Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Stjarnan 25-24 | Sigurður hetja Fram Anton Ingi Leifsson skrifar 18. desember 2014 15:12 Fram vann afar mikilvægan sigur á Stjörnunni í botnbaráttuslag í Olís-deild karla í kvöld. Leikurinn var skemmtun og spenna fyrir allan peninginn, en lokatölur urðu 25-24.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Leikurinn var virkilega jafn og spennandi í síðari hálfleik eftir að Stjörnumen hefðu leitt nánast allan fyrri hálfleikinn. Eftir dramatískar lokamínútur tryggði Sigurður Örn Þorsteinsson Fram sigur þegar nítján sekúndur voru eftir með langskoti. Lokatölur 25-24. Framarar byruðu vel og komust í 4-2, en þá komu fjögur mörk í röð frá gestunum sem voru mættir til leiks. Þeir héldu forystunni í fyrri hálfleik og voru Framarar ávallt skrefi á eftir. Mikill hiti var í húsinu strax frá upphafi og það var ljóst að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt enda mikilvæg stig í boði. Þórir Ólafsson kom Stjörnumönnum fimm mörkum yfir 11-6 þegar átta mínútur voru til hálfleiks, en heimamenn náðu að laga stöðuna fyrir hálfleik. Staðan í hálfleik var 13-11, gestunum í vil. Í síðari hálfleik var svipuð barátta uppá teningnum. Arnar og Svavar, dómarar leksins, voru afar umdeildir og bæði lið létu vel í sér heyra. Stuðningsmenn voru vel með á nótunum einnig og hitastigið var eins og fyrr segir afar hátt. Ólafur Jóhann Magnússon kom svo Fram yfir þegar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Framarar spiluðu agressíva framliggjandi vörn í síðari hálfleik og stirðnaði leikur Stjörnunnar upp. Egill Magnússon fann sig engann veginn annan leikinn í röð og munar heldur betur um minna hjá Stjörnunni. Liðin héldust í hendur, en Sverri Eyjólfsson jafnaði metin fyrir Stjörnuna þegar ein mínúta var eftir. Sigurður Örn Þorsteinsson fékk boltann, tuttugu sekúndur til leiksloka og svona sextán metra frá marki og þrumaði boltanum í netið. Sigurður Ingiberg Ólafsson átti hins vegar að verja skotið, enda af löngu færi. Inn fór boltinn þó og var Sigurður að skora sitt fyrsta mark í leiknum. Valdi sér heldur betur tímapunktinn. Framarar héldu út leiktímann og fögnuðu ákaflega eins marks sigri, 25-24. Leikurinn var frábær skemmtun og spenna fyrir allan peninginn. Sigurinn gat fallið báðu megin, en þrumuskot Sigurðar skar úr. Stefán Baldvin Stefánsson var afar drjúgur í liði Fram, en hann skoraði sjö mörk úr sjö skotum. Garðar B. Sigurjónsson gerði líka vel á línunni auk þess sem Ólafur Ægir Ólafsson er að koma sterkur inn eftir meiðsli. Kristófer Fannar var frábær í markinu og varði um tuttugu skot. Markaskor dreifðist ágætlega hjá Stjörnunni, en fleiri hefðu mátt taka af skarið. Björn Ingi var ekki að finna sig í markinu og eins og áður sagði var Egill Magnússon ekki að finna sig heldur. Það munar um minna. Fram situr í áttunda sæti deildarinnar eftir leiki kvöldsins með tólf stig, en Stjarnan er sæti neðar með tveimur stigum minna. Nú tekur við landsleikjahlé og eru næstu leikir liðanna í febrúar.Stefán Baldvin: Ofboðslega mikilvæg stig „Þetta var frábær sigur. Það er æðislegt að vinna síðasta leik fyrir jól og komast tveimur stigum fyrir ofan Stjörnuna. Þetta var gríðarlega mikilvægt og skemmtilegt," sagði