda liðsins undir lokin. Manziel er einn mest áberandi leikmaður deildarinnar þrátt fyrir að hafa nánast ekkert spilað í ár en óvíst er hvort að hann hafi ýtt byrjunarliðsmanninum Brian Hoyer úr liðinu fyrir næsta leik liðsins.Úrslit næturinnar: Baltimore - San Diego 33-34 Buffalo - Cleveland 26-10 Houston - Tennessee 45-21 Indianapolis - Washington 49-27 Jacksonville - NY Giants 25-24 Minnesota - Carolina 31-13 Pittsburgh - New Orleans 32-35 St. Louis Rams - Oakland 52-0 Tampa Bay - Cincinnati 13-14 Atlanta - Arizona 29-18 Green Bay - New England 26-21 Kansas City - Denver 16-29
NFL Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Fleiri fréttir „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fótbrotnaði í NBA leik Sjá meira