fyrirliði Fram í leikslok, Stefán Baldvin Stefánsson. „Þeir voru að skora gífurlega mikið af mörkum úr hraðaupphlaupum og annari bylgju í fyrri hálfleik. Við vorum ekki að hlaupa nægilega vel til baka og við vorum óvissir í okkar aðgerðum. Við kipptum því bara í liðinn." „Við verðum að berjast. Við erum þannig lið að við þurfum að berjast og hafa fyrir þessu. Það er bara gott að við gerum það þá!" „Ekki spurning. Við erum í baráttu við Stjörnuna og vonandi fleiri lið. Þetta eru ofboðslega mikilvæg stig," sagði Stefán í leikslok.Skúli: Getum sinnt öðrum þáttum í lífinu „Það er alltaf jafn súrt að tapa, það er bara þannig. Þetta var hörkuleikur og gat fallað báðu megin," sagði Skúli Gunnsteinsson við Vísi í leikslok í kvöld. „Ég var pínu súr með okkar frammistöðu. Mér fannst við ekki nægilega góðir í síðari hálfleik. Vörnin var ekki nægilega góð og það eru fáir sem eiga góðan leik. Það eru of margir sem eiga meðalleik og það dugar ekki gegn Fram á útivelli." „Staðan var 13-11 í hálfleik, við missum mann útaf og leikurinn jafnast tiltölulega fljótt. Síðan skorar Fram í síðustu sókninni sinni, langt utan af velli. Hálfgert heppnismark, en frábært mark. Að sama skapi ógeðslega svekkjandi fyrir okkur og við náum ekki að koma til baka og skora." „Þetta eru bara áþekk lið og halda áfram að æfa og styrkja okkur. Það er bara leiðin áfram." „Það hefði verið ennþá betra að fá frí með sigur í kvöld. Það eru frí og við getum farið að æfa betur og sinna öðrum þáttum í lífinu eins og fjölskyldu og vinum. Það er æðislegt að fá sjö til tíu daga í það og svo byrjum við á fullu aftur," sagði Skúli að lokkum.Vísir/Valli Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
Fram vann afar mikilvægan sigur á Stjörnunni í botnbaráttuslag í Olís-deild karla í kvöld. Leikurinn var skemmtun og spenna fyrir allan peninginn, en lokatölur urðu 25-24.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Leikurinn var virkilega jafn og spennandi í síðari hálfleik eftir að Stjörnumen hefðu leitt nánast allan fyrri hálfleikinn. Eftir dramatískar lokamínútur tryggði Sigurður Örn Þorsteinsson Fram sigur þegar nítján sekúndur voru eftir með langskoti. Lokatölur 25-24. Framarar byruðu vel og komust í 4-2, en þá komu fjögur mörk í röð frá gestunum sem voru mættir til leiks. Þeir héldu forystunni í fyrri hálfleik og voru Framarar ávallt skrefi á eftir. Mikill hiti var í húsinu strax frá upphafi og það var ljóst að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt enda mikilvæg stig í boði. Þórir Ólafsson kom Stjörnumönnum fimm mörkum yfir 11-6 þegar átta mínútur voru til hálfleiks, en heimamenn náðu að laga stöðuna fyrir hálfleik. Staðan í hálfleik var 13-11, gestunum í vil. Í síðari hálfleik var svipuð barátta uppá teningnum. Arnar og Svavar, dómarar leksins, voru afar umdeildir og bæði lið létu vel í sér heyra. Stuðningsmenn voru vel með á nótunum einnig og hitastigið var eins og fyrr segir afar hátt. Ólafur Jóhann Magnússon kom svo Fram yfir þegar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Framarar spiluðu agressíva framliggjandi vörn í síðari hálfleik og stirðnaði leikur Stjörnunnar upp. Egill Magnússon fann sig engann veginn annan leikinn í röð og munar heldur betur um minna hjá Stjörnunni. Liðin héldust í hendur, en Sverri Eyjólfsson jafnaði metin fyrir Stjörnuna þegar ein mínúta var eftir. Sigurður Örn Þorsteinsson fékk boltann, tuttugu sekúndur til leiksloka og svona sextán metra frá marki og þrumaði boltanum í netið. Sigurður Ingiberg Ólafsson átti hins vegar að verja skotið, enda af löngu færi. Inn fór boltinn þó og var Sigurður að skora sitt fyrsta mark í leiknum. Valdi sér heldur betur tímapunktinn. Framarar héldu út leiktímann og fögnuðu ákaflega eins marks sigri, 25-24. Leikurinn var frábær skemmtun og spenna fyrir allan peninginn. Sigurinn gat fallið báðu megin, en þrumuskot Sigurðar skar úr. Stefán Baldvin Stefánsson var afar drjúgur í liði Fram, en hann skoraði sjö mörk úr sjö skotum. Garðar B. Sigurjónsson gerði líka vel á línunni auk þess sem Ólafur Ægir Ólafsson er að koma sterkur inn eftir meiðsli. Kristófer Fannar var frábær í markinu og varði um tuttugu skot. Markaskor dreifðist ágætlega hjá Stjörnunni, en fleiri hefðu mátt taka af skarið. Björn Ingi var ekki að finna sig í markinu og eins og áður sagði var Egill Magnússon ekki að finna sig heldur. Það munar um minna. Fram situr í áttunda sæti deildarinnar eftir leiki kvöldsins með tólf stig, en Stjarnan er sæti neðar með tveimur stigum minna. Nú tekur við landsleikjahlé og eru næstu leikir liðanna í febrúar.Stefán Baldvin: Ofboðslega mikilvæg stig „Þetta var frábær sigur. Það er æðislegt að vinna síðasta leik fyrir jól og komast tveimur stigum fyrir ofan Stjörnuna. Þetta var gríðarlega mikilvægt og skemmtilegt," sagði fyrirliði Fram í leikslok, Stefán Baldvin Stefánsson. „Þeir voru að skora gífurlega mikið af mörkum úr hraðaupphlaupum og annari bylgju í fyrri hálfleik. Við vorum ekki að hlaupa nægilega vel til baka og við vorum óvissir í okkar aðgerðum. Við kipptum því bara í liðinn." „Við verðum að berjast. Við erum þannig lið að við þurfum að berjast og hafa fyrir þessu. Það er bara gott að við gerum það þá!" „Ekki spurning. Við erum í baráttu við Stjörnuna og vonandi fleiri lið. Þetta eru ofboðslega mikilvæg stig," sagði Stefán í leikslok.Skúli: Getum sinnt öðrum þáttum í lífinu „Það er alltaf jafn súrt að tapa, það er bara þannig. Þetta var hörkuleikur og gat fallað báðu megin," sagði Skúli Gunnsteinsson við Vísi í leikslok í kvöld. „Ég var pínu súr með okkar frammistöðu. Mér fannst við ekki nægilega góðir í síðari hálfleik. Vörnin var ekki nægilega góð og það eru fáir sem eiga góðan leik. Það eru of margir sem eiga meðalleik og það dugar ekki gegn Fram á útivelli." „Staðan var 13-11 í hálfleik, við missum mann útaf og leikurinn jafnast tiltölulega fljótt. Síðan skorar Fram í síðustu sókninni sinni, langt utan af velli. Hálfgert heppnismark, en frábært mark. Að sama skapi ógeðslega svekkjandi fyrir okkur og við náum ekki að koma til baka og skora." „Þetta eru bara áþekk lið og halda áfram að æfa og styrkja okkur. Það er bara leiðin áfram." „Það hefði verið ennþá betra að fá frí með sigur í kvöld. Það eru frí og við getum farið að æfa betur og sinna öðrum þáttum í lífinu eins og fjölskyldu og vinum. Það er æðislegt að fá sjö til tíu daga í það og svo byrjum við á fullu aftur," sagði Skúli að lokkum.Vísir/Valli
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